Einstakt afrek: allir glaðir þegar milljarðar skipta um hendur

Kröfuhafar eru ánægðir að fá að greiða ríkissjóði nokkur hundruð milljarða króna; stjórnarandstaðan, sem annars er aldrei ánægð, er sátt og hlutabréfamarkaðurinn sýnir ánægjuna með prósentustökkum.

Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tekist hið ómögulega með áætlun um losun hafta:

Að gera alla ánægða þegar hundruð milljarðar króna skipta um eigendur.


mbl.is Lækkar skuldir ríkissjóðs um 30%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það á eftir að koma í ljós.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.6.2015 kl. 19:31

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Tilfallandi athugasemd:

Eitt þeirra nýmæla sem virðist hafa náð að lauma sér inn í íslensku er orðasambandið skipta um hendur, t.d.: þúsundir hluta skiptu um hendur á verðbréfamarkaðnum. Að því er best verður séð er hér um að ræða óþörf, erlend áhrif (e. change hands). Það er alkunna að menn geta skipt um skoðun eða skipt um hjólbarða en vandséð er hvernig eitthvað getur skipt um hendur. Um þetta segir Eiður Guðnason: "þessi óværa virðist vera að festa rætur í íslensku, svei attan." Umsjónarmaður hefur engu við orð Eiðs að bæta.

Heimild: Íslenska málfræðifélagið

Wilhelm Emilsson, 8.6.2015 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband