Miđvikudagur, 23. nóvember 2016
Guđlast, gildisdómar og tvískinnungur
Til skamms tíma var í gildi lagaákvćđi sem gerđi guđlast refsivert. Sú fyrnska var aflögđ fyrir hálfu öđru ári. Nú er hverjum frjálst ađ tjá sig um trúmál og teljast ţađ gildisdómar, sem ekki eru refsiverđir.
Sigríđur Á. Andersen ţingmađur benti á ađ tvískinnungs gćtti hjá alţingi ţegar lög um guđlast voru afnumin. Greinin sem Sigríđur vísađi til um tvöfeldnina er einmitt 233. grein hegningarlaganna, sem Pétur er ákćrđur ađ hafa brotiđ.
Lögreglan ćtti ađ hafa önnur forgangsmál en ađ rćna borgarana frelsi ađ tjá sig í rćđu og riti.
![]() |
Pétur ákćrđur fyrir hatursorđrćđu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Miđvikudagur, 23. nóvember 2016
Píratar útiloka sjálfa sig frá ríkisstjórn
Píratar kynntu sig sem byltingarafl. Uppstokkun stjóraskipunar međ nýrri stjórnarskrá var meginstef ţeirra í kosningabaráttunni. Innan viđ 15 prósent ţjóđarinnar veitti Pírötum stuđning.
Byltingu verđur ekki hrint í framkvćmd međ 15 prósent fylgi almennings. Meira ţarf til
Valkostir Pírata eru tveir. Í fyrsta lagi ađ fćra sig nćr ríkjandi viđhorfum, sem er hćgfara breytingar en ekki bylting. Í öđru lagi ađ halda í byltingarhugsjónina og afla henni meira fylgis.
![]() |
Segja Pírata ekki hafa stađiđ í veginum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
Miđvikudagur, 23. nóvember 2016
Birgitta hótar ađ slíta viđrćđum
Birgitta Jónsdóttir hótar ađ slíta smáflokkaviđrćđum um ríkisstjórn. Hótun Birgittu er birt á RÚV, sem er ábekingur smáflokkastjórnarinnar allt frá Lćkjarbrekkufundum fyrir kosningar.
Birgitta vandist ţví kjörtímabiliđ 2009-2013 ađ hóta Jóhönnustjórn Samfylkingar og Vinstri grćnna, sem í reynd var minnihlutastjórn. Út á ţađ fékk Birgitta opinn ferđa- og risnureikning hjá stjórnarráđinu auk annarra fríđinda.
Ekki er ljóst á hverju steytti í smáflokkaviđrćđunum en ađ Birgitta hóti opinberlega viđrćđuslitum sýnir hverju má búast viđ fari svo ađ ríkisstjórn smćlingjanna fimm komist á koppinn.
![]() |
Segir fundinn í dag úrslitafund |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Miđvikudagur, 23. nóvember 2016
Vinstristjórnin býr til kreppu - réttlćtir kerfisbreytingar
Smáflokkarnir fimm búa til kreppuástand í ţví skyni ađ réttlćta kerfisbreytingar, sem alls ekki voru á dagskrá í umrćđunni fyrir kosningar.
Orđ Benedikts Jóhannessonar um ađ ,,ţrönga" stöđu ríkisfjármál eru undirbúningur fyrir stórfelldar skattahćkkanir til ađ fjármagna ótilgreindar ,,kerfisbreytingar" sem Katrín Jakobsdóttir formađur Vinstri grćnna bođađi í gćr - en talađi ekki um í kosningabaráttunni.
Smáflokkastjórnin mun leiđa Ísland inn í kreppu. En sú kreppa byrjar í stjórnarráđinu eftir valdatöku vinstrimanna og Viđreisnar.
![]() |
Stađan tugum milljarđa ţrengri |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Miđvikudagur, 23. nóvember 2016
Hópstjórnmál vinstriflokkanna og sundurlyndisfjandinn
Vinstrimenn og Viđreisn stofna hópa til ađ finna samnefnara fimm flokka sem börđust um hylli kjósenda fyrir ţrem vikum. Eini samnefnari flokkanna er ađ andúđ ţeirra á ađkomu stćrsta stjórnmálafls ţjóđarinnar ađ landsstjórninni.
Saga vinstriflokka er saga sundrungar. Kommúnistar klufu sig úr Alţýđuflokknum 1930, sósíalistar 1938; rúmum 20 áđur síđar varđ til Alţýđubandalag, síđar stofnuđu frjálslyndir og vinstrimenn flokk, ţá Ţjóđvaki međ Jóhönnu Sig. Viđ aldamót verđa til Samfylking og Vinstri grćnir og á síđustu tveim kjörtímabilum Píratar og Björt framtíđ.
Ef hópstjórnmál vinstriflokkanna og Viđreisnar leiđa til ríkisstjórnar taka viđ hópslagsmál um völd og áhrif í stjórnarráđinu. Viđ ţekkjum ţađ frá síđustu tilraun ţeirra til ađ stjórna landinu. Vinstri grćnir klofnuđu, Steingrímur J. hrifsađi ráđherrastól Jóns Bjarnasonar og Ögmundur Jónasson sagđi af sér vegna deilna viđ Jóhönnu Sig. En ţá voru flokkarnir ađeins tveir.
![]() |
Ţurfa ađ taka á stóru málunum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)