Laugardagur, 14. maí 2016
Trúarstyrjöld múslíma í Arabaríkjum
Múslímar stunda trúarbragðastríð í nokkrum ríkjum Araba þar sem takast á súnnar og shítar. Hezbollah-samtökin styðja Assad forseta Sýrlands á móti súnnískum uppreisnarhópum.
Guardian reynir að útskýra réttlætingu Hezbollah fyrir aðild að trúarstríði múslíma þótt gereyðing Ísraelsríkis sé áfram aðalstefnumálið.
Kaþólikkar og mótmælendur stríddu í Evrópu frá 16. öld og kláruðu sig ekki fyrr en á þeirri 17. með þrjátíu ára stríðinu.
Vopnatæknin er önnur og betri núna en á árnýöld. Gera má ráð fyrir að með nútímavopnum megi finna nýtt valdajafnvægi í miðausturlöndum á nokkrum áratugum. En það verður nokkurt mannfall.
![]() |
Ísraelar myrtu hann ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 14. maí 2016
Bíddu, framsóknarmaður tryllir Washington. Ha?
Forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, trompar aðra leiðtoga Norðurlanda í veislu Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu. Samkvæmt Washington Post var það aðeins forsætisráðherra Danmerkur sem komst í hálfkvist við Sigurð Inga í snjallyrðum.
Vinstrimenn draga upp þá mynd af Sigurði Ingi að hann sé fúllyndur framsóknarmaður. Í bókum vinstrimanna getur enginn af þeirri sort fengið nokkurn mann til að skella upp úr. Og enn síður að framsóknarmenn séu fyndnir í útlöndum. Það á bara ekki að vera hægt.
Sigurður Ingi byrjar stórsókn Framsóknarflokksins í Washington. Eftir sigurinn í Hvíta húsinu verður 101-liðið að éta úr lófa dýralæknisins frá Selfossi.
![]() |
Sigurður Ingi reytti af sér brandarana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 14. maí 2016
Málefnalaus frambjóðandi í forystu
Forsetaframbjóðandinn sem fær mest fylgi í skoðanakönnunum, Guðni Th. Jóhannesson, er án málefna. Hann stendur ekki fyrir neitt og kynnir enga sýn á forsetaembættið.
Davíð Oddsson og Andri Snær Magnason, sem koma næstir, útlista báðir hvernig þeir sjá fyrir sér að embætti forseta verði starfrækt fái þeir kjör. Andri Snær myndi virkja Bessastaði í þágu náttúruverndar en Davíð gera forna höfuðbólið að miðstöð umræðu um hvað það er að vera Íslendingur.
Guðni Th. segir helst hvað hann vilji ekki að forsetaembættið verði. Ekki-skoðanir eru Pírötum drjúgar til að skora í fylgismælingum. Guðni Th. sækir í sama farið.
![]() |
Fylgi Guðna 67,1% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 13. maí 2016
Davíð og þjóðarheimilið
Í ákafa áranna eftir aldamót að selja Ísland í útlöndum og verja orðspor landsins eftir hrun gleymdist að sinna þjóðarheimilinu.
Davíð Oddsson vakti máls á því í ræðu sinni við opnun kosningaskrifstofu vegna forsetakosninganna að tímabært væri að leggja rækt við þjóðarheimildið.
Það má til sanns vegar færa. Við erum þjóð ekki sakir þess sem útlendingar segja um okkur heldur vegna okkar sjálfra; hvað við hugsum, segjum og framkvæmum.
Davíð er maðurinn til að gera Bessastaði að aflvaka þjóðarheimilisins.
![]() |
Kosningaskrifstofa Davíðs opnuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 13. maí 2016
Sjálfsmorðsfylkingin og Ólína
Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingar greinir sjálfsmorðsblæti meðal þeirra sem leita eftir formennsku í flokknum.
Formannsefnin óska eftir umboði til að leggja flokkinn niður. Fyrir skömmu ætlaði Samfylking sér að ráða niðurlögum lýðveldisins.
Það er löngum grunnt á öfgunum í Samfylkingunni.
![]() |
Því miður fyrir ykkur, strákar mínir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 13. maí 2016
Ríkið ráðist á náttúruna til að forða umhverfisslysi
Náttúran gefur og tekur. Fáir ættu að vita það betur en Íslendingar. Öld fram af öld var hér ýmist hallæri eða góðæri eftir duttlungum náttúrunnar. Í meðalárum sagði fátt af náttúrulegum öfgum, eðli málsins samkvæmt.
Það telst varla umhverfisslys þegar náttúrulegar breytingar verða á straumvatni. Nema, auðvitað, ef í hlut eiga hagsmunaaðilar er tapa á náttúrulegum sveiflum.
Ríkinu er ætlað að grípa inn í náttúrulega ferla til að tryggja afkomu veiðifélags. Nokkuð langt gengið þar í ríkisvæðingu náttúrunnar.
![]() |
Lækir eru að þorna upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 13. maí 2016
ESB sem ekki-frétt RÚV
ESB-umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009 var eftirlætisviðfangsefni fréttastofu RÚV. Fréttastofan falsaði fréttir af umsókninni til að gera hana trúverðugri.
RÚV lagði sig fram að fjalla ekki um efnisatriði ESB-umsóknarinnar þegar efnt var til mótmæla í febrúar 2014 gegn áformum ríkisstjórnarinnar að draga umsóknina tilbaka. RÚV sinnti ekki lögbundnu hlutverki sínu að upplýsa heldur þjónaði stofnunin pólitískum hvötum starfsmanna sinna. ESB-umsóknin var löngu dauð en RÚV lét eins og hún væri lifandi pólitískur veruleiki.
RÚV meðhöndlar ESB-málið núna sem ekki-frétt. RÚV segir fáar fréttir af Evrópusambandinu og engar af heiladauðum ESB-sinnum á Íslandi. Ástæðan er að allar fréttir af ESB þessi misserin eru vondar - og þar með ekki-fréttir hjá RÚV.
![]() |
Rúmur helmingur á móti inngöngu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 12. maí 2016
Trump er vinstri grænn, Clinton samfylkingarútgáfa
Donald Trump talar máli láglaunafólks sem ýmist lækkar í launum eða missir vinnuna vegna alþjóðahyggju Hillary Clinton. Sósíalistinn Bernie Sanders, sem er vinstri grænn eins og Trump, væri líklegri til að veita auðjöfrinum keppni en Clinton krati.
Vinstri grænir eru í stórsókn hér heima og vestan hafs. Af þessu má sjá að íslensk stjórnmál og amerísk eru líkari en virðist við fyrstu sýn.
![]() |
Donald Trump í sókn í þremur lykilríkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 12. maí 2016
Píratar eru einkaflipp Birgittu
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata er áhugasöm um nýja stjórnarskrá lýðveldisins. Hún þorir þó ekki í atkvæðagreiðslu innan flokksins um áhugamálið enda er það umdeilt.
Handbendi Birgittu sendi út pólitíska yfirlýsingu um stjórnarskrármálið í gær. Fráfarandi framkvæmdastjóri segir yfirlýsinguna ekki eiga stoð í samþykktum Pírata.
Sálfræðiþjónustan sem Birgitta og þingflokkurinn fengu náði líklega ekki til pólitískrar stefnumótunar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 12. maí 2016
Rök, sjálfstilvísun og samtími
Rúnasteinninn við Rök í Svíþjóð er tilefni kenninga um norræna goðafræði er sóttu flugufót til germanskra þjóðflokka sem felldu Rómarveldi um 500 eftir Krist og Evrópuþjóðir samtímans kenna sig við.
Rúnasteininn geymir 760 tákn og er lengsti þekkti rúnatextinn. Sænskur fræðimaður, Per Holmberg, endurtúlkar texta steinsins í anda félagstáknfræðinnar. Kenning Holmberg er að rúnirnar vísi í sjálfa sig; segja frá eigin tilurð.
Samkvæmt Holmberg eru rúnirnar sonartorrek í gátum. Sjálfstilvísunin er frásögn um aðstæður og amstur við steinskriftina.
Grein Holmberg birtist í fræðiútgáfu með litla útbreiðslu. Stórir fjölmiðlar, Washington Post og Die Welt, taka pælingu sænska fræðimannsins upp á sína arma.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)