Mannvirðing og liðsdráttur

Er Ingó veðurguð verðugur mannorðsins? Nei, segja Öfgar, hann hefur ekki komið fram af virðingu við konur. Já, segja stuðningsmenn, hann er hvorki ákærður né dæmdur og nafnlausar sögur eru ómarktækar.

Svo hefst liðssafnaður, ýmist til stuðnings Ingó eða Öfgum, og dómsmál eru undirbúin. Ekki um athafnir veðurguðsins heldur æru hans.

Minnir á Sturlungu. Virðing og sæmd koma þar við sögu, liðsdrættir og dómsmál sömuleiðis. En málsatvik oft óljós.


mbl.is Vilja að nöfn þeirra sem studdu Ingó verði birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótti, óvinir og andstyggð

Í kalda stríðinu óttuðust vesturlönd Sovétríkin sem eftir seinna stríð stóðu fyrir valkosti við borgaralegt lýðræði og kapítalisma. Sovétríkin voru óvinurinn sem vestrænum almenningi var kennt að hafa andstyggð á. Á vesturlöndum voru sumir veikir fyrir kenningu Marx eftir óbragðið af fasisma. Borgaraleg stjórnmál fundu málamiðlun, blandað hagkerfi, og buðu lífskjör og mannréttindi sem kommúnisminn gat ekki keppt við. 

Um það leyti sem Sovétríkin kiknuðu undan kommúnisma verður til nýr ótti á vesturlöndum. Óttinn við heimshlýnun af mannavöldum var, merkilegt nokk, keyrður áfram af mönnum eins og Al Gore, sem töldu sig skilja og hafa lausn á kjarnorkuvopnaógninni.

Án ógnar og sameiginlegs óvinar var erfitt að halda vestrænu hjörðinni í einum flokki. Einhverjir reyndu að blása lífi í gamlar glæður, gerðu Rússland undir Pútín að aðalóvini vesturlanda. Sú samsæriskenning náði hámarki 2016 þegar Pútin var sagður hafa tryggt Trump sigur í bandarísku forsetakosningunum. 

En óttinn við heimshlýnun af mannavöldum er til muna áhrifaríkari en Rússagrýlan. Rússland er með hagkerfi á stærð við Kanada og stundar ekki útflutning á hugmyndafræði líkt og Sovétríkin sálugu.

Afleiðingin af ótta við loftslagsbreytingar af mannavöldum er að andstyggðin beinist að þeim sem ábyrgir eru fyrir meintum ósköpum. Samhliða hugmyndafræðinni um manngert loftslag vex andstyggð vesturlandabúa á sjálfum sér. Sjálfshatrið birtist í ýmsum myndum en líklega hvað gleggst í fræðilegri kynþáttahyggju.

Háskólar eru uppspretta samsæriskenningarinnar um manngert veðurfar og fræðilegrar kynþáttahyggju. Hnignun háskóla er komin á dagskrá sjálfstætt hugsandi fræðimanna.

Háskólar verða fyrst til á miðöldum og eru eitt merkilegasta framlag Evrópu til heimsmenningarinnar. En þeir þrífast ekki í andrúmslofti ótta, óvina og andstyggðar. Í slíku andrúmslofti verða til gervivísindi, kommúnísk erfðafræði á tímum Stalíns og heimshlýnun af mannavöldum í tíð Joe Biden. 

Í veröld ótta, óvina og andstyggðar eru það nöfn eins og Trofim Lysenko og Gréta Thunberg sem slá í gegn. 


mbl.is Jafn áríðandi að ræða loftslagsmál og kjarnorkuvopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markaðurinn fyrir kynþáttaníð

Markaðurinn fyrir baráttu gegn kynþáttaníði er margfalt stærri en markaðurinn fyrir kynþáttaníði.

Fámennum hópi kynþáttahatara er gert hátt undir höfði í fjöl- og félagsmiðlum. Gagngert til að þjóna þeim stóra markhópi sem líður hvað best við þá iðju að fordæma rangláta.

Kynþáttahatur og hatur á kynþáttahatri eru tvær hliðar á sömu mynt.


mbl.is Ef þið níðist á einum níðist þið á okkur öllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir miðaldra hvítir karlar og taugatrekktir unglingar

Þeir Leonardo Bonucci (34) og Giorgio Chiellini (36) eru gamlingjar í knattspyrnu. Saman drógu þeir Ítalíu til úrslita á Evrópumeistaramótinu.

Þar sem báðir eru varnarmenn gátu þeir ekki nema tryggt jafntefli í venjulegum leiktíma.

Í vitaspyrnukeppni reyndust miðaldra taugar haldbetri en unglinganna.

 


mbl.is Ítalía Evrópumeistari í annað sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV, smjörflugan, ofbeldi og sigur

Smjörflugukenningin, stundum kennd við fiðrildi, segir að lítill atburður langt í burtu geti löngu seinna orðið stóratburður. Til dæmis að skordýr blaki væng í Kyrrahafi í maí og það verður stormur á Norður-Atlantshafi í september. 

Hádegis-RÚV segir okkur að ef England vinnur Ítalíu í kvöld verði meira ofbeldi. Sökudólgarnir eru fótbolti, þjóðarstolt, eitruð karlmennska og vímuefni.

Smjörflugukenning RÚV er töluvert önnur útlegging á úrslitaleiknum en hjá Douglas Murray sem segir fótbolta og þjóðarstolt prýðilegt mótefni gegn vænisýki vinstrimanna, ,,wokedom".

,,Þjóðarstolt minnir okkur á að fleira sameinar okkur en sundrar og tilfinningin er ekki bundin við fótboltavöllinn," skrifar Murray. Hann er Englendingur, eins og gefur að skilja.

Baldur Hermannsson, sem veit sitthvað um þjóðarstolt, fótbolta og karlmennsku (veit ekki með vímuefni) skrifar af sama tilefni

Í dag er stóra stundin, England gegn Ítalíu, hið háleita hvíta kaldræna Norður gegn funheitu svækjusömu Suðri, hið norræna stolt gegn suðrænni lævísi ...Í dag leggjum við til hliðar minningar um þorskastríð og hryðjuverkalög ... í dag höldum við allir sem einn með frændum okkar Tjöllum.

Þjóðarstolt er sem sagt ekki bundið við eina þjóð heldur flyst það á stærri menningarheima. Gefur auga leið; ef innrás yrði gerð frá Mars myndi mannkyn sameinast.

Smjörflugukenning RÚV um að ofbeldi vex ef eitt lið mætir öðru í fótboltaleik er álíka sönn og að grimmd fylgi siðmenningu. Í náttúrunni er engin grimmd. Þegar mávur gúffar í sig andarunga vestur á Nesi er hann ekki grimmur heldur svangur. Siðmenning býr til orðræðu um grimmd og ofbeldi til að kenna hvað er við hæfi og hvað ekki. Nokkuð fljótandi skil eru þar á milli. Murray, sem nefndur er hér að ofan, er hommi en nýtur virðingar sem pólitískur álitsgjafi. Fyrir hálfri öld hefði hann orðið að dylja kynhneigðina væri honum annt um virðingu sína.

Sigur sameinar og ýtir innbyrðis sundurþykkju sigurvegaranna til hliðar. Í kvikmyndinni Konungurinn, sýnd á Netflix, er sagt frá Frakklandsleiðangri Hinriks 5. Englandskonungs. Í næst síðustu senu viðurkennir ráðgjafi konungs að hafa með brögðum vélt Hinrik til innrásar í Frakkland. Vélabrögðin voru í þágu háleitara markmiðs, að sameina Englendinga og efla með þeim konungsást og virðingu fyrir yfirvaldi. Hinrik drepur ráðgjafa sinn. Í lokasenu kvikmyndarinnar biður Hinrik verðandi eiginkonu sína, dóttur Frakkakonungs, að lofa sér því einu að segja alltaf satt.

Verðandi eiginkona konungs játar. Í augnaráði hennar má lesa vangaveltur um hvaða útgáfu smjörflugukenningarinnar hún teldi að helst mætti kalla sannleika.


Messi, England og Brexit

Messi beið í hálfan annan áratug eftir stórum titli með argentínska landsliðinu. Í kvöld er England í færi að sækja sinn fyrsta titil í hálfan sjötta áratug.

Æðsti embættismaður Evrópusambandsins er Þjóðverjinn Ursula von der Leyen. Hún styður Ítalíu í leiknum gegn Englandi í kvöld.

Áfram England.

 


mbl.is Loks vann Messi titil með Argentínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira Ísland, minna útlönd

Ísland stendur sig hvað best í farsóttarvörnum í alþjóðlegum samanburði. Sóttvarnir eru, eðli málsins samkvæmt, bæði almannavörn og lýðheilsa.

Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar viðurkenna að Íslendingar stóðu sig einnig þjóða best í glímunni við efnahagslegar afleiðingar Kínaveirunnar. Hér jókst kaupmáttur, einkum lægstu launa. Aðra og verri sögu er að segja frá flestum útlöndum.

Við á Íslandi gerum hlutina nokkuð vel. Engin ástæða er til að ofmetnast og temja okkur sjálfhælni umfram efni. En svo sannarlega eru efni til að efast og gjalda varhug við þegar útlendar pakkalausnir eru okkur boðnar með þeim rökum að útlönd kunna betur en við að reka samfélag. Á Íslandi finnast lausnir á íslenskum málefnum. Það eru einfaldlega sjálfsögð sannindi.

 


mbl.is Ísland í fremstu röð í heimi í bólusetningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fræðileg kynþáttahyggja nemur land á Íslandi

Fræðileg kynþáttahyggja (critical race theory) er menningarviðhorf af sama skóla og marxismi og póstmódernismi á síðustu öld. Líkt og fyrrum eru það vinstrisinnaðir háskólamenn sem boða kenninguna.

Fræðileg kynþáttahyggja gefur sér að hvíti maðurinn, hvíti kynþátturinn, sé mesta böl sem heimurinn hefur alið af sér. Hvíti kynþátturinn er sjálf erfðasyndin. James Lindsey hefur skrifað bók um fyrirbærið, hægt að hlusta á samtal við hann hér

Grein Gísla Pálssonar mannfræðings um afkomendur Vilhjálms Stefánssonar er löðrandi í fræðilegri kynþáttahyggju. Lesið þessa tilvitnun og metið sjálf:

Barna­börn Vil­hjálms Stef­áns­son­ar lifðu af hel­för­ina, en öll voru þau löskuð af því sam­fé­lagi sem ól þau, enda bjuggu þau við þau mann­skemm­andi skil­yrði sem nú eru rifjuð upp í kjöl­far frétta af ómerkt­um gröf­um. Öll urðu þau að hlýða vald­boði hinna hvítu á heima­vist­ar­skól­um, og ef­laust hafa þau beint eða óbeint orðið fyr­ir barðinu á op­in­ber­um of­beld­is­seggj­um á vist­inni. Stef­áns­son-nafnið veitti litla vörn; þau voru Inúít­ar. (undirstrikun pv)

Hingað til er helförin notuð um meðferð nasista á gyðingum fyrir miðbik síðustu aldar. Fræðileg kynþáttahyggja gefur sér að allir hvítir séu inn við beinið fasískir mannhatarar og njóti þess að misþyrma og meiða.

Fræðileg kynþáttahyggja er lífsviðhorf háskólafólks sem ekki er nema lítillega tengt veruleikanum.

 


mbl.is „Barnabörn Vilhjálms Stefánssonar lifðu af helförina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðing til lögreglunnar

Lögreglan er hornsteinn samfélagsins með það hlutverk að framfylgja lögum. Oft er það starf vanþakklátt.

Höfundur Tilfallandi athugasemda hefur ekki átt tíð samskipti við lögregluna, líklega góðu heilli. En þau fáu tilvik þar sem saman lágu leiðir lögreglu og höfundar, bernskubrek og umferðaratvik, er reynslan að yfirvegun og fagmennska hafi verið í fyrirrúmi af hálfu lögreglu.

Lögreglan er þarfaþing og við eigum að hugsa hlýlega til hennar.


mbl.is Beittu ekki óþarfa valdi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarsagan 2021

Það er saga til næsta bæjar að Framsóknarflokkurinn er orðinn næst stærstur íslenskra stjórnmála. Án nokkurs hávaða. Kannski er það einmitt lykillinn.

Almenningur er sáttur við að kófið reyndist okkur ekki jafn dýrkeypt og margir óttuðust. Eftirspurn er eftir hægfara, að ekki sé sagt íhaldssömum, stjórnmálum án öfga. Þríeykið var framsóknarlegt í nálgun sinni. Jafnvel mistökin, t.d. þegar Víðir bauð landsbyggðarfólki að gista hjá þér og smitaðist, voru framsóknarleg.

Kófið og farsælar sóttvarnir skýrir þó aðeins hluta meðbyrs Framsóknar. Pólitísk óreiða eftir hrun, regluleg upphlaup og stjórnarkreppur 2016 og 2017 voru ekki kjöraðstæður fyrir mjúkan miðjuflokk.

Löngum var Framsókn helsti skotspónn Samfylkingar, Alþýðuflokks þar á undan. Kratar, líka viðreisnarkratar, sjá í Framsókn stöðnun og afturhald og útmála sjálfa sig frjálslynda alþjóðasinna. En frjálslynd alþjóðahyggja á ekki upp á pallborðið 2021. Ekki á Fróni fremur en í útlöndum. Nú hyggur hver að sínu, kemur reiðu á eigin hús og lætur heimsfrelsun lönd og leið. Ekki er eftirspurn eftir heimsborgara heldur íslenskri kjötsúpu.

Almenningur æskir rólegra svipmóts landsstjórnar og lítur til Framsóknar sem stjórnmálaafls er síst ruggar bátnum. Sæmilegur skriður er á þjóðarskútunni eftir brælu og brotsjói síðustu ára. Framsókn Sigurðar Inga er íslensk kjölfesta.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband