Laugardagur, 11. október 2014
Frjálshyggja í þágu fákeppni; áfengi og vopn
Bókstafur frjálshyggjunnar segir að frelsi einstaklingsins til orðs og æðis sé æðra rétti samfélagsins til öryggis og heilbrigðis. Á þessum frjálshyggjugrunni beita nokkrir þingmenn sér fyrir því að auka aðgengi að áfengi með því að afnema ríkiseinkasölu og færa áfengisverslunina í matvörubúðir.
Með því að máta frjálshyggjurökin til afnáms ríkiseinkasölu á áfengi við vopnalögin sést hversu frámunalega heimskuleg rökin eru.
Bókstafur frjálshyggjurnnar segir að opinberar takmarkanir á vopnaeign þrengi að rétti einstaklingsins til að ákveða sjálfur hvort hann eigi byssu, eina eða fleiri, og hvar hann kaupir vopnin. Rétt eins og áfengi eitt og sér er byssa sem slík saklaus hlutur sem ekki gerir neinum mein.
Á hinn bóginn er deginum ljósara að með betra aðgengi að skotvopnum aukast líkurnar á misnotkun þeirra. Nákvæmlega sama gildir um áfengi.
Reynslurökin sýna og sanna að samfélagið gerir rétt með því að setja sérstakar reglur um sölu og meðferð skotvopna og áfengis.
Frjálshyggjumenn láta það yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust að vopnalög skuli þrengd um leið og þeir berjast fyrir rýmri áfengissölu og auglýsa þar með hentistefnu sína. Frjálshyggjan er ekki prinsipp heldur verkfæri til að þóknast viðskiptahagsmunum fákeppnisverslunarinnar sem rekur Bónus, Hagkaup og Krónuna.
Frjálshyggja í þágu fákeppni þar sem almannahagsmunum er fórnað fyrir hagnað stórfyrirtækja er varla það sem meirihluti alþingis Íslendinga stendur fyrir.
![]() |
Vopnalög þrengd í þágu almannahags |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 10. október 2014
Stjórnmál sem hjónaband - eða: bjánar í pólitík
Hjónabandsráðgjafi var úrræði þingmanna Borgarahreyfingarinnar, sem gátu ekki talað saman nema til að misskilja hvert annað, segir Margrét Tryggvadóttir fyrrum þingmaður stjórnmálahreyfingarinnar sem spratt úr búsáhaldabyltingunni.
Hjónabandsráðgjöf er kölluð til í biluðum persónulegum samböndum, þegar fólk er ráðþrota í persónulegu rugli. Þegar hjónabandsráðgjafi er kallaður til stjórnmálahreyfingar er augljóst að innan hreyfingarinnar starfar brotið fólki sem kann ekki að gera greinarmun á því persónulega og opinbera.
Eftirhrunsörvæntingin kallaði marga kverúlanta til verka; fólk sem ekkert kunni og var margt illa innrætt. Í skjóli upplausnar samfélagins sá þetta fólk sér leik á borði að bæta ömurleika ofan á eyðilegginguna.
Ruslahrúgufólkið hvarf flest til síns heima eftir eitt kjörtímabil á alþingi. Farið hefur fé betra.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 10. október 2014
Netverslun lækkar verð og refsar offjárfestingu
Stjórnvöld eiga að efla og auka netverslun með því að gera hana skilvirkari. Íslensk verslun rekur sig á óguðlegri álagningu upp á mörg hundruð prósent. Offjárfestingar í kringlum og smáralindum eru rakið dæmi um bruðlið.
Því meira sem flyst af verslun úr steinsteypu yfir á netið því betra.
Neytendur hagnast og láglaunastörfum fækkar; allir græða nema fákeppnisverslunin.
![]() |
Netverslun færir tekjur úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 10. október 2014
Afturköllun ESB-umsóknar prófsteinn stjórnarflokkanna
Báðir stjórnarflokkarnir eru með skýrar flokkssamþykktir um að Ísland skuli standa utan Evrópusambandsins. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fékk í arf umboðslausa ESB-umsókn Samfylkingar en hefur heykst á því að afturkalla hana.
Flokksþing Framsóknarflokksins er í febrúar/mars og skömmu síðar landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarflokkarnir geta ekki komið tómhentir á þessar samkomur í stærsta máli seinni tíma stjórnmálasögu landsins.
Afturköllun ESB-umsóknar er algjört skilyrði fyrir því að hægriflokkarnir gangi sæmilega trúverðugir til leiks í seinni hálfleik kjörtímabilsins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9. október 2014
DV biður um vitræna umræðu
DV rekur eineltisblaðamennsku þar sem sértrúarhópar, með sérstaka andstyggð á Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, vaða uppi og þykjast þess umkomnir að stjórna því hvaða ráðherrar sitji í ríkisstjórn og hverjir ekki.
En nú vill DV sameinast öðrum ónefndum miðli og biður um vitræna umræðu.
Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið.
![]() |
DV sameinað öðrum miðli? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 9. október 2014
Heimssýn - aðalfundur í kvöld
Aðalfundur Heimssýnar verður haldinn í kvöld klukkan 20:00 í Snæfelli, Hótel Sögu (áður Skáli). Baráttusamtökin sem héldu okkur utan ESB og eru leidd af Vigdísi Hauksdóttur þingmanni en áður Ásmundi Einari Daðasyni og Ragnar Arnalds eru spræk sem fyrr.
Sérstakur gestur fundarins verður Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt við Lagadeild Háskólans á Akureyri. Hann er einn af höfundum skýrslunnar sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB.
Sem sagt: aðalfundurinn er í kvöld, fimmtudag.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 9. október 2014
Kúltúrmunur hægri- og vinstrimanna staðfestur
Til skamms tíma réðu efnahagsmál mestu um hvort fólk skipaði sér til hægri eða vinstri í pólitík. Í einfaldaðri mynd þá stóð efnafólk til hægri í pólitík en það efnaminna til vinstri. Baráttan stóð um breiðu millistéttina; stjórnmálaflokkar sem náðu eyrum hennar áttu vísa fylgisaukningu.
Efnahagsmál skipta minni máli milli hægri- og vinstristjórnmála á seinni tíð. Meira ber á kúltúrmun, þar sem vinstriflokkar hallast til frjálslyndis en hægriflokkar til íhaldssemi.
Skoðanakönnun mmr á afstöðu til tilbeiðsluhúsa sýnir glöggt menningarmun eftir stjórnmálaskoðunum. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru hlynntir þjóðkirkjunni en andvígir byggingu mosku. Kjósendur vinstriflokkanna þriggja (Samfylkingar, Vg og BF) sýna þjóðkirkjunni minni stuðning en hægrimenn og eru hlynntari byggingu mosku.
Kjósendur í lægri tekjuhópum eiga meiri samleið með hægriflokkunum í menningarlegu tilliti, skv. könnuninni. Þeir efnameiri eru hlynntari mosku - og ætli þar sé ekki komið kósí-fólkið sem á peninga og kýs Bjarta framtíð.
Á næstu árum mun pólitík meira snúast um gildismat en efnisleg verðmæti.
Fimmtudagur, 9. október 2014
Skopmynd Samfylkingar
Fyrrum fjármálaráðherra Samfylkingar stígur í ræðustól á alþingi vegna skopmyndar í dagblaði. Fjármálaráðherrann fyrrverandi grætur hagvöxt á Íslandi, finnst lágt atvinnuleysi hrein hörmung og algerlega út í hött að fjárhagur íslenskra heimila batni jafnt og þétt.
Forystumaður Samfylkingar vill 12 til 17 prósent atvinnuleysi hér á landi, núll hagvöxt og heimilin í spennitreyju skulda.
Samfylkingin vill evru í stað krónu; efnahagslega eymd í stað velmegunar.
Samfylkingin er skopmynd af stjórnmálaflokki.
![]() |
Íslendingar kjósi um kjaraskerðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 8. október 2014
Hvers vegna er krónan ekki tilbeðin?
Krónan skilar okkur lágu atvinnuleysi, bullandi hagvexti og björtum efnahagshorfum (að því gefnu að góðærið leiði ekki til þenslu og óráðsíu).
Án krónunnar væri efnahagsástandið eftir hrun enn að plaga okkur, líkt og Íra sem eru með tveggja stafa atvinnuleysi.
Undanfarin misseri er íslenska krónan ein stöðugasti gjaldmiðill á byggðu bóli.
Krónan gerir allt sem gjaldmiðill a að gera fyrir efnahagskerfi.
Hvers vegna er krónan ekki tilbeðin, einkum af þeim sem þykjast hafa vit á fjármálum?
![]() |
Góður hagvöxtur á næstu árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 8. október 2014
Þurfum verkföll til að stöðva hagvöxt
Tölur um hagvöxt eru vanáætlaðar enda þó nokkur hluti ört vaxandi greinar, ferðamannaþjónustu, neðanjarðar. Hagvöxtur yfir 3 prósent er hættulegur, býður heim þenslu, verðbólgu og óráðsíu.
Verkföll, gjarnan allsherjarverkall, í nokkrar vikur í vetur er nákvæmlega það sem þjóðarbúið þarf á að halda.
Með langvinnu verkfalli vinnst tvennt. Í fyrsta lagi hægir á hagvexti og í öðru lagi er sá tvíþætti lærdómur stimplaður inn í þenslukór atvinnulífsins, beggja vegna borðsins, að þjóðarkökunni verður að skipta með sanngirni annars vegar og hins vegar að ekki tjóar að semja um kauphækkun án innistæðu.
![]() |
Brothætt staða á vinnumarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)