Valkvæð heimska stjórnarandstöðunnar

Stjórnarandstaðan þykist ekki vita um fyrirætlun ríkisstjórnarinnar til losunar hafta einfaldlega til að þurfa ekki að taka afstöðu til málsins.

Eðlilega lætur ríkisstjórnin stjórnarandstöðuna ekki fá áætlun um losun hafta í smáatriðum enda talar stjórnarandstaðan eins og hún sé á launum hjá erlendum kröfuhöfum.

Í skjóli þess að fá ekki allar upplýsingar frá ríkisstjórninni þykist stjórnarandstaðan ekkert vita um afnám hafta. Þessi valkvæða heimska er liður í skotgrafahernaði og er ekki í þágu þjóðarhagsmuna.


mbl.is Segir stjórnarandstöðuna upplýsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Kannski þér þyki eðlilegt Páll að fela staðreyndir, sem þér henta ekki. Þegar síðasta ríkisstjórn var við völd, þá settu þau í lög að þrotabú bankana væru einnig undir gjaldeyrishöftum. Þessu var framsókn á móti, og greiddu atkvæði skv. því. Hefði þeirra vilji fengist framgengt, þá væri fólk ekki að tala um þann möguleyka, að setja á útgönguskatt eða sama skattinn, en heitir stöðuleikaskattur. Þannig að verði það ofaná, að þessi skattur verði að veruleyka, og inn streymi miljarðar á miljarðar ofan,  þá er það síðustu ríkisstjórn að þakka, ekki framsóknarflokknum!!!

Jónas Ómar Snorrason, 12.4.2015 kl. 19:39

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Jónas Ómar, alltaf sami áróðurinn hjá þér. Það vita ALLIR að Framsóknarflokkurinn fann upp lýðræðið, gagnsæið, réttlætið, hreinlætið, internetið, gagnrýna hugsun, koktelsósuna, pylsu með öllu, kók og Prins Póló og stóð auk þess fyrir ritun Tinnabókanna.

Wilhelm Emilsson, 12.4.2015 kl. 19:50

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Fyndinn! Okkur er tamt að minna á það "f.stuttu liðna".Síðustu ríkisstjórn sást yfir (þrátt fyrir tilmæli um það), að kaupa skuldir föllnu bankanna,sem Vogunarsjóðir keyptu.Nú vill Framsóknarflokkurinn,að þjóðin fái hlut í hagnaði þeirra sem keyptu þær á hrakvirði. Ósanngjarnt,? Nei.... 

Helga Kristjánsdóttir, 12.4.2015 kl. 21:36

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Forsætisráðherra segist ætla að afnema fjármagnshöft.

Hvers vegna? Þarf hann ekki að rökstyðja það fyrst?

Hvaða ávinningur er af óheftum fjármagnsflutningum?

Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2015 kl. 23:47

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Stóð það ekki ávallt til,? Hafa ekki gengið skoðanaskipti og kröfur um það hér og allstaðar? Afhverju rökstuðning fyrst,? - ég skal veðja við þig krónu,að það stendur ekki á spurningum úr þingsal og á miðlunum hér og allstaðar. Mannauðurinn í ríkisstjórn,mun svara.

Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2015 kl. 01:06

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Helga. Ég veit ekki til þess að það standi sérstaklega til, þess vegna varpaði ég fram spurningunni.

Ef þú veist um tilfelli þar sem slík rök hafa komið fram, væri gaman að fá að vita um það. Tengill á heimildina kæmi sér afar vel.

Afhverju rökstuðning fyrst? Nú, það er talsvert minna gagn af að rökræða hvort rétt sé að byrgja brunninn, eftir að barnið er dottið í hann. Það sama á við um hvort eigi yfir höfuð að taka lokið af.

Hvort "mannauðurinn" í ríkisstjórn muni svara, er eitthvað sem ég myndi gjarnan vilja heyra. Þess vegna ítreka ég spurninguna.

Ef það á að gera fjármagnsflutninga hömlulausa, væri þá ekki rétt að rökstyðja fyrst hvers vegna eigi yfirhöfuð að gera það?

Kallaðu mig skrýtinn, en ef stað stæði til að taka bremsurnar af bíl sem ég væri farþegi í, þá þætti mér eðlileg krafa að fá að heyra rökin fyrir því fyrst, og fá svo að taka þátt í að ákveða hvort það skuli gert, eða eiga þess ellegar kost að fá að fara frá borði áður.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.4.2015 kl. 01:36

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Blessaður,já auðvitað ber ríkisstjórnum allra tíma að stjórna með gætni.Við erum öll (oft)skrýtin í hvers annars augum.Er það ekki skrýtið að aldraðir séu að stympast við unga eins og þig,en mér þykir svo mikið til ykkar koma,en nægir ekki bara að lesa,verð að reyna mig.Játa að hömlulausir fjármagnsflutningar (íslenska ríkisins)rugla mig,en samt ekki eins og að lokast í uppsprettu auðgunaráráttuelítu Esb.(hvernig myndi Anna Sigga orða það?).--Hér læt ég staðar numið áður en ég trufla höfund þessarar síðu.-- Upplýsi að þegar flóðbylgja hrunsins skall á,sá ég okkur öll sem höfnuðum inngöngu í ESB.í sama liði(flokki,þess vegna).Samt glöptust menn á áróðursmaskinum ESb,liða til að standa með þeim í Stjórnarskrárbreytingu,eingöngu keyrt vegna Esbésins.Osfrv. Gott að þekkja hætturnar. Guðmundur ég las einhversstaðar að það væri verulega aðkallandi að afnema fjármagnshöftin,skil það tengist viðskiptasamningum ríkisins.Dettur ekki í hug að spyrja fjölskyldu peningafræðinga mína. Vona að þau taki ekki uppá að lesa hér,þá verð ég send á elliheimili,nei annars það er ekkert laust. Bíð þér góða nótt vinur.                                                                                           

Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2015 kl. 02:48

8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Maður á það bara til að missa sig Wilhelm,

Jónas Ómar Snorrason, 13.4.2015 kl. 05:29

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Heh heh, góður, Jónas Ómar. :)

Wilhelm Emilsson, 13.4.2015 kl. 08:16

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk, Helga :0)

Wilhelm Emilsson, 13.4.2015 kl. 08:17

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekkert að þakka,ég hafði svooooo gott af þessu. 

Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2015 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband