Sunnudagur, 8. maí 2016
Ljót saga af Máli og menningu
Mál og menning selur bækur, en sumar bækur helst ekki. Bók um vandræði múslíma að aðlagast vestrænum samfélögum, Þjóðarplágan íslam, á ekki upp á pallborðið hjá Máli og menningu, samkvæmt bloggfærslu Jóns Magnússonar.
Sé Mál og menning gengin pólitískum rétttrúnaði á hönd væri eðlilegt að bókabúðin kynnti sig sem ljósbera þess menningarkima.
Almenningur gæti þá sniðgengið bókabúðina sem einu sinni bauð stolt upp á ,,hættulegt" lesmál.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 7. maí 2016
Mótmælandi staðfestir greiningu Brynjars
Brynjar Níelsson birti greiningu á óreiðufólkinu sem elur á óeiningu og ófriði í samfélaginu. Kunn klappstýra óreiðufólksins á blogginu, G. Pétur, staðfestir greiningu Brynjars.
G. Pétur spyr hvort íslensku þjóðinni sé viðbjargandi. Tilefnið er að laugardagsmótmælin á Austurvelli fóru út um þúfur vegna fámennis. Líkt og Brynjar rekur þvælir G. Pétur aðskiljanlegustu málum í einn graut, gerir ekki greinarmun á þingkosningum og forsetakjöri og lætur eins og þingkosningar strax sé lausnarorðið fyrir öll mannanna mein.
G. Pétur er dæmigerð útgáfa: blaðamaður á Þjóðviljanum, fréttamaður á RÚV og núna opinber starfsmaður. Honum finnst allt í lagi að vera á framfæri þjóðarinnar sem hann níðir skóinn af.
Lokaorðin hans í bloggpistlinum eru þessi: ,,Ef þjóðin vill þetta hinsvegar, hvað er þá til ráða? Flytja úr landi?"
Farið hefur fé betra.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 7. maí 2016
CIA, tilvist ESB og strandið í Úkraínu
Bandaríska leyniþjónustan CIA fleytti Evrópusambandinu og forverum þess yfir hindranir fyrstu árin. Evrópuverkefnið var liður í kaldastríðinu sem Bandaríkin háðu við Sovétríkin eftir seinna stríð.
Eftir að tæknikratar í Brussel yfirtóku verkefnið blossaði upp gömul heimsvaldastefna Frakka og Þjóðverja sem sáu fyrir sér Stór-Evrópu er gæti skákað Bandaríkjunum og Sovétríkjunum/Rússlandi.
Evran var liður í mótun Stór-Evrópu sem einnig átti að fá herstyrk með Evrópuher. Evran virkar ekki og hernaðararmur ESB varð Nató, þar sem Bandaríkin ráða ferðinni. Almenningur í Evrópu reynist ekki ginnkeyptur fyrir hugmyndinni um Stór-Evrópu. Í Hollandi var innlimun Úkraínu inn í ESB hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Rétt eins og Róm og Sovétríkin liðuðust í sundur þegar jaðarinn trosnaði verður banabiti Stór-Evrópu veikir innviðir sem standast ekki álagið af valdaskaki fjarri heimahögunum.
![]() |
Tilvist Evrópusambandsins í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 7. maí 2016
Forsetaembættið sem RÚV-raunveruleiki
RÚV tefldi fram frambjóðanda við forsetakosningarnar 2012. Sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir var þjóðkunn vegna starfa sinna á RÚV. Aftur kemur RÚV-ari fram sem forsetaframbjóðandi 2016.
Guðni Th. Jóhannesson var álitsgjafi í beinni útsendingu af mótmælum sem RÚV undirbjó gegn enn öðrum RÚV-ara, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. Sigmundur Davíð vann sér til óhelgi að tala ekki við RÚV þegar fjölmiðlakirkjan vildi; hann reifst við Gísla Martein í RÚV-þætti og sinnti lítt kröfum fjölmiðilsins um að vera hluti af raunveruleikasjónvarpi RÚV.
Guðni Th. var áfram álitsgjafi RÚV eftir að hann lagðist undir feldinn fræga og íhugaði forsetaframboð. Í næsta þætti raunveruleikasjónvarps RÚV verður álitsgjafinn Guðni Th. inntur eftir möguleikum forsetaframbjóðandans Guðna Th. Fylgist með.
![]() |
Forsetaembættið ekki raunveruleikaþáttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 6. maí 2016
ESB-ofstækið felldi Árna Pál
Árni Páll Árnason las ekki skriftina á veggnum eftir kosningarnar 2013. Þar stóð skýrum stöfum hverjum sem vildi lesa að ESB-umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009 var myllusteinn um háls flokksins.
Í stað þess að gera upp við mistökin frá 2009 hélt Árni Páll dauðahaldi í myllusteininn og sökk með flokknum niður í eins stafs fylgi.
Samfylkingin varð að sértrúarsöfnuði vegna þess að forysta flokksins hélt hún vissi betur en allir aðrir stjórnmálaflokkar á Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Noregi - sem telja hagsmunum strandríkja betur borgið utan ESB en innan sambandsins.
![]() |
Árni Páll hættur við framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 6. maí 2016
Ungir kratar lýsa vantrausti á þingmenn Samfylkingar
Krafa ungra jafnaðarmanna að sitjandi þingmenn Samfylkingar láti vera að sækjast eftir oddvitasæti á framboðslistum er vantraust á þingflokkinn í heild.
Oddvitasæti eru í senn virðingar- og valdastaða. Þingmenn í fyrsta sæti eru að jafnaði ráðherraefni, þeir eru líka fyrstu talsmenn flokksins í viðkomandi kjördæmi.
Það kemur þingflokki Samfylkingar í koll að engin endurnýjun var í þingliðinu við síðustu kosningar.
Þingflokkur Samfylkingar er í sömu stöðu og flokkurinn: rúinn trausti og fylgi enda málefnalega gjaldþrota.
![]() |
Þingmennirnir haldi sig til hlés |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 6. maí 2016
Tvöföld neitun Guðna Th. er píratapólitík
Þýðing orðanna ,,forsetinn á ekki að vera ópólitískur" er að hann eigi að vera pólitískur. Tvöföld neitun í tilvitnaðri setningu gefur til kynna loðnar hugmyndir um meginatriði baráttunnar um Bessastaði: hvernig á að fara með forsetavaldið.
Í öðru viðtali sama dag segir Guðni Th. að ,,forsetinn eigi að standa utan pólitískra fylkinga." Til að forseti geti í senn verið pólitískur en jafnframt staðið utan pólitískra fylkinga þarf forsetinn sjálfur að vera pólitískt afl.
Enginn verður pólitískt afl nema stunda pólitík og læra stjórnmálaiðju með þeim eina hætti sem hún lærist: með iðkun. Guðni Th. hefur aldrei stundað pólitík. Þess vegna hljómar hann eins og Pírati, slær úr og í um forsetavaldið, og er álíka trúverðugur og Birgitta og félagar.
Ólafur Ragnar er pólitískt afl. Davíð Oddsson raunar líka.
![]() |
Forsetinn á ekki að vera ópólitískur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. maí 2016
RÚV-framboð no. 2 tilkynnt
Forsetaframboð Guðna Th. Jóhannessonar er aukaafurð aðfarar RÚV að forsætisráðherra síðustu páska. Guðni Th. var fenginn í sjónvarpssal að vera makker Boga og félaga sem auglýstu beina útsendingu af mótmælum gegn forsætisráðherra.
Guðni þótti standa sig nóg vel í sjónvarpssal til að úr yrði forsetaframbjóðandi.
Eflaust er Guðni vænn drengur. Síðustu forsetakosningar sýndu að meira þarf til en vænleika og sjónvarpsframkomu til að verða forseti Íslands.
![]() |
Ólafur með 45% en Guðni 38% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 5. maí 2016
Ísland í stríði við Rússland - fáránlegt
Nató byggir upp hernaðarmátt við landamæri Rússlands ásamt því að innlima fyrrum lýðveldi Sovétríkjanna í hernaðarbandalagið. Ísland er aðili að Nató og er þar með komið í kalt stríð við Rússland.
Við eigum ekkert sökótt við Rússland og aldrei átt neitt nema vinsemd að mæta þaðan. Til dæmis þegar Nató-ríkið Bretland setti á okkur innflutningsbann og sendi herskip inn í landhelgina þá opnuðu Rússar markað fyrir íslenskan fisk.
Ísland á ekki að láta teyma sig út í ófrið við Rússa.
![]() |
Vígbúast frekar gegn NATO |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 4. maí 2016
Davíð tilkynnir framboð...
...eftir uppstigningardag.
Slíkur er háttur manna sem ekki eru jarðsettir.
![]() |
Hvað þarf til að bjóða sig fram? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)