Miðvikudagur, 10. júní 2015
Konum leyfist, körlum ekki
,,Hún segir nokkra karlmenn hafa reynt að fá aðgöngu í hópinn en að þeim sé sparkað öfugum út enda sé það ein af grundvallarreglum hópsins að þar séu aðeins konur."
Tilvitnunin hér að ofan er í konu sem stofnaði félagsskap fyrir konur að ræða sín mál. Fréttin er með á þriðja hundrað ,,læk" og enginn andmælir með bloggi um að framtakið sé kvenrembulegt og andjafnréttissinnað.
Þegar konur stofna til samtaka um sín hugðarefni þykir það hið besta mál.
En þegar karlar gera sér félagsskap um sín málefni eru þeir einatt sakaðir um ójafnrétti ef ekki beina kvenfyrirlitningu.
Þetta er mótsögn. Og konur eiga auðvelt með að lifa við mótsagnir, einkum ef þær eru þeim í vil, en karlar síður, þótt þær kynnu að hygla þeim.
![]() |
Gráta og láta menn verða ástfangna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 9. júní 2015
Obama og ferlið frá morði til stríðs
Fyrir rúmri öld hófst fyrri heimsstyrjöld í kjölfar þess að krakkakjánar skutu ríkisarfa Austurríkis-Ungverjalands. Sumum finnst ódæðið hetjudáð. Bókin sem þykir best lýsa ferlinu frá morði til stríðs heitir Svefngenglar. Bókin tíundar dómgreindarskort ráðandi einstaklinga í stærstu ríkjum Evrópu í þær fáu sumarvikur þar sem örlög Evrópu réðust fyrir hundrað árum.
Orð Obama um að Pútin Rússlandsforseti ætli sér að endurreisa Sovétríkin eru dómgreindarlaus. Pútín getur ekki endurreist Sovétríkin. Þau byggðu á kommúnisma og forseti Rússa býr ekki að neinni þeirri hugmyndafræði sem er stærri en hann sjálfur. Pútín er maður en ekki hugmyndafræði.
Morð eru framin í Úkraínu þessa dagana. Vesturlöndum er betur þjónað með skilningi á eðli morðanna og samhengi þeirra við öryggishagsmuni Austur-Evrópu en vanþekkingu Obama forseta Bandaríkjanna. Sagan kennir að ferlið frá morði til stríðs getur verið stutt.
![]() |
Obama harðorður í garð Pútín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 9. júní 2015
Makríllinn og öfund klædd réttlæti
Makríllinn sýnir sig ekki í landhelginni það sem af er ári. Sagt er að þessi flökkstofn komi ekki í ár vegna sjávarkulda. Undirskriftarsöfnun stendur yfir sem mótmælir úthlutun kvóta til útgerða sem mynduðu veiðireynslu á makríl.
Rökin fyrir undirskriftasöfnuninni eru réttlæti. Þjóðin á réttinn til auðlindarinnar, segja talsmenn söfnunarinnar. Jú, jú og það eru íslenskar útgerðir og íslenskir sjómenn sem veiða og íslensk landvinnsla sem vinnur marílinn. En það er ekki nóg, segja undirskrifendur, það verður að bjóða upp veiðiréttinn, það er eina réttlætið.
En mæti makríllinn ekki á uppboðið, hvað verður þá um réttlætið? Varla getur réttlætið horfið með einni fisktegund.
Ef réttlæti er fyrst og fremst uppboð á afmarkaðri atvinnustarfsemi, hvers vegna er uppboði ekki beitt á öðrum vettvangi sameiginlegra hagsmuna okkar. Hvers vegna er ekki uppboð á rekstri leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla? Hvers vegna er heilbrigðisþjónustan ekki boðin upp?
Svarið við þessum spurningum er að uppboð er hvorki réttlæti né felur það í sér réttlæti. Í tilfelli makríls er uppboð aðferð til að hirða af þeim útgerðum ábatann sem þær einar bjuggu til með því að hefja veiðar á þessari fisktegund.
Ef enginn hefði veitt makrílinn þegar hann fyrst kom inn í landhelgina væri makríllinn ekki auðlind heldur glatað tækifæri.
Öfund býr hvorki til verðmæti né eykur hún réttlæti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 8. júní 2015
Einstakt afrek: allir glaðir þegar milljarðar skipta um hendur
Kröfuhafar eru ánægðir að fá að greiða ríkissjóði nokkur hundruð milljarða króna; stjórnarandstaðan, sem annars er aldrei ánægð, er sátt og hlutabréfamarkaðurinn sýnir ánægjuna með prósentustökkum.
Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tekist hið ómögulega með áætlun um losun hafta:
Að gera alla ánægða þegar hundruð milljarðar króna skipta um eigendur.
![]() |
Lækkar skuldir ríkissjóðs um 30% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 8. júní 2015
Vont kynlíf er ekki nauðgun - strákasjónarhorn
Í blaðamannaskóla í Noregi var fyrir mörgum árum tekið fyrir siðferðilegt álitamál sem tengdist nauðgun. Málavextir voru þeir að kona kærði mann fyrir nauðgun. Á meðan réttarhöldunum stóð var upplýst að konan og sá ákærði höfðu stundað kynlíf eftir nauðgunina.
Konan neitaði að draga ákæruna tilbaka enda stóð hún á því fastari en fótunum að maðurinn hefði nauðgað sér og engu breytti þótt hún síðar ætti samfarir ótilneydd við meintan nauðgara. Siðferðilega álitamálið sem nemarnir í blaðamennsku glímdu við laut að sjónarhorni á fréttina. Var þetta dæmi um rangar sakagiftir eða er eðlilegt að kona stundi valfrjálst kynlíf með manni sem áður hefur nauðgað henni?
Fyrir fáum árum var sýnd stuttmynd í framhaldsskólum á Íslandi um kynlíf unglinga. ,,Fáðu já áður en samfarir hefjast" voru meginskilaboðin. Skilaboðin voru skýr og ótvíræð og myndin faglega unnin. Hængurinn er sá að ,,já" er ekki alltaf tjáð með já-i. Fólk samþykkir oft án þess að nota já, hvort heldur á vettvangi kynlífs eða í öðrum samskiptum.
Umræðan sem nú stendur yfir um nauðgun gefur sér að nauðgun sé afmarkað fyrirbæri sem ýmist er fyrir hendi í kynlífi eða ekki. Allir sem stundað hafa kynlíf, og hér er átt við valfrjálsu gerðina, vita að kynlíf er margrætt. Áður en kynlífsathöfnin hefst gefa væntanlegir iðkendur frá sér margvísleg skilaboð sem sum eru skilin og önnur misskilin. Í athöfninni sjálfri kemur við sögu vöðvaafl, ákefð og iðulega frumstæð hljóð sem túlka má á ýmsa vegu.
Tilbúið dæmi:
Kona sem ákveður af frjálsum vilja að taka þátt í kynlífi en snýst hugur í miðjum klíðum án þess að karlmaðurinn hætti fyrr en hann hefur lokið sér af gæti sem hægast upplifað reynslu sína sem nauðgun. En er það nauðgun?
Annað skáldað dæmi:
Kona sem fús leggjast með manni, en án þess að segja já, finnst samfarirnar óþægilegar vegna þess að maðurinn er handsterkur og grípur þannig í konuna að hún fær mar. Ein með sjálfri sér rifjar konan upp að hún sagði aldrei já og þar sem hún er líka marin þá hlýtur henni að hafa verið nauðgað. Eða er það ekki?
Nauðgun er ekki eitt afmarkað fyrirbæri sem annað hvort er eða er ekki. Víst eru til mörg skýr og afdráttarlaus dæmi um nauðgun. En umræðan stefnir í þá átt gera nauðgun valkvæða af hálfu kvenna: ef konu finnst henni hafa verið nauðgað, þá hefur henni verið nauðgað.
Guðbjörg Jóhannesdóttir lauk predikun sinni um nauðgun með þessum orðum:
Guð gefi okkur hugrekki og visku til þess að ala upp drengi sem elska en meiða ekki.
Kynlíf getur meitt, bæði á sál og líkama. En vont og meiðandi kynlíf er ekki endilega nauðgun.
Ef Guðbjörg vill vera viss um að drengirnir hennar meiði aldrei í kynlífi er gelding nærtækt úrræði.
![]() |
Drengirnir okkar sem nauðga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 8. júní 2015
Árni Páll verður framsóknarmaður
Fyrsta vísbending um að tillögur ríkisstjórnarinnar um afnám hafta hitti í mark kemur frá Árna Páli formanni Samfylkingar. Árni Páll segir Framsóknarflokkinn bera fram tillögur Samfylkingarinnar.
Þegar deilt er um höfundarrétt efnahagstillagna má álykta að nokkuð breið samstaða sé um þær.
Áður en dagurinn er úti verður Katrín Jakobsdóttir líka orðinn framsóknarmaður.
Í framhaldi verða Samfylking og Vg geðþekkari flokkar en þeir áður voru.
![]() |
1.200 milljarða króna vandi leystur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 8. júní 2015
Lífshagsmunir Grikkja og Íslendinga - fullveldið eða ESB
Í gær myndaðist samstaða um brýna hagsmuni Íslendinga á sviði efnahagsmála. Alþingi var kallað saman og nauðsynleg lög samþykkt. Frekari lagasetning er boðuð og fer með hana líklega eins og önnur þingmál - fundarsköp alþingis gilda.
Víkur þá sögunni til Grikklands þar sem brýnir hagsmunir grísku þjóðarinnar eru í húfi. Í sjö ár er búið að kasta boltanum á milli Aþenu og Brussel, með viðkomu í París, Berlín og Washington. Engin úrlausn er sjáanleg sökum þess að Grikkir framseldu drjúgt af fullveldi sínu til ESB.
Í reynd er Evrópusambandið með neitunarvald í málum sem varða lífshagsmuni Grikkja. Það neitunarvald heldur Grikkjum í varanlegu kreppuástandi.
Íslendingar eru á hinn bóginn fullvalda og í færum að taka nauðsynlegar ákvarðanir með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.
![]() |
Skiptust á skotum um helgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 7. júní 2015
Samfylkingin stýrir BHM
Páll Halldórsson, fráfarandi formaður BHM, er náinn samverkamaður Jóhönnu Sigurðardóttur til margra ára. Þórunn Sveinbjarnardóttir var lengi þingmaður og ráðherra Samfylkingar.
Er eðlilegt að Samfylkingin ákveði hvort BHM semji eða semji ekki?
![]() |
Það er okkar réttur að semja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 7. júní 2015
Jafnaðarlandið Ísland - pólitísk yfirborðsókyrrð
Samhengi er á milli tekjujafnaðar og samheldni samfélaga. Almennt gildir að eftir því sem tekjuójöfnuður er meiri er minni samheldni. Skortur á samheldni lýsir sér í pólitískri ólgu og jafnvel óeirðum, í versta falli borgarastríði.
Ísland skorar hátt á þjóðríkjalista yfir jöfnuð. 10% ríkustu hér á landi eru að jafnaði með 5,6 sinnum hærri laun en þeir 10% fátækustu, að því er kemur fram í Viðskiptablaðinu. Eftir hrun jókst tekjujafnrétti til muna og allar líkur eru á að jafnréttið haldist.
Með traust tekjujafnrétti að baklandi er líklegt að sá hávaði sem nú einkennir stjórnmálaumræðuna verði skilgreindur sem pólitísk yfirborðsókyrrð, svona þegar moldin hættir að rjúka í logni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 6. júní 2015
Þingmenn til liðs við fjárkúgara
Róbert Marshall og Birgitta Jónsdóttir ganga til liðs við fjárkúgara þegar þau taka undir með blaðamannasystrunum sem reyndu að kúga fé út úr fjölskyldu forsætisráherra.
Systurnar hótuðu ,,vægðarlausri umfjöllun" ef þeim yrði ekki greiddar milljónir króna.
Þingmenn, sem stuðla að því að hótun systranna nái fram að ganga, réttlæta fjárkúgun sem meðal í pólitískri umræðu.
Og það er sorglegt að Píratar og Björt framtíð eru komin á þetta plan.
![]() |
Pólitísk bellibrögð? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |