Miðvikudagur, 6. apríl 2016
RÚV lýgur blákalt - Helgi Seljan þarf að útskýra
Í fréttahönnun RÚV dagana fyrir Kastljósþáttinn á sunnudag, sem var startskotið fyrir fjöldamótmæli á mánudag, þverbraut RÚV ítrekað viðurkenndar siðareglur fjölmiðla. Í viðtengdir frétt á mbl.is segir
Fullyrt var að skrifstofa Alþingis hafi staðfest þann skilning á reglunum. Helgi Seljan endurtók þá fullyrðingu í viðtali við fjármálaráðherra í Kastljósi í gærkvöldi. Þessu hafnar skrifstofustjóri Alþingis algerlega.
Það er alrangt. Ég tók það sérstaklega fram við fréttamann frá Ríkisútvarpinu að ég hefði enga heimild til þess að segja hvað væri rétt eða rangt í þessum efnum. Forseti Alþingis hefði ekki heldur rétt til þess og forsætisnefnd ekki heldur.
Helgi Seljan fréttamaður hlýtur að gera grein fyrir þessum vinnubrögðum. Að ljúga upp á heimildamenn er alvarlegt mál og leiðir til aðgerða á heiðarlegum fjölmiðlum.
![]() |
Staðfesti ekki skilning Kastljóss á hagsmunaskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 6. apríl 2016
Klára þetta fyrir kaffi, Bjarni
Einfalt mál er stundum gert flókið. Í landinu er starfandi meirihlutastjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Eftir pólitískt fárviðri ákveður forsætisráðherra að stíga til hliðar.
Pólitíska fárviðrið snerist um einkahagi forsætisráðherra og eiginkonu hans. Aldrei var um neina pólitík aðra að ræða.
Eftir að forsætisráðherra víkur ættu stjórnarþingmenn að sameinast um að setja punkt fyrir aftan fárið, samþykkja nýjan forsætisráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson, og óbreyttan stjórnarsáttmála.
Það er hægt að klára þetta fyrir kaffi í dag. En svo er líka hægt að skemmta skrattanum og halda áfram leiksýningunni.
![]() |
Ætlum ekki að taka langan tíma í þetta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 6. apríl 2016
Fjölmiðlar falla fyrir eigin spuna
Fjölmiðlar bjuggu í gærkveldi til þann spuna að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson myndi ekki hætta sem forsætisráðherra heldur taka sér leyfi frá störfum um hríð. Aftur var fjöður gerð að hænsnabúi: það fannst enskur texti sem mátti nota til að spinna þessa sögu.
Sigmundur Davíð hættir sem forsætisráðherra en ríkisstjórnin situr áfram. Almenn formleg regla er að forsætisráðherra leggur inn afsögn fyrir sig og ráðuneyti sitt þegar ríkisstjórn lætur af störfum eftir að hafa misst meirihluta. Engu slíku er til að dreifa.
Það liggur jafnframt fyrir að Sigmundur Davíð ætlar að halda áfram formennsku í Framsóknarflokknum og sitja á þingi.
Fjölmiðlar sem falla fyrir eigin spuna eru opinberri umræðu til vansa.
![]() |
Skýrt að Sigmundur er að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 6. apríl 2016
Bylting í vatnsglasi
,,Það er bylting," hrópaði eitt fréttabarnið í beinni útsendingu í gær og elti mótt og másandi önnur ungmenni á milli bygginga í Reykjavík til að grýta eggjum og salernisrúllum í samræmi við þarfir sjónrænna stjórnmála.
Áhorfendum var skemmt. Eftir viðburðaríkan dag var sniðugt að fá eins og eina byltingu í vatnsglasi með kvöldmatnum. Án fjölmiðla og leiktjalda sem þeir setja upp, bæði í ráðherrabústaðnum og á Austurvelli, væru stjórnmálin hversdagslegri og lítt spennandi.
Þar sem áður voru pólitískir ræðumenn sem hrifu með sér fjöldann eru núna fjölmiðlar sem hanna atburðarás og bjóða upp á byltingu í vatnsglasi í beinni útsendingu.
![]() |
Með dramatískustu dögum í pólitík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 5. apríl 2016
RÚV viðurkennir mistök - nýjar siðareglur
Yfirstjórn RÚV viðurkennir að stofnunin brást í fréttaumfjöllun sinni um málefni forsætisráðherrahjónanna og ætlar að taka upp nýjar siðareglur. Þetta kemur fram í frétt á vísi.is
Menntamálaráðherra og yfirstjórn RÚV gerðu með sér samning þar sem segir m.a.
Í þágu gæða og fagmennsku er einnig gert ráð fyrir að starfsfólk Ríkisútvarpsins starfi eftir siðareglum og að fréttareglur fréttastofu verði uppfærðar. Jafnframt er kveðið sérstaklega á um hlutleysisskyldu fréttastofu og að ólík sjónarmið komi fram.
Yfirmenn RÚV skrifuðu undir samninginn sem jafngildir viðurkenningu, þótt óbeint sé, að fréttastofa RÚV fór út fyrir siðleg mörk, eins og bent hefur verið á.
RÚV þegir þunnu hljóði um samninginn en lætur samkeppnisaðila um að segja fréttina. Fer vel á því.
![]() |
Fyrsti hausinn fokinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 5. apríl 2016
Sigmundur Davíð fórnar sér, bjargar ríkisstjórninni
Sigurður Ingi Jóhannesson sómir sér vel sem forsætisráðherra. Hann er traustur og veraldarvanur og það sem mestu skiptir: hann heldur ríkisstjórninni saman.
Sigmundur Davíð sýnir enn og aftur að hann tekur almannahagsmuni fram yfir persónulegan hag.
Stjórnarkreppu er afstýrt, við getum tekið á móti vorinu.
![]() |
Sigurður Ingi taki við af Sigmundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 5. apríl 2016
Forsetinn og Sigmundur Davíð eru á einu máli
Þingræðisreglan felur í sér að ríkisstjórnin styðst við meirihluta á alþingi. Með því að forsætisráðherra segir forseta að efasemdir eru uppi um að meirihluti sé fyrir hendi á alþingi er eðlilegt að hann reifi þingrof - sem þýðir kosningar.
Ólafur Ragnar vill ekki rasa um ráð fram og biður Sigmund Davíð að hinkra og vita hvort sjálfstæðismenn vilji virkilega slíta ríkisstjórnarsamstarfinu.
Sjálfstæðismenn verða að átta sig á hörðum pólitískum staðreyndum og draga af þeim réttar ályktanir.
![]() |
Veitti ekki heimild til þingrofs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 5. apríl 2016
Pólitískar staðreyndir, persónur og uppákomur
Persóna forsætisráðherra var gerð að aðalmálinu í dramatískum þætti Kastljóss þar sem Sigmundi Davíð var gerð fyrirsát af siðlausum blaðamönnum. Dramatíkin þegar forsætisráðherra stóð upp og gekk úr fyrirsátinni bætti engu við efnisatriði málsins en var eingöngu ætluð til að láta hann koma illa fyrir í sjónvarpi.
Yfirvegaðir blaðamenn, t.d. á Guardian, benda á að engin gögn sýni fram á lögbrot eða óheiðarleika af hálfu forsætisráðherrahjónanna.
Pólitískar staðreyndir á Íslandi eru þær að enginn valkostur er við ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Bæði í pólitík og í fylgi skera Píratar sig frá öðrum flokkum. Þeir eru stærstir í skoðanakönnunum út á það að hafa minnsta pólitík - og vera yngsta og óreyndasta stjórnmálaaflið.
Vorið 2017 eru næstu þingkosningar á dagskrá. Til að breyta þeirri dagsetningu og flýta kosningum þarf sterk pólitísk rök. ,,Umræðan" um persónu forsætisráðherra, sem RÚV hratt úr vör, er ekki þungvæg pólitísk rök.
Mótmælafundurinn á Austurvelli í gær er uppákoma í beinu framhaldi af dramatískum Kastljósþætti. Fundurinn var áhrifamikill þá stund sem hann stóð yfir en breytir engu um harðar pólitískar staðreyndir.
Stjórnmálamenn, og ríkisstjórnarmeirihlutinn sérstaklega, verða að sýna virðingu lýðræðislegum ákvörðunum þjóðar og þings. Þjóðin kaus sér þingmeirihluta 2013 sem myndaði sitjandi ríkisstjórn. Til að breyta snögglega þeirri pólitísku staðreynd verður pólitískt landslag að hafa gjörbreyst. Engu slíku er til að dreifa.
Hér varð pólitísk uppákoma sem engin rök standa til að setji varanlegt mark á íslensk stjórnmál. Nema, vitanlega, ríkisstjórnarmeirihlutinn ákveði að taka þátt í uppákomunni og slíti ríkisstjórnarsamstarfinu. Þá væri fokið í flest skjól.
![]() |
Samstarfið ekki á bláþræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 5. apríl 2016
Raunsæ pólitík í múgæsingu
Allt stjórnmálakerfið er í vantrausti hjá þjóðinni. Það er eina skýringin á fylgi Pírata í skoðanakönnnunum. Píratar eru yngsta stjórnmálaaflið og óskrifað blað. Ef stjórnarmeirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks brestur núna og efnt verður til kosninga mun vantraust þjóðarinnar ekki minnka heldur aukast.
Áhlaupið á forsætisráðherra er ekki sökum þess að pólitískar jarðhræringar séu á ferðinni heldur vegna þess að forsætisráðherra er eðli málsins samkvæmt oddviti stjórnmálakerfisins sem er í ónáði meðal þjóðarinnar. Fjölmiðlavaldið, með RÚV fremst í flokki, gerði atlögu að forsætisráðherra þar sem fjöður var gerð að hænsnabúi.
Ef stjórnarmeirihlutinn lætur áhlaupið takast og fellir forsætisráðherra þá er ríkisstjórnin fallin. Sundurþykkja milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks myndi auka á óreiðuna í íslenskum stjórnmálum.
Pólitískir valkostir við sitjandi ríkisstjórn eru engir raunhæfir. Yngsta og óskrifaða stjórnmálaaflið, Píratar, verða ekki stofuhæfir í stjórnarráðinu við það að kunna fátt og vera blautir á bakvið eyrum. Vinstriflokkarnir eru rjúkandi rúst frá síðustu kosningum; nýjar kosningar reisa ekki höll úr þeim rústum.
Ríkisstjórnin á að þétta raðirnar, sýna einhug og senda frá sér skýr skilaboð um að efnisatriði umræðunnar, Wintris-reikningur eiginkonu forsætisráðherra, gefur ekki tilefni til að ríkisstjórn Íslands fari frá völdum.
![]() |
Mjög hafi fjarað undan Sigmundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 4. apríl 2016
Austurvallarlýðræði í boði RÚV - lexía Sjálfstæðisflokksins frá 2008
Hausatalning á mótmælum á Austurvelli kemur ekki í staðinn fyrir lýðræðislegar leikreglur um val á fulltrúum þjóðarinnar á alþingi. Ekki frekar en að ,,like" á samfélagsmiðlum komi í stað atkvæðagreiðslu þingmanna.
Við kjósum til alþingis á fjögurra ára fresti og meirihluti alþingis myndar starfhæfa ríkisstjórn. Tilraunir til að breyta því fyrirkomulagi áhlaupi RÚV og stjórnarandstöðunnar er ekki til þess fallið að bæta stjórnarfar lýðveldisins.
Stjórnarmeirihlutinn á alþingi, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, getur ekki og má ekki taka þátt í að breyta stjórnskipuninni með undanlátssemi við skipulagðar uppákomur á Austurvelli.
Sjálfstæðisflokkurinn ætti sérstaklega að hugsa til þess þegar flokkurinn gekk að kröfu Samfylkingarinnar haustið 2008 og hélt sérstakan landsfund til að ræða múgsefjunina um að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið.
Stjórnmálaflokkar sem láta undan æsingahópum í samfélaginu grafa eigin gröf.
![]() |
Stífluð miðborg, aldrei séð annað eins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)