Laugardagur, 13. ágúst 2016
Bjarni Ben. býður upp á prútt
Alþingi er kosið til fjögurra ára. Það er meginregla. Ef þingmeirihluti tapast er rétt að boða til kosninga.
Bjarni Benediktsson hljóp á sig í apríl með því að gefa afslátt af meginreglu og tala um kannskikosningar í haust. Þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar er og var traustur.
Bjarni Ben. má alveg fullorðnast í pólitík örlítið hraðar.
![]() |
Þessari störukeppni verður að ljúka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 13. ágúst 2016
Nýja kalda stríðið: Úkraína eftir Pútín-Erdogan bandalag
Nató-ríkið Tyrkland undir Erdogan er orðið vinur Rússlands og það setur allar áætlanir Nató í Úkraínu í uppnám. Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa bjargað lífi Erdogan í valdaránstilrauninni fyrr í sumar á meðan vesturlönd sátu hjá. Erdogan grunar vesturlönd um græsku - að hafa stutt tilraunina til valdaráns.
Bandaríkin og Evrópusambandið, með Nató sem verkfæri, ætla sér forræði yfir Úkraínu en Rússland lítur á það sem tilræði við öryggishagsmuni sína. Stjórnin í Kiev er leppur Nató og hreyfing á úkraínska hernum við landamæri Krímskaga, sem Rússar hernámu af Úkraínu til að tryggja flotaaðstöðu, er ekki gerð nema fyrir hvatningu Nató. Sterkt svar Rússa sýnir að útfallið af nýrri vináttu Rússa og Tyrkja gæti orðið í Úkraínu.
Talsmenn Nató-ríkja, t.d. Guy Verhofstadt, segir Tyrkja verða að gera upp hug sinn hvort þeir vilji bandalag við vesturlönd eða rússneskt faðmlag.
Sagnfræðingurinn Stephen F. Cohen ræðir í útvarpsþætti John Batchelor áhrif bandalags Erdogan og Pútín á þróun nýja kalda stríðsins, sem hófst fyrir aldarfjórðungi með falli Berlínarmúrsins.
Ef því bandalag Tyrkja og Rússa styrkist verður staða Bandaríkjanna og Evrópusambandsins veikari, bæði í Úkraínu og miðausturlöndum. Með hernaðaraðgerðum í Úkraínu freista Nató-ríkin þess að ná frumkvæði að nýju valdabaráttu nýja kalda stríðsins.
![]() |
Flytja eldflaugavarnakerfi á Krímskaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. ágúst 2016
113 manna fjöldahreyfing Pírata
Í suðurkjördæmi kusu 113 manns í prófkjöri Pírata en einir 413 áttu rétt að kjósa. Píratar sigla með himinskautum í fylgismælingum en þegar kemur að þátttöku í stjórnmálum eru það aðeins fjölskylda og vinir þeirra sem eru í leit að þægilegri innivinnu sem nenna að velja frambjóðendur.
Píratar eru dæmisaga um vantraust almennings á lýðræðinu. Píratar þykjast valkostur við hefðbundin stjórnmál, og fá út á það fylgi í skoðanakönnunum, en fáir sýna pólitísku starfi Pírata áhuga.
Píratar vilja stokka upp stjórnskipun landsins, með nýrri stjórnarskrá, en eina baklandið sem þeir hafa eru prósentutölur í fylgismælingum. Maður veit ekki hvort það sé grátbroslegt eða bara sorglegt.
![]() |
Smári efstur á lista Pírata |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 12. ágúst 2016
Tveir kostir í næstu kosningum
Kjósendur standa frammi fyrir tveim meginkostum næstu kosningar. Í fyrsta lagi framhald á endurreisnarstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Í öðru lagi þjóðfélagstilraun vinstriflokkanna sem bjóða nýja stjórnarskrá, ESB-aðild og uppstokkun á grunnatvinnuvegum þjóðarinnar.
Möguleiki er á þriðju útfærslunni, sem er að Viðreisn eða Vinstri grænir verði þriðja hjól undir vagni sitjandi ríkisstjórnar.
Þeir sem hafa talað máli ríkisstjórnarinnar hljóta að gera ráð fyrir að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur séu sæmilega samstilltir i málflutningi.
![]() |
Boða til kosninga 29. október |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 11. ágúst 2016
Framsókn fær góðan liðsauka
Stefán Jóhann Stefánsson er á leið í forval fyrir Framsóknarflokkinn, samkvæmt fréttum. Stefán Jóhann var einn af fáum samfylkingarmönnum sem alltaf var á móti ESB-aðild. Hann starfaði á vettvangi Heimssýnar, samtaka andstæðinga ESB-aðildar, nánast frá upphafi og óhætt að segja að þar hafi hann fylgt sannfæringu sinni þótt það kæmi niður á pólitískum frama innan Samfylkingar.
Stefán Jóhann lagði til vandaða og trausta hagfræðigreiningu á þróun hagkerfis evru-ríkjanna og miðlaði þekkingu sinni til félaga í Heimssýn. Hann var boðinn og búin til starfa og skilaði ávallt fyrsta flokks vinnu.
Framsóknarflokknum er liðsstyrkur af Stefáni Jóhanni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 11. ágúst 2016
Flótti úr fjölskyldu Jóns Ásgeirs
Þá vil ég að lokum taka fram að 365 er fjölskyldufyrirtæki. Von mín er að við stöndum saman sem ein fjölskylda, skrifaði eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í dreifibréfi til starfsmanna 365 miðla.
Einn af öðrum hrökkva lykilstarfsmenn af skaftinu í fjölskyldu Jóns Ásgeirs. Flóttinn stafar af þrúgandi andrúmslofti innan fjölskyldunnar.
Fjölskyldur splundrast sjaldnast vegna einstakra eða afmarkaðra atburða. Iðulega er langt og margbrotið ferli að baki þegar eymdin kemur upp á yfirborðið. Brotnar fjölskyldur er erfitt að líma saman, eftir að leiðindin verða opinber. Enn síður þegar höfuð fjölskyldunnar er sérgæskan uppmáluð.
![]() |
Viktoría hætt hjá Fréttablaðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 10. ágúst 2016
Hitler og Stalín - Erdogan og Pútín
Hitler og Stalín gerðu með sér griðasáttmála í ágúst 1939, viku seinna réðst þýski herinn inn í Pólland og Stalín hirti austurhluta landsins, samkvæmt leyniákvæðum sáttmálans. Pútín Rússlandsforseti og Erdogan einráður Tyrklands hittust í Pétursborg í gær, stemningin var frábær milli þeirra segir Spiegel.
Vesturlönd voru í vandræðum með utanríkispólitík sína 1939. Ónauðsynlegt stríð 1914-1918 og grimmir friðarsamningar eftir fyrra stríð, kenndir við Versali, leiddu til sundurþykkju milli Breta og Frakka gagnvart uppgangi fasisma og kommúnisma. Bandaríkin hölluðu sér að einangrunarhyggju.
Í dag er Vestur-Evrópa enn í vandræðum, samanber Brexit. Pólitískt klúður í Úkraínu og misheppnuð tilraun til nýsköpunar í miðausturlöndum er sameiginleg ábyrgð ESB/Nató og Bandaríkjanna. Einangrunarhyggja er vaxandi í Bandaríkjunum, sbr. Trump.
Tyrkir og Rússar telja hart leikna af vesturlöndum, af ólíkum ástæðum. Múslímaríkið Tyrkland vill aukinn aðgang að Evrópusambandinu en Pútín óttast öryggishagsmuni Rússlands. Þótt Erdogan og Pútín séu kórdrengir í samanburði við Hitler og Stalín er ástæða til að ætla að samvinna þeirra bitni á vesturlöndum.
Vesturlönd gerðu slæm mistök í Úkraínudeilunni. Rússland var engin ógn undir Pútín enda umkringdur Nató-ríkjum. Úkraínu átti að láta í friði. Miðausturlönd eru á hinn bóginn varanlegt vandræðaástand næstu áratugi. Tyrkland er brúin milli Evrópu og miðausturlanda. Tyrkland hótar reglulega að hleypa í gegnum landið milljónum múslímskra flóttamanna sem yllu pólitískri óreiðu í Evrópu.
Vesturlönd eru á rangri leið utanríkismálum sínu, núna rétt eins og á tímabilinu milli fyrri og seinni heimsstyrjalda. Sátt við Rússa er forsenda þess að hægt sé að ná tökum á vanda miðausturlanda, þar sem Tyrkir eru svikull bandamaður.
![]() |
Saka ESB um að hvetja valdaræningjana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10. ágúst 2016
Andrík lágkúra
Andríki birti pistil í þágu vinstriflokkanna, sem er sambland af fávísu hjali um alþingi og árás á formann Framsóknarflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Í pistlinum er þessi efnisgrein:
Sigmundur Davíð blekkti hina þingmennina 62, þeir eru fórnarlömb en ekki gerendur í málinu.
Nú getur verið að höfundur efnisgreinarinnar eigi hagsmuna að gæta, er t.d. maki þingmanns og fái frípúnkta fyrir fjölskylduferðina út á ríkisrisnu. Einhver ætti að lauma því að þeim sérgóða að alþingskosningar eru ekki til að skaffa fólki vinnu. Að tala um þingmenn sem fórnarlömb í pólitískri umræðu er eins og að segja fólk fórnarlömb súrefnis.
Meginatriði neðanbeltisorðræðu Andríkis er að Sigmundur Davíð hafi ekki sagt samþingmönnum sínum að hann ætti efnaða eiginkonu með útlenskan bankareikning. Halló Hafnarfjörður, er Bjarni Ben. blankur? Og voru ekki aflandsreikningar með hans nafni? Ólöf Nordal er ekki beinlínis fátæklingur og eitthvað átti hún í útlöndum. Vissi alþjóð um persónuleg fjármál Bjarna Ben. og Ólafar? Nei, einmitt, vegna þess að þetta eru einkamál.
Andríkiskríbentinn lepur upp RÚV-falsið um einkafjármál Sigmundar Davíðs. Hlutlægir blaðamenn, t.d. á Guardian, hafa bent á að engin gögn eru um neitt misjafnt í fjármálum fráfarandi forsætisráðherra.
Pistill Andríkis er illa innrætt lágkúra.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. ágúst 2016
Fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs ekki söluhæf vara
Jón Ásgeir Jóhannesson, áður kenndur við Baug, bjó til 365 miðla í tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi að vera sverð og skjöldur Jóns Ásgeirs og viðskiptahagsmuna hans í opinberri umræðu. Í öðru lagi til að þéna peninga.
Á meðan veldi Jóns Ásgeirs var sem mest hafði hann efni á að tapa fé á 365 miðlum eins lengi og þeir þjónuðu hagsmunum hans með ,,réttum" áherslum í fréttum og skoðanamyndun. Á síðustu árum eru fjölmiðlar veikari í umræðunni, einkum vegna samkeppni frá samfélagsmiðlum. Verðmæti 365 miðla minnkar eftir því sem dagskrárvaldið veikist.
Samkeppni frá tölvusjónvarpi gerir skemmtidagskrá 365 miðla hlutfallslega ómerkilegri. Aðeins illa gáttað fólk kaupir áskrift að Stöð 2.
Jón Ásgeir á ekki jafn mikið undir sér og áður og getur ekki leyft sér að tapa fé á fjölmiðlarekstri. Á sama tíma er eru 365 miðlar varla söluhæf vara. Líklega tekur einhver 365 miðla upp í skuld.
![]() |
Síminn hefur ekki keypt 365 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 9. ágúst 2016
Össur: Píratasamfylking - Oddný: nei!
Össur Skarphéðinsson segir Pírata (um 25- 30 prósent fylgi) og Samfylkingu (mínus tíu prósent fylgi) vera sama flokkinn. Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar hafnar pólitískri nýsköpun Össurar og segir Pírata ekki jafnaðarmannaflokk.
Össur og Oddný eiga að heita samflokksmenn. Orð Össurar sýna vantrú fyrrverandi utanríkisráðherra að endurlífgunartilraunir á Samfylkingu takist.
Össur er mesti tækifærissinni íslenskra stjórnmála. Hann veðjar á sigur Pírata í næstu þingkosningum og munstrar sig í lið sigurvegarans. Össur er jafnaðarmaður í dag en hvað sem er á morgun. Völdin skipta Össur öllu, málefnin eru aukaatriði.
![]() |
Píratar eru ekki jafnaðarmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)