Laugardagur, 16. júlí 2016
Múslímaríki með foringjalýðræði
Erdogan forseti Tyrklands er höfundur tilraunar að fella í eitt mót múslímatrú og lýðræði. Hann fer fyrir múslímskum stjórnmálaflokki sem að nafninu til samþykkir réttarríkið en þó með þeim fyrirvara að sumar skoðanir eru bannaðar, til dæmis þeirra Kúrda sem vilja sjálfstæði. Blaðamenn sem ekki fylgja ríkjandi skoðun eru geymdir á bakvið lás og slá.
Til að halda völdum smíðaði Erdogan í kringum sig foringjalýðræði. Hann færði völd frá forsætisráðherra til forsetaembættis þar sem hann hyggst sitja út sína ævidaga.
Tyrkneski herinn telur sig handhafa arfleifðar Atatürk föður lýðveldisins sem stofnað var til á rústum Ottómanaveldisins eftir fyrri heimsstyrjöld. Atatürk stefndi að veraldlegu ríki að vestrænum hætti.
Tyrkland er vestrænna en nágrannar landsins í suðri, Sýrland og Írak. Foringjalýðræði Erdogan og tilraun hersins til stjórnarbyltingar sýna á hinn bóginn að tyrkneska lýðveldið þarf líklega önnur hundrað ár til að verða vestrænt.
![]() |
Svartur blettur á lýðræði Tyrklands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. júlí 2016
Glæpir, múslímatrú og fjöldamorð
BBC segir að franskir múslímar, sem gefa sig að hryðjuverkum, eigi oft þann sameiginlega bakgrunn að byrja ferilinn á unga aldri sem smáglæpamenn. Morðóði vörubílstjórinn í Nice var með þann feril að baki.
Tengsl þjófnaða, rána og annarra glæpa við hryðjuverk er ekki bundin við Frakkland. New Republic gerði ítarlega frétt um danska múslímann, Omar El-Hussein, sem myrti mann og annan í Kaupmannahöfn. Hann byrjaði sem smákrimmi.
Fjölmiðlar reyna degi eftir fjöldamorðin í Nice að setja ódæðið í samhengi. Vinstriútgáfan Guardian birtir grein um að Frakkland sé skotmark vegna þess að landið er vagga vestrænnar veraldarhyggju sem er eitur í beinum múslímskra öfgamanna. Þar eru einnig dregin fram tengsl þjófnaða og rána annars vegar og hins vegar hryðjuverka.
Telegraph spyr hvernig múslímatrú réttlæti fjöldamorð á saklausu fólki. Gerð er úttekt á franskri umræðu um múslímatrú og hryðjuverk og bent á langa múslímska hefð sem réttlætir morð á saklausum til að ná fram markmiðum um múslímskt trúarríki.
Múslímsku glæpamennirnir sem taka upp á því að myrða meðborgara sina fá trúarlega réttlætingu fyrir ódæðisverkum. Á meðan iðkendur þessarar trúar gera ekki uppreisn gegn trúarlegri réttlætingu á fjöldamorðum verða alltaf til glæpamenn sem sækjast eftir trúarlegri upphafningu um leið og þeir myrða saklaust fólk.
![]() |
Fimmtíu manns milli lífs og dauða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 15. júlí 2016
Frakkland er vígvöllur trúarstríðs múslíma
,,Öllu Frakklandi er ógnað af múslímskum hryðjuverkum," segir Hollande Frakklandsforseti í tilefni af fjöldamorðunum í Nice. Hryðjuverkið var framið á þjóðhátíðardegi Frakka, kenndum við áhlaupið á Bastilluna, sem markar upphaf að veraldlegu samfélagi án trúarvalds.
Múslímar viðurkenna ekki aðskilnað veraldlegs valds og trúar. Þeir viðurkenna heldur ekki vestrænt tjáningarfrelsi, eins og sást í árásinni á ritstjórn Charlie Hebdo í ársbyrjun 2015.
Á vígvellinum í Frakklandi er vestrænt veraldlegt samfélag í baráttu við múslímska trúarmenningu.
![]() |
Búið að bera kennsl á ökumanninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 14. júlí 2016
Panama-svindl Reykjavík Media og RÚV
Svokölluð Panama-skjöl leiddu til afsagnar forsætisráðherra og stjórnarkreppu á Íslandi. Nú liggur fyrir að skjölin eru ekki til, þau eru tilbúningur Reykjavík Media sem var verktaki hjá RÚV.
Panama-skjölin birtust sjónvarpsáhorfendum á sjónvarpsskjá. Áhorfendum var talin trú um að þau væru ekta. Nú kemur á daginn að skjölin eru ekki til.
Reykjavík Media og RÚV bjuggu til stjórnarkreppu án þess að vera með gögn sem hægt er að leggja fram. Skjöl sem ekki er hægt að leggja fram eru ekki tæk sem sönnun fyrir einu eða neinu.
![]() |
Seðlabankinn ekki óskað eftir gögnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 14. júlí 2016
Bretland breytir stöðu Íslands andspænis ESB
Úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu breytir stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Það var alltaf langsótt að Ísland yrði aðili að ESB þegar næstu nágrannaríki okkar standa utan: Grænland, Færeyjar og Noregur. Eftir Brexit er óhugsandi að Ísland svo mikið sem íhugi aðild að ESB.
Áhersla nýs utanríkisráðherra Bretlands á aukin samskipti við Bandaríkin er rökrétt framhald af Brexit. Bretland vill styrkja stöðu sína sem Atlantshafsríki eftir viðskilnað við meginlandsríkin í ESB. Í framhaldi mun Bretland leita eftir sterkari tengslum við önnur strandríki á Norður-Atlantshafi.
Ísland stendur frammi fyrir nýjum áskorunum eftir Brexit. Við hljótum að leggja höfuðkapp á að treysta böndin við þau ríki sem við eigum sem næstu nágranna, þ.e. Grænland, Færeyjar og Noreg, og veita Bretlandi vinsamlegan stuðnig að fóta sig utan ESB.
![]() |
Bandaríkin fara fremst í röðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 13. júlí 2016
Launaöfund, félagsleg samheldni og friðþæging
Launakerfið í landinu á að þjóna félagslegri samheldni. Þetta er staðreynd sem oftast er ósögð í umræðunni. Félagsleg samheldni krefst þess að ójöfnuður launa haldist innan ákveðinna marka, án þess að þau séu nákvæmlega skilgreind.
Launaöfund er sá hvati sem heldur launaójöfnuði í skefjum. Stöðugur samanburður á milli launahópa er knúinn áfram af launaöfund.
Öfund er neikvæð tilfinning sem enginn viðurkennir opinberlega. Til að friðþægja fyrir launaöfund notar forseti ASÍ orðalag að ,,allt fari í bál og brand" ef forstjórar ríkisstofnana verði á sirka tvöföldum meðallaunum félagsmanna ASÍ.
Tvöfaldur launamunur hleypur engu í bál og brand. En menn þurfa að láta að svo sé. Og forsetinn gerir það ágætlega.
![]() |
Allt fari í bál og brand |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 13. júlí 2016
Mótsögnin lýðræði og félagslegt réttlæti
Obama Bandaríkjaforseti segir djúpa galla í lýðræðinu að fimm hvítir lögreglumenn voru skotnir í Dallas sem viðbrögð við að tveir blökkumenn voru skotnir af lögreglumönnum norðar í landinu.
Félagslegur ójöfnuður og kynþáttamisrétti eru oftar en ,,gallar lýðræðis" nefndar sem ástæður fyrir ofbeldi í Bandaríkjunum. Tölfræðin styður það ekki og blökkumenn eins og Larry Elder hafna þeim skýringum, en umræðan er engu að síður á þann veg.
Orð Obama, á hinn bóginn, um ,,galla lýðræðis" gefa tilefni til að spyrja um möguleika lýðræðis að stuðla félagslegu réttlæti. Stutta svarið er að lýðræði er illa til þess fallið stuðla að félagslegu réttlæti. Lýðræði er aðferð til að velja stjórnvöld og setja þau af í almennum kosningum.
Það er ekki frumhlutverk lýðræðis að breyta tekjuskiptingu í samfélaginu og stuðla þannig að félagslegum breytingum. Stjórnvöld breyta tekjuskiptingunni með því að grípa inn í afleiðingar af viðskiptum manna og jafna útkomu þeirra í gegnum skattakerfið. Stjórnvöld í lýðræðissamfélagi eru með umboð frá kjósendum til slíkra inngripa. Í grunninn er það umboð meirihlutans til að skerða tekjur minnihlutans. En það er ekki sá galli lýðræðisins sem Obama gerði að umtalsefni, heldur hinn að lýðræðið gerir ekki öll dýrin í skóginum að vinum. Lýðræðið býr ekki til félagslegt réttlæti og er enn síður hæft til að breyta mannlegu eðli.
![]() |
Sagði löndum sínum að örvænta ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. júlí 2016
Línurit útskýrir Brexit og Trump
Breskt nei við ESB-aðild og almennur stuðningur við forsetaframboð Donald Trump eru tvær útgáfur af andófi gegn alþjóðavæðingu. Breski miðillinn Telegraph birtir línurit sem útskýringu á stórauknum efasemdum um ágæti alþjóðavæðingar.
Línuritið sýnir að rauntekjur millihópa á vesturlöndum drógust saman tvo áratugi fyrir kreppuna 2008. Lægri tekjuhópar um víðan heim bættu stöðu sína og efnafólk stórbætti rauntekjurnar.
Millistéttin á vesturlöndum veitir þeim pólitískan stuðning sem gagnrýna alþjóðavæðingu og krefjast endurskoðunar á ríkjandi fyrirkomulagi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 12. júlí 2016
Betra Bretland utan ESB
Þær raddir eru þagnaðar sem vildu ómerkja Brexit-atkvæðagreiðsluna 23. júní og halda Bretlandi inni í Evrópusambandinu í trássi við vilja þjóðarinnar. Fjármálamarkaðir taka Brexit í sátt og hækka.
Nýr forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, mun á næstu mánuðum virkja grein 50. í Lissabonsáttmálanum sem hleypir af stokkunum formlegu úrsagnarferli Bretlands úr Evrópusambandinu.
Úrsögn Breta úr ESB veldur til langs tíma pólitískum áherslubreytingum á Norður-Atlantshafi. ESB-verður í auknum mæli félagsskapur meginlandsþjóða á meðan Bretar munu treysta stöðu sína með strandríkja í norðri og við Bandaríkin/Kanada í vestri.
![]() |
Vill byggja upp betra Bretland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 11. júlí 2016
Rasismi er ónýtt hugtak í mannréttindaumræðu
Rasismi er skilgreindur þannig að maður sé fangi eigin kynþáttar. Hvítir geti ekki skilið svarta og öfugt, svartir ekki hvíta. Þar með útilokar meint skilningsleysi kynþátta að hægt sé að ræða það sem skiptir máli - mannréttindi án tillits til kynþáttar.
Umræðan verður enn meira út í móa þegar menn taka upp á því að ræða trúmál á forsendum rasisma. Trú er valkvæð, kynþáttur ekki. Enginn getur orðið að rasista með því að gagnrýna trú, hvort heldur kristni, múslímatrú eða vantrú.
Vestræn mannréttindi gera ráð fyrir að allir eigi að njóta grunnréttinda án tillits til kynþáttar, trúar, kynhneigðar og pólitískra skoðana. Á þeim grunni er hægt að ræða leiðir til að tryggja öllum mannréttindi. Rasismi er ónýtt hugtak í þeirri umræðu.
![]() |
Rasískt að segja svört líf skipta máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |