Strætó til og frá Íslandi

Flugsamgöngur til og frá landinu eru ekki í hættu þótt eitt flugfélag leggi upp laupana. Það er af sem áður var þegar ekkert sjónvarp var á fimmtudögum og Flugfélag Íslands sá um flug til Evrópu og Loftleiðir til Ameríku og Lúxemborg.

Icelandair nýtur velvildar sem arfur frá liðnum tíma. En, líkt og fjármálaráðherra segir, einangrast Ísland ekki falli flugfélagið.

Sameiginlegt verkefni eigenda og starfsfólks Icelandair er að gera félagið rekstrarhæft, sem það er ekki og hefur ekki verið um hríð. En bæði starfsfólk og eigendur geta gleymt sjónvarpslausu fimmtudögunum. Sú tíð er liðin og kemur ekki aftur.


mbl.is Bláfugl geti fyllt skarð Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugmenn Icelandair hafa ekki trú á eigin félagi

Lífeyrissjóður flugmanna Icelandair hefur á síðustu tveim árum selt meira en helming þess hlutafjár sem sjóðurinn átti í flugfélaginu. Flugmennirnir hafa ekki trú á rekstrarhæfi fyrirtækisins sem þeir vinna hjá, sem býr við háan launakostnað í alþjóðlegri samkeppni.

Flugmennirnir vilja gjarnan að aðrir lífeyrissjóðir launamanna fjárfesti í félaginu og helst að ríkið komi einnig að málum. Til að flugmenn haldi launum og geti ávaxtað lífeyri sinn í trúverðugri fjárfestingu en Icelandair.

Nú er að sjá hvort Ragnar Þór í VR og ASÍ-Drífa geysist fram í umræðunni og hvetji lífeyrissjóði almennings og ríkið að fjárfesta í fyrirtæki hvers starfsfólk trúir ekki á.

 

 


mbl.is Flugmenn minnkað hlut sinn í Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíða íslenskunnar sömu örlög og kirkjunnar?

Forsætisráðherra leggur fram stjórnarskrártillögu ,, að ís­lenska sé rík­is­mál í land­inu og að ríkið skuli styðja ís­lensku og vernda — sama orðalag og þegar er notað um þjóðkirkj­una."

Þjóðkirkjan er hornkerling í samfélaginu, höfð að háði og spotti.

Viljum við að tungumálið okkar fari sömu leið?

Nei, líklega ekki. Því skulum við ekkert föndra við stjórnarskrána. Hún virkar prýðilega eins og hún er. Punktur.


mbl.is Ríkismálið íslenska í stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrotavirði Icelandair

Icelandair er nokkurs virði sem íslenskt flugfélag í alþjóðlegum rekstri. Það var ekki umdeilt að ríkið hlypi undir bagga þegar farsóttin hófst og legði félaginu til smávegis aðstoð.

En ríkið tæki aldrei yfir flugfélagið af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er alþjóðlega viðurkennt að ríkisflugfélög eru botnlaus hít tapreksturs. Í öðru lagi er vitað fyrirfram að nýtt íslenskt félag yrði reist á rústum Icelandair.

Gjaldþrot Icelandair er nokkurs virði, þó síst hluthöfum og starfsfólki.


mbl.is Frídögum fækki og laun fryst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanir og ríkisfé

Stór hluti fjölmiðla er skoðanir og álit. Eyjan er slíkur miðill, Kjarninn að stórum hluta, Stundin sömuleiðis og Hringbraut alfarið sem og Kvennablaðið. Bloggið sem þú ert að lesa er skoðun.

Sigurjón M. Egilsson rekur skoðanamiðil, Miðjuna. Hann vill fá ríkisfé til að borga undir sínar skoðanir. Hann er ekki einn um þessa skoðun (já, skoðun). Ritstjórar Kjarnans eru duglegir að minna á að skoðanafabrikkur eigi skilið niðurgreiðslu frá ríkinu af kostnaði sem hlýst af mér-finnst-útgáfu.

Ef ríkið tekur upp á því að borga mönnum að hafa skoðanir mun framboðið stóraukast. En nú þegar eru fleiri skoðanir um allt milli himins og jarðar en nokkur kemst yfir að kynna sér með góðu móti. Verður ríkið ekki líka að borga fólki að kynna sér skoðanir, sem niðurgreiddar eru með almannafé?

Auðvitað er einfaldleikinn bestur. Menn geta haft skoðun, en fyrir eigin reikning, ekki annarra. Allra síst eiga menn að fá borgað af almannafé fyrir skoðanir sínar. Ríkisforsjá í skoðanamyndun er ekki samboðin samfélagi sem kennir sig við lýðræði.

 


Svívirðilegur heimur alþjóðahyggjunnar og lífskjörin

Ragnar Þór formaður VR skrifar um stöðu Icelandair á alþjóðlegum flugmarkaði:

Sam­keppni um hvað? Verstu lífs­gæðin fyr­ir mestu vinn­una? Við ætt­um miklu frek­ar að koma í veg fyr­ir að slík fyr­ir­tæki fái að fljúga til lands­ins eða stunda hér viðskipti, neita þeim um af­greiðslu á flug­völl­un­um okk­ar eða fyr­ir­tækj­um að selja vör­ur sín­ar á ís­lensk­um markaði nema að kjara­samn­ing­ar og grund­vall­ar mann­rétt­indi séu virt.

Nokkuð snúið að fara leið Ragnars Þórs nema að stórkostlega gjaldfella lífskjör á Íslandi. Ferðamenna koma helst til Íslands með lággjaldaflugfélögum sem formaður VR vill loka á.

 

 


mbl.is Verði eins og hjá „svívirðilegustu“ félögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forysta Eflingar tryggir hagsmuni sína

Sósíalistarnir í Eflingu kunna að koma ár sinni fyrir borð. Hér er tilvitnun í frétt þeirra um nýjan samning:

Önnur meg­in­at­riði samn­ings­ins eru sam­tals 90 þúsund króna hækk­un grunn­launa í grunnþrepi yfir samn­ings­tím­ann, stytt­ing vinnu­vik­unn­ar, 61 þúsund króna ár­legt fram­lag í nýj­an fé­lags­manna­sjóð og fleira. (undirstrikun pv)

Forysta Eflingar tryggir sér 61 þús. kr. pr. haus launþega í sjóð til að vinna að framgangi byltingarinnar. Þessir peningar máttu auðvitað ekki fara í launaumslög vinnandi alþýðu, sem forystan segir þó lepja dauðann úr skel. 

Jólin koma snemma þetta árið fyrir Sósíalistaflokk Íslands.


mbl.is Efling og SÍS semja – verkfalli aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icelandair: gjaldþrot eða ódýrari rekstur

Icelandair er of dýrt í rekstri. Fjárfestar neita að leggja peninga í fyrirtækið nema rekstrarkostnaður lækki.

Stærstu liðir rekstarkostnaðar eru eldsneyti, flugvélar og laun. Heimsmarkaðurinn ræður verði á eldsneyti og flugvélum. 

Launakostnaður aftur ræðst af samningum við verkalýðsfélög.

Málið er einfalt. Lægri rekstarkostaður eða gjaldþrot.


mbl.is „Þetta er grafalvarlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstaklingsfrelsi hættulegt samfélaginu

,,Meiri­hluti nýrra til­fella eru rak­in til 29 ára karl­manns sem fór út að skemmta sér í Ita­ewon-hverfi borg­ar­inn­ar, sem er þekkt fyr­ir öfl­ugt næt­ur­líf. 1.510 manns voru á sömu stöðum og maður­inn og heil­brigðis­yf­ir­völd vinna nú að því að hafa sam­band við fólkið."

Tilvitnunin hér að ofan er um einstakling í Suður-Kóreu en gæti verið frá Bretlandi, Frakklandi, Noregi eða Íslandi. Einn getur smitað marga. Eins og barþjónninn í Ölpunum sem smitaði flugvélafarma af íslensku skíðafólki.

En svarið er já, við mun­um fá aft­ur svona far­ald­ur. Al­veg klár­lega. Hvenær það verður veit ég ekki og hvort það verður heims­far­ald­ur in­flú­ensu, önn­ur teg­und af kór­ónu­veiru eða al­veg ný veira, það veit ég ekki. Þetta er ekk­ert búið, þetta kem­ur aft­ur. Það eina sem við vit­um er að heims­far­ald­ur in­flú­ensu kem­ur á 30-40 ára fresti, og svo aðrar veir­ur líka. Þess vegna þurf­um við alltaf að vera í start­hol­un­um og til­bú­in að eiga við þetta

Seinni tilvitnunin er í Þórólf sóttvarnarlækni.

Við höfum gengið að einstaklingsfrelsi sem vísu. Einstaklingurinn á sig sjálfur og má gera hvað honum sýnist, svo lengi sem hann skerðir ekki frelsi annarra.

En ef einn einstaklingur er þess umkominn að valda farsótt sem leiðir til dauða annarra og ríður heilbrigðiskerfi á slig er ekki spurning hvort heldur hve mikið þarf að skerða einstaklingsfrelsið.

Skrítnir tímar sem við lifum.


mbl.is Óttast aðra bylgju faraldursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun Elliða og siðferði sósíalista

Eflingar-sósíalismi er ráðandi tíska í kjarabaráttunni. Grunnhugmyndin er réttlæti. Það sé beinlínis ranglátt að einhver sé með lægri laun en nemur tiltekinni fjárhæð.

Gefum okkur að sátt náist um lágmarkslaun á Íslandi, segjum 650 þús. kr. en það eru dagvinnulaun mín sem framhaldsskólakennara. Þar með væri launaranglæti útrýmt, samkvæmt kennisetningu sósíalista.

Er hægt að ímynda sér slíka sátt? Já, en aðeins sem ímyndun. Sósíalistar myndu aldrei samþykkja að réttlætinu væri fullnægt, það kippti stoðunum undan tilveru þeirra. Þeirra tilvist byggir á samjöfnuði og óánægju með að einhver hafi hærri laun en annar.

Meðallaun á Íslandi, fyrir farsótt, voru eitthvað um 700 þúsund á mánuði, heildarlaun fyrir dag- og yfirvinnu í einn mánuð. Elliði bæjarstjóri er með rúmlega tvöföld meðalmánaðarlaun fyrir það að bera ábyrgð á rekstri bæjarfélags. Það hljómar ekkert út úr korti, liggur nærri mánaðarlaunum alþingsmanna.

Siðferði sósíalista er að taka fyllilega eðlilegt ástand og gera úr því ljótleika óréttlætis. Á Íslandi er meira launajafnrétti en á öðrum byggðum bólum. Þeir sem búa til ranglæti úr því ástandi eru skringilega innréttaðir.

 


mbl.is Elliði birtir launaseðilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband