Miðvikudagur, 15. apríl 2015
Fyrirsagnir um heimsendi eru helgisiðir verkfalla
Verkföll þrífast á helgisiðum sem einkum fara fram í fjölmiðlum þar sem ýmsar heimsendaspár þjóna þeim tilgangi að réttlæta verkföll.
Áður fóru þessir helgisiðir fram á fundum, frægir eru t.d. Dagsbrúnarfundir í Austurbæjarbíói á dögum Gvends jaka.
Þegar helgisiðum sleppir blasir við blákaldur efnahagslegur veruleiki sem býður upp á fimm til tíu prósent laukahækkun.
Helgisiðir eru til að gera veruleikann dulúðlegri og veita verkalýðsprestum vettvang til að gera sig sýnilega sem handhafa samfélagsvalds.
Við skulum gera ráð fyrir nokkrum vikum með heimsendaspám í fjölmiðlum um stórkostlegar hamfarir verkfalla um leið og við maulum poppið.
![]() |
Stórskaðar hagsmuni fólks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 14. apríl 2015
Höftin, kjarasamningar og ríkisstjórnin
Afnám hafta skapa efnahagsleg skilyrði sem ekki er hægt að sjá fyrir. Höftin verða leyst næstu mánuði, gangi fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar eftir.
Í því ljósi væri e.t.v. ráðlegt að kjarasamningar yrðu gerðir til eins árs, með kannski 5 til 7 sjö prósent hækkun. Að ári liðnu væri hægt að meta stöðuna upp á nýtt. Ókosturinn við skammtímasamninga er kjarasamningar gætu e.t.v. verið lausir fram á haust á kosningavetri og það er ávísun á hörmungar fyrir land og þjóð.
Hinn kosturinn er að gera samninga sem ná fram yfir næstu kosningar, vorið 2017. Miðað við núveranadi forsendur yrði launahækkun í kringum tíu prósent.
Ríkisstjórnin tekur réttan pól í hæðina þegar hún heldur að sér höndum og bíður þess sem verða vill í kjarasamningum á almenna markaðnum.
Ekki undir nokkrum kringumstæðum er hægt að láta opinbera starfsmenn stjórna ferðinni í launaþróun. Almenni markaðurinn býr við meira aðhald í kjaramálum. Ef fyrirtæki semja um meiri kauphækkanir en þau standa undir fara þau einfaldlega á hausinn.
Kvótakerfið, jafn illa þokkað og það annars er, gerbreytti kjarasamningum með því að eftir að það festist í sessi er tómt mál að tala um að ríkisvaldið krukki í gengi krónunnar til að bjarga útgerð og vinnslu sem urðu við verkföll að semja um ósjálfbær laun. Gjaldþrot blasir við fyrirtækjum sem reisa sér hurðarás um öxl, - ekkert elsku mamma lengur.
Sterk samstaða ríkisstjórnarflokkanna um að gefa hvergi eftir óbilgjörnum kröfum mun stytta verkfallsaðgerðir. Verkalýðshreyfingin er með veikt pólitískt bakland og gildir það bæði um ASÍ-félögin og samtök opinberra starfsmanna.
Þegar verkalýðshreyfingin skynjar staðfestu ríkisstjórnarinnar verður leitað eftir samningum, annað tveggja til skamms tíma eða fram yfir næstu kosningar.
![]() |
Stöðugleikaskattur á lokametrunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 14. apríl 2015
ESB-andstæðingar fá tvo fyrir einn
Umsókn er aðferð til að eyðileggja stjórnflokk, að því gefnu að umsóknin sé nógu illa ígrunduð og borin fram af græðgisblindri vanþekkingu. ESB-umsóknin og Samfylking passa eins og flís við rass í þessari skilgreiningu.
Samfylking getur hvorki barist fyrir ESB-umsókninni því að málefnastaðan er gjörtöpuð, hvort heldur litið er til eymdarstöðu Evrópusambandsins eða velsældarinnar á Íslandi, né getur Samfylking svarið af sér umsóknina og varpað Evrópumálum fyrir róða enda á flokkurinn ekkert annað málefni að berjast fyrir.
Samfylking er með ESB-umsóknina sem myllustein um háls sér. Systurflokkurinn, Björt framtíð, er um það bil búin að koma sjálfum sér fyrir kattarnef vegna umsóknarinnar, þótt ekki beri systurflokkurinn sömu ábyrgð og móðurflokkurinn á mistökunum fyrir sex árum.
Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar er ESB-sinni fram í fingurgóma. Hann líður önn yfir stöðu umsóknarinnar og reyndi í gærmorgun að véla fulltrúa Seðlabankans með sér í evruför með fjármagnshöftin. Heimssýn greinir frá sálarstríði formannsins á morgunfundinum með seðalbankamönnum.
Eftir hádegi var Guðmundi öllum lokið og hann lýsti sig fífl sem ekki hægt væri að boða á fundi. Stjórnmálamaður sem uppnefnir sjálfan sig og auglýsir sig hornkerlingu sem ástæðulaust er að boða á fundi er vitanlega á leið úr starfi; án funda þrífast ekki stjórnmál.
Kratísku systurflokkarnir stunda umsóknarsjálfspíningu sem verður æ ámátlegri eftir því sem frá líður pólitíska stórslysinu 16. júlí 2009.
![]() |
Þjóðin klofin í afstöðu til ESB-umsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 14. apríl 2015
Sjálfsmorð, glæpur og trú
Sjálfsmorð eru litin hornauga í kristnum menningarheimi. Þeir sem tóku eigið líf fengu til skamms tíma ekki kristna greftrun enda glæpur að tortíma dýrmætustu guðsgjöfinni, lífinu sjálfu. Í veraldlegum heimi vesturlanda er sjálfsmorð tíðast greint sem sjúkdómur og sem slíkt án tilgangs.
Fyrirsögnin ,,Sjö Frakkar frömdu sjálfsmorðsárásir" er óskiljanleg sökum þess að vestrænn menningarheimur býður ekki upp á merkingarlega umgjörð til að ræða árásir og sjálfsmorð í sömu andrá.
En um leið og upplýst er að Frakkarnir sjö eru múslímar klæðast sjálfsmorðsárásirnar merkingarbærum búningi. Í vestrænum augum er atburðurinn glæpur en múslímum tekst að finna þar trúartjáningu.
![]() |
Sjö Frakkar frömdu sjálfmorðsárásir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 13. apríl 2015
Guðmundur Steingríms: af hverju eru fíflin ekki boðuð á fund?
Formaður Bjartar framtíðar segist hafður að fífli. Í frétt mbl.is segir ennfremur
Upplýst var á þingfundinum að Sigmundur væri á fundi um losun gjaldeyrishöft og spurði Guðmundur hvað kæmi fram á þeim fundi. Hvaða fundur er þetta um höftin og af hverju er ég ekki þar?
Og hvers vegna eru fíflin ekki boðuð á fund?
![]() |
Af hverju er ég ekki þar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 13. apríl 2015
Vinstrimeirihlutinn og verktakar: grafa flugvöllinn í burt
Bandalag vinstrimeirihlutans í Reykjavík og verktaka felst í því að grafa innanlandsflugvöll þjóðarinnar í burt með því að byggja íbúðarbyggð sem kemur í veg fyrir notkun neyðarbrautar.
Vinstrimeirihlutinn í Reykjavík lætur sér í léttu rúmi liggja að skurðgröfturinn er í brot á breiðu pólitísku samkomulagi um að flugvöllurinn yrði látinn í friði á meðan Rögnunefndin svonefnda starfaði.
Alþingi ætti að grípa í taumana og færa skipulagsvald flugvalla ásamt helgunarsvæði frá sveitastjórnum yfir til innanríkisráðuneytisins.
![]() |
Framkvæmdir hafnar á Hlíðarenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 13. apríl 2015
Sigmundur Davíð hugsar stórt; góða fólkið þolir það ekki
Góða fólkið, sem lifir samkvæmt forskriftinni í laginu litlir kassar á lækjarbakka, er þrælar vanahugsunar með beyg fyrir öllum sem hugsa út fyrir rammann.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sýnir ítrekað að hann sér lengra og víðar en samferðamenn hans á alþingi. Skemmst er að minnast leiðréttingarinnar í því samhengi. Vinstrimann, á alþingi og víðar, töluðu sig hása gegn leiðréttingunni á opinberum vettvangi en einir með sjálfum sér settust vinstrimenn niður við tölvurnar sínar og sóttu um leiðréttinguna og viðurkenndu þar með forsjá framsóknarmanna.
Eins og í málefnum leiðréttingarinnar sér forsætisráðherra skóginn fyrir trjánum þegar hann leggur til stöðugleikaskatt sem megináfanga í afnámi hafta.
Góða fólkið veit innra með sér að forsætisráðherra hefur rétt fyrir sér, alveg eins og hann hafði rétt fyrir sér í skuldaleiðréttingunni og afturköllun ónýtu ESB-umsóknarinnar. Viðbrögð góða fólksins eru líka fyrirsjáanleg, það brjálast.
![]() |
Sumarþing ekki útilokað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 12. apríl 2015
Valkvæð heimska stjórnarandstöðunnar
Stjórnarandstaðan þykist ekki vita um fyrirætlun ríkisstjórnarinnar til losunar hafta einfaldlega til að þurfa ekki að taka afstöðu til málsins.
Eðlilega lætur ríkisstjórnin stjórnarandstöðuna ekki fá áætlun um losun hafta í smáatriðum enda talar stjórnarandstaðan eins og hún sé á launum hjá erlendum kröfuhöfum.
Í skjóli þess að fá ekki allar upplýsingar frá ríkisstjórninni þykist stjórnarandstaðan ekkert vita um afnám hafta. Þessi valkvæða heimska er liður í skotgrafahernaði og er ekki í þágu þjóðarhagsmuna.
![]() |
Segir stjórnarandstöðuna upplýsta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 12. apríl 2015
Valdaframhjáhald
Eftir Örlygsstaðabardaga, þar sem feðgarnir Sturla og Sighvatur féllu fyrir Kolbeini unga og Gissuri Þorvaldssyni, átti Þórður kakali Sighvatsson að svara í ættarstríðinu sem kennt er við þá Sturlunga.
Þórður kom hingað út 1242 og átti óhægt um vik. Frændur hans á Vesturlandi sóru Kolbeini hollustu eftir Örlygsstaðafund og voru tregir i taumi að veita stuðning foringja með tvísýna framtíð. Gissur fór utan til Noregs eftir bardagann við Örlygsstaði og skóp þar með Þórði tækifæri.
Völd voru þá eins og nú nátengd persónum. Ef valdamaður, goði eins og þeir hétu á þjóðveldisöld, var ekki á staðnum til að ástunda valdið var talið sjálfsagt að halda framhjá honum. Bændur á Suðurlandi, þar sem Gissur réði, sömdu um sættir við Þórð kakala með þessum skilmálum
Bændur skyldu í engum mótferðum vera við Þórð þar til Gissur kæmi til Íslands. Skyldi þá lokið sættum með þeim Þórði og bændum ef Gissur kæmi til en haldast ella.
Eftir sættir sunnlenskra bænda við Þórð gat hann einbeitt sér að Kolbeini unga. Sem hann og gerði með þeim árangri að Kolbeinn lét ríki sitt í hendur Þórðar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 11. apríl 2015
Þórður Snær tortímir auðmannavörn Kristínar
Þórður Snær Júlíusson er fyrrverandi fréttamaður á Fréttablaðinu og veit af beinni reynslu að ritstjórnarstefnan er rekin í þágu eigandans, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fyrrum Baugsstjóra.
Þórður Snær tekur í sundur leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur í Fréttablaðinu þar sem hún ver grímulausa auðmannavörn 365 miðla með því að kalla hana fréttamennsku.
Þeir sem kunna blaðamennsku vita að engin frétt er betri en heimildin fyrir henni. Þórður Snær rekur heimildarmenn Kristínar fyrir ,,fréttum" blaðsins og annarra 365 miðla s.s. Stöðvar 2 og Bylgjunnar
Í fréttaflutningi sínum af málinu hafa miðlar 365 rætt við eftirfarandi sérfræðinga til að gefa fréttinni vængi: Bjarnfreð Ólafsson (sem var til rannsóknar í Al Thani-málinu, kom að gerð fléttunnar, var skattaráðgjafi Ólafs Ólafssonar og stjórnarmaður í Kaupþingi), Brynjar Níelsson (sem var lögmaður grunaðs manns í Al Thani-málinu sem var á endanum ekki ákærður og hefur tjáð sig ítrekað opinberlega um að honum þyki niðurstaða dómstóla í málinu röng), Þórólfur Jónsson (fyrrum framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings og lögmaður Ólafs Ólafssonar), Jón Steinar Gunnlaugsson (sem vann greinargerð fyrir Ólaf Ólafsson þar sem Al Thani-dómurinn er rengdur) og Ragnar H. Hall (fyrrum verjandi Ólafs Ólafssonar). Allir þessir menn eru auðvitað frjálsir af skoðunum sínum og mega tjá þær að vild. En samhengið og tengslin skipta máli þegar skoðanir þeirra eru notaðar sem andlag frétta.
Heimildir Fréttablaðsins og 365 miðla eru sérvaldar til að draga upp þá mynd að auðmenn séu ofsóttir af réttvísinni. Fréttablaðið/365 miðlar stunda ekki blaðamennsku heldur almannatengslaþjónustu í þágu auðmanna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)