Föstudagur, 5. desember 2014
Blaðamenn DV auglýsa sig verkfæri annarra
Þórey stefndi tveim blaðamönnum DV en ekki útgáfufyrirtækinu. Blaðamennirnir segja DV útgáfuna hafa knúið þá til að gera sátt við Þóreyju.
Yfirlýsing blaðamannaanna jafngildir játningu um að þeir séu verkfæri en ekki sjálfstæðir fagmenn.
Verkfæri hverra?
![]() |
Vildu mæta Þóreyju í dómssal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. desember 2014
Leyniskyttan og jólavopnahléið
Eitt sérkennilegasta atvik fyrra heimsstríðs, sem hófst fyrir 100 árum, var vopnahléið á jólum 1914. Breskir og þýskir hermenn efndu til vopnahlés án samráðs við herstjórnir, hittust á einskins manns landi milli skotgrafanna og gerðu sér glaðan dag.
Bréf frá breskum herforingja, Walter Congreve, er nýlega komið í leitirnar. Í bréfinu lýsir Congreve vinsamlegum samskiptum andstæðinganna þessi jól og tiltekur breskan hermann sem reykti vindil með bestu leyniskyttu Þjóðverja, sem var 18 ára snáði.
Sá breski segist nú vita hvar leyniskyttan geymir sig og vonast til að komast í færi eftir jólafrí.
Sportið í stríðinu var dauði sem hélt áfram eftir jól.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. desember 2014
Engin Viðreisn hjá Þorsteini
Í kvöldfréttum RÚV á miðvikudag var plöntuð frétt um að flokkur Sveins Andra Sveinssonar og Benedikts Jóhannessonar, Viðreisn, muni bjóða fram í þingkosningum 2017. Fréttin var gróðursett í RÚV til að styrkja stöðu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur í baráttunni um ráðherradóm í Sjálfstæðisflokknum.
Þorsteinn Pálsson er samverkamaður Benedikts og Sveins Andra í Viðreisn. Ætla mætti að hann nýtti tækifærið á opnum fundi að auglýsa nýja stjórnmálaaflið. En Þorsteinn þagði þunnu hljóði um Viðreisn sem kvöldið áður fékk 15 sek. kynningu í þjóðarútvarpinu.
Líkleg skýring á þögn Þorsteins um Viðreisn er að þegar hann tók til máls um umræðuhefðina í íslenskum stjórnmálum var búið að ákveða að Ólöf Nordal yrði innanríkisráðherra.
Það er svo önnur pæling hvers vegna RÚV beitir sér í innanflokkserjum í Sjálfstæðisflokknum með jafn óskammfeilnum hætti og raun er á.
![]() |
Nárotta sem þurfti að kaghýða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 5. desember 2014
Jón Ásgeir og leikslok Kaupþings
Kortéri fyrir hrun fékk Jón Ásgeir Jóhannesson, kenndur við Baug, 30 milljarða króna lán frá Kaupþingi. Í frétt af dómsmáli sem reis af þessu láni segir
Í rökstuðningi Hæstaréttar er sérstaklega vitnað í tölvuskeyti sem Jón Ásgeir Jóhannesson, þáverandi stjórnarformaður Baugs, sendi Hreiðari Má Sigurðssyni, þáverandi forstjóra Kaupþings, 9. júlí 2008. Þar segir Jón Ásgeir að hann hafi unnið hörðum höndum að því að bæta stöðu Kaupþings, meðal annars með sölu á Högum. Vonandi finni þeir lausn næsta dag en ef ekki þá þurfum við ekki að spyrja að leikslokum, segir í bréfinu.
Samkvæmt þessum tölvupósti var Jón Ásgeir með leikslok Kaupþings í hendi sér. Af því leiðir gat bankinn tæplega neitað Jóni Ásgeiri um nokkurn hlut. Og allt skal þetta heita viðskipti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. desember 2014
Femínismi kvengerir karlmenn
Femínismi er í tísku, segja talsmenn hreyfingarinnar, og þá er um að gera að koma trúboðinu inn í skólana.
Femínisminn getur aðeins verið fyrir þann hluta þjóðarinnar sem er konur annars vegar og hins vegar fyrir karla sem vilja kvenvæðast.
Karlar sem eru sáttir við að vera karlar eiga ekki að sitja undir femínískum áróðri i skólum.
![]() |
Er femínismi í tísku? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 4. desember 2014
ESB-sinnar gera lítið úr Ólöfu
Ragnheiður Ríkharðsdóttir var ráðherraefni ESB-sinna. Egill Helgason og Illugi Jökulsson gráta báðir að ESB-sinninn Ragnheiður fékk ekki ráðherradóm.
Sumir eiga sína uppáhalds, ekkert við því að segja. Á hinn bóginn smækka fóstbræðurnir þegar þeir gera lítið úr Ólöfu Nordal; Egill segir ráðherraembætti ómerkilegt og Illugi að Ólöf sé útsendari Davíðs.
Má ekki taka umræðuna á örlítið hærra plan, Egill og Illugi?
![]() |
Líst vel á nýja liðsmanninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. desember 2014
Hannes; ég á 'etta, ég má 'etta
Sagan um forstjóra flugfélagsins sem leyfði sér háttsemi, er telst ekki til fyrirmyndar, og réttlætti sig með orðunum í fyrirsögninni hér að ofan er heimfærð, með réttu eða röngu, upp á Hannes Smárason.
Hannes reyndi á sínum tíma útflutning á séríslenskum kunningjakapítalisma þegar hann var hluthafi í American Airlines.
Um Hannes verður ekki sagt að hann hafi gengið hægt um gleðinnar dyr útrásarinnar.
![]() |
Kröfur í félag Hannesar 46 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 4. desember 2014
Ólöf traustur málafylgjumaður
Ólöf Nordal er stjórnmálamaður með reynslu og ferli sem nýtast mun henni í embætti ráðherra. Það er snjall leikur hjá formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, að fá Ólöfu til starfa.
Ólöf gat sér orð sem málafylgjumaður í tíð vinstristjórnarinnar, þar sem hún stóð vaktina gegn vanhugsuðum tilraunum Vg og Samfylkingar að þvinga þjóðina inn í ESB-ferlið.
Þá var Ólöf örugg í vörninni fyrir stjórnarskrá lýðveldisins sem Jóhönnustjórnin ætlaði sér að koma fyrir kattarnef.
![]() |
Ólöf Nordal nýr innanríkisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 4. desember 2014
ESB og afbrigðileg Samfylking
Grænland gekk út úr Evrópusambandinu á síðustu öld eftir að hafa fylgt Danmörku inn. Norðmenn hafna í tvígang aðild og eru staðfastari en nokkru sinni að standa utan. Færeyingar láta sér ekki til hugar koma að ganga inn í þetta samband.
Samfylkingin á Íslandi er eini stjórnmálaflokkurinn á Norður-Atlantshafi sem lætur sér til hugar koma að eyþjóð eigi heima í meginlandsklúbbnum sem heitir Evrópusambandið.
Evrópusambandið er búið til fyrir meginlandsþjóðirnar og þannig hannað að útilokað er að eyþjóðir sem byggja lífsafkomuna á náttúruauðlindum eigi þangað erindi.
![]() |
Norðmenn andvígir inngöngu í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 3. desember 2014
Þegar Ítalía hættir með evru
Allir flokkar stjórnarandstöðunnar á Ítalíu vilja hætta að nota evru sem gjaldmiðil. Fyrr heldur en seinna kemst stjórnarandstaðan til valda og þá gæti Ítalía sprengt evru-samstarfið.
Wolfgang Münchau hagspekingur á Spiegel rifjar upp að þegar evru-samstarfið var ákveðið voru tekin loforð af stjórnvöldum sem stjórnarandstöðu í hverju ESB-landi, sem gekk til samstarfs um gjaldmiðilinn, einmitt vegna þess að í lýðræðisríkjum geta kjósendur haft endaskipti og sett andstöðuna í valdastöðu.
Ítalir verða æ sannfærðar að velferð þjóðarinnar er betur borgið utan evrunnar en með þátttöku í gjaldmiðlasamstarfinu.
Nær enginn hagvöxtur er á Ítalíu síðan evran var tekin upp en atvinnuleysi er mikið. Næst stærsti flokkur Ítalíu er með áætlun sem mun gera Ítalíu samkeppnishæfa á ný með einni aðgerð. Ítalski seðlabankinn gæfi út ítalskar evrur sem væru með skiptigildið 1 á móti 1 í ESB-evrum. Allar ríkisskuldir og allt verðlag miðaðist við ítalskar evrur. Eftir ákveðinn tíma yrði ítalska evran gefin frjáls og þá myndi hún falla um 30 til 50 prósent gagnvart ESB-evru.
Þar með yrði Ítalía samkeppnishæf og skuldir ríkissjóðs væru lækkaðar með einu pennastriki.
Münchau segir ítölsku leiðina vel mögulega en hún myndi eyðileggja tiltrúna á ESB-evruna. Í næstu ESB-kreppu gæti efnahagslegt fullveldi orðið valkostur kjósenda á Ítalíu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)