Föstudagur, 15. ágúst 2014
Áhlaupastjórnmál
Međ samspili bloggs, samfélagsmiđla og fjölmiđla eru orđin til áhlaupastjórnmál. Ţeir sem standa fyrir áhlaupastjórnmálum finna flugufót fyrir stađhćfingu um stjórnmálamann eđa stjórnmálaflokk og síđan gildir ađ búa geđshrćringu fyrir stađhćfingunni í samspili ólíkra miđla. Ţannig verđur til skođanabylgja í samfélaginu um ađ fordćma menn og málefni.
Elliđi Vignisson fékk hótun um ađför ţar sem skyldi beita ađferđum áhlaupastjórnmála. Forsćtisráđherra er í gćr og dag skotmark vegna umrćđu um kjötinnflutning. Í áhlaupastjórnmálum verđur hver fjöđur ađ fimm hćnum. Moskumáliđ í vor var skýrt dćmi um ţessa tegund stjórnmála.
Samvinna stjórnmálamanna og flokksbrodda annars vegar og hins vegar fjölmiđla er eitt einkenni áhlaupastjórnmála. Ţessi samvinna er öll á bakviđ tjöldin.
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 15. ágúst 2014
Mótmćlaflokkar og nýgrćđgisvćđing
Norsk-íslenski blađamađurinn Mímir Kristjánsson telur nýgrćđgisvćđingu og mótmćlaflokka mest einkennandi fyrir eftirhrunssamfélagiđ á Íslandi.
Nýgrćđgisvćđingin lýsir sér í sjónarmiđinu allt-er-falt-ef-ţađ-skapar-störf og mótmćlaflokkar eru Besti flokkurinn, Björt framtíđ, Píratar, Viđreisn og Fylkisflokkurinn auk Borgaraflokksins, Dögunar og fleiri.
Sumpart eru ţessi viđbrögđ skiljanleg. Viđ hrun óttađist ţjóđin ađ landlćgt atvinnuleysi skyti rótum og brást viđ samkvćmt ţví. Mótmćlaflokkarnir eru aftur endurkast vantraustsins á stjórnmálakerfinu.
En núna ţegar sex áru frá hrun er kannski kominn tími til ađ ná áttum og láta af gelgjuviđbrögđunum.
![]() |
Íslendingar í Noregi eru vinsćlir |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. ágúst 2014
Trú, menning og RÚV
Nokkur munur er á ţví ađ umgangast kristni, og önnur trúarbrögđ, sem menningarfyrirbćri annars vegar og hins vegar sem trú. Trúmađur lítur vitanlega á trú sína sem veigamikinn ţátt í menningunni en trúleysinginn getur notiđ siđbođskapar og jafnvel helgihalds kirkjunnar án ţess ađ trúa.
RÚV var til skamms tíma miđstöđ menningar, sem rćkti skyldur sínar viđ kristni líkt og önnur menningarfyrirbćti, t.d. bókmenntir.
RÚV telur ekki lengur ţörf á ađ sinna kristnum menningararfi međ sama hćtti og áđur. Núna skal kristni flokkuđ međ önnur trúarbrögđum. Rökin eru ţau ađ morgunbćnir og andakt séu ,,barn síns tíma."
RÚV er líka barn síns tíma.
![]() |
Orđi kvöldsins og Morgunbćn hćtt |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 14. ágúst 2014
Elliđi fćr haturspóst
Elliđi Vignisson skrifađi rökstudda stuđningsyfirlýsingu viđ Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Í kjölfariđ fćr hann haturspóst. Elliđi birtir sýnishorn en ţar er hótađ ađ hann verđi fyrir skipulögđu ađkasti og ,,tekinn niđur".
Nafnkunnur penni benti á ađ ég ćtti ađ hafa vit á ţví ađ halda mig til hlés ef ég myndi ekki vilja ....verđa undir ţeirri sömu öldu og kom Sjálfstćđisflokknum út úr ţinghúsinu í hruninu
Hverjir standa fyrir skipulögđum hatursherferđum?
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Miđvikudagur, 13. ágúst 2014
Nato/ESB í Úkraínu og friđur í Evrópu
Tvćr stórstyrjaldir á meginlandi Evrópu á síđustu öld virđast ekki hafa kennt stjórnmálaelítunni í Vestur-Evrópu ađ halda friđinn. Ađfarirnar í Úkraínu eru ekki til ţess fallnar ađ stuđla ađ friđsamlegri sambúđ viđ nágrannann í austri.
Eftir hrun Sovétríkjanna komst Úkraína í hendur gerspilltra stjórnmálamanna og skipti engu hverjir voru viđ völd. Úkraína er nćsti nágranni Rússa og ef Vestur-Evrópuríki skipta sér af innanlandsmálum verđa Rússar tortryggnir.
Evrópusambandiđ virđist vinna skipulega ađ ţví ađ koma Úkraínu undir sitt áhrifasvćđi m.a. međ stórfelldum fjárstuđningi viđ ýmsa hópa sem ekki endilega eru ţjakađir af lýđrćđisást. Nato bakkar upp ásćlni ESB međ ţví ađ hnykla vöđvana.
Međ skynsamlegri diplómatíu er hćgt ađ kćla niđur ástandiđ í Úkraínu. Engin ţörf er á ađ efna til ófriđar í Austur-Evrópu, sem ţarf fyrst og fremst tíma til ađ ná áttum eftir eymdartíma kommúnismans. Í stađ ţess ađ fjármagna undirróđur og sýna vígtennur ćtti Nato/ESB ađ vinna ađ ţví ásamt Rússum ađ Úkraínumenn sjálfir fái ráđrúm ađ taka til hendinni í stjórn landsins. Ekki veitir af.
![]() |
Rćddu um Úkraínu og Miđausturlönd |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Miđvikudagur, 13. ágúst 2014
Trú, óöld og ţjóđríki
Ţjóđríki er vestrćn fyrirmynd ađ samfélagi sem alls ekki er víst ađ megi međ góđu móti fella ađ öđrum ţjóđfélagsađstćđum en ţeim sem einkenna Vesturlönd.
Ţegar ţjóđríkjareglan samţykkt fyrir forgöngu Bandaríkjamanna eftir fyrra stríđ, og Íslendingar nutu m.a. góđs af, ţá var hún ekki látin gilda utan Evrópu. Engu ađ síđur urđu fyrrum nýlendur vestrćnna ríkja í Afríku og Asíu sjálfstćđ ríki nćstu áratugina eftir međ vísun í ţjóđríkjaregluna en ekki í stađbundnari gildi.
Meginmurinn á Vesturlöndum annars vegar og hins vegar múslímskum ríkjum fyrir botni Miđjarđarhafs er ađ trúin er aukaatriđi á Vesturlöndum en ađalatriđi međal múslíma.
Jafnvel í einsleitum múslímaríkjum eins og Egyptalandi, sem býr ađ mörg ţúsund ára samfelldri ţjóđarsögu, ţá eru innlendar trúarerjur uppspretta ófriđar. Önnur ríki, t.d. Sýrland og Írak, ţar sem búa ólíkar ţjóđir, virđast dćmd til ađ rifna í sundur međ ólýsanlegum hörmungum fyrir allan almenning.
![]() |
Nú deyjum viđ. Vertu sćll. |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Ţriđjudagur, 12. ágúst 2014
Ísland svo gott sem án fordóma
Í skýrslunni um hatursorđrćđu ber mest á greiningu á ummćlum sem féllu í moskuumrćđunni. Í skýrslunni segir
Ţađ er um ţađ bil 8-10 manna hópur sem er mjög virkur í umrćđunni um byggingu mosku og búsetu múslima á Íslandi. Nokkrir af ţeim halda úti vefsíđum ţar sem settur er fram haturs- og hrćđsluáróđur gagnvart múslimum. Sumir ţessara ađila eru mjög međvitađir um hversu langt ţeir geta gengiđ í málflutningi sínum án ţess ađ gerast brotlegir viđ lög.
Samkvćmt ţessu telja hinir fordómafullu ekki tylftina og eru jafnframt međvitađir um lögin.
Hvert er vandamáliđ?
![]() |
Hatriđ mest í garđ múslima |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Ţriđjudagur, 12. ágúst 2014
Múslímar og vestrćnn vanmáttur
Framsćknasta trúarhreyfing múslíma, Isis, bođar afturhvarf til kalífadćmis sem varđ til á miđöldum. Ađferđirnar viđ ađ setja saman kalífadćmiđ eru líka frá miđöldum. Herskáir múslímar herja ekki ađeins á kristna og ađra ekki-múslíma á styrjaldarsvćđum heldur ţjösnast múslímar á fólki annarrar trúar á Vesturlöndum.
Vesturlönd standa ráđţrota gagnvart uppgangi múslíma. Á Vesturlöndum er búiđ ađ setja trúarbrögđ á bás međ tómstundaiđju, sem virđing er borin fyrir en teljast ekki miđlćg í pólitík eđa samfélagi. Múslímar, á hinn bóginn, setja trú sína ofar öllum öđrum samfélagslegum gildum. Múslímaríki fallast ekki einu sinni á vestrćnar skilgreiningar á mannréttindum.
Mannréttindi eru hafin yfir trú á Vesturlöndum og styđjast viđ veraldleg lög, eins og má sjá á mannréttindayfirlýsingu SŢ. Múslímar skrifa ekki upp á vestrćn mannréttindi. Kaíró-yfirlýsingin er réttindaskrá ţeirra og hún er innblásin trúarkreddum.
Andspćnis múslímum eiga Vesturlönd fá svör. Enginn jarđvegur er fyrir herskárri kristni til ađ verjast ásćlni múslíma. Ekki heldur er hćgt ađ takmarka trúfrelsi enda eru ţau ásamt málfrelsi hornsteinn vestrćnna mannréttinda.
Eina fćra leiđin er ađ stjórnmálakerfiđ takmarki völd og áhrif múslíma á vestrćn samfélög. Ef stjórnmálakerfiđ virkar ekki ađ ţessu leyti er skammt í ofbeldiđ.
![]() |
Hverjir eru Jasídar? |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 11. ágúst 2014
Fylkisflokkurinn falsar söguna
Ísland var aldrei fylki í Noregi. Ísland var sjálfstćtt ríki í meira en 300 ár áđur en ţađ gekk Hákoni gamla á hönd 1262/64. Sjálfstćđisbarátta okkar frá og međ 19. öld byggđi á ţeirri forsendu ađ Ísland hefđi aldrei veriđ hluti af öđru ríki, hvorki Noregi né Danmörku, ađeins játađ konungsvaldi - fyrst ţví norska og síđar hinu danska.
Fylkisflokkur Gunnars Smára byrjar starfsemi sína međ sögufölsun. Á heimasíđu flokksins segir ,,Fylkisflokkurinn vinnur ađ endursameiningu Íslands og Noregs međ ţví ađ Ísland verđi 20. fylki Noregs."
Jón Sigurđsson lagđi grunninn ađ sjálfstćđisbaráttu Íslandinga á 19. öld. Hann skrifađi í Hugvekju til Íslendinga
Ţađ er öllum kunnugt, sem nokkuđ vita um sögu landsins, ađ Íslendíngar gengu í samband viđ Noreg á seinasta stjórnarári Hákonar konúngs Hákonarsonar og fyrsta ári Magnús lagabćtis, sonar hans. Ísland gekk í samband viđ Noreg sjálfviljuglega, ekki sem sérstakt hérađ eđa ey, sem heyrđi Noregi til, heldur sem frjálst land, sem hafđi stjórnađ sér sjálft um rúm 300 vetra, án ţess ađ vera Noregi undirgefiđ í neinu. Ţađ samtengdist Noregi međ ţeim kjörum, sem Íslendíngar urđu ásáttir um viđ Noregs konúng, og ţar á međal ţeim kosti, ađ öll stjórn ţeirra og lög skyldi vera innlend...
Stjórnmálaflokkur sem byrjar vegferđina á sögufölsun er ekki líklegur til stórafreka.
Mánudagur, 11. ágúst 2014
Stríđ stćlir stráka - og stelpur
Stađalímyndir hermanna eftir stríđsţátttöku eru tvćr. Í fyrsta lagi bugađur mađur sem ekki fćr notiđ lífsins vegna erfiđra minninga frá víglínunni. Í öđru lagi siđleysinginn sem naut lífshćttunnar og er albúinn ađ hefja átök ađ nýju. Einstaklingar sem svara til stađalímyndanna eru ekki ţénanlegir borgaralegu samfélagi, eins og nćrri má geta. Ný rannsókn á ţýskum hermönnum sem ţjónuđu í Afganistan kippir stođum undan stađalímyndunum.
Tćp 70 prósent hermannanna, sem voru af báđum kynjum, segja stríđsreynsluna gera sig međvitađri; um 56 prósent sögđust kunnu betur ađ meta lífiđ og 43 prósent voru međ afslappađri lífsafstöđu en áđur.
Sumir stćltust ekki í stríđinu. Fjögur prósent hermannanna sögđu eftirstríđslífiđ framandi; sex prósent mynda ekki vináttu nema međ stríđsfélögum; tíu prósent drógu sig til hlés félagslega og ein 15 prósent urđu árásagjarnari.
Rannsóknin byggir á svörum 849 hermanna sem voru ađ međaltali fjóra mánuđi í Afganistan. Helmingur varđ fyrir óvinaárás og ţriđjungur tókst á viđ dauđa félaga.
Fjórđungur hermannanna taldi samband sitt viđ maka batna eftir herför en sama hlutfall ađ makasambandiđ vćri verra.
Ein 43 prósent hermannanna fannst skrifrćđiđ illţolanlegt eftir ţjónustu í víglínunni. Viđ erum jú ađ tala um Ţýskaland.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)