Fimmtudagur, 12. febrúar 2015
Stríðsógnin hangir yfir Evrópu
Evrópusambandið og Bandaríkin sérstaklega eiga erfitt með að viðurkenna mistökin sem voru þegar þegar stefnan var tekin á útþenslu Nato í austurátt eftir fall kommúnismans á tíunda áratug síðustu aldar.
Með kommúnismanum féll ekki valdapólitík Evrópu, þótt sumir vestur í Washington virðast halda það.
Evrópusambandið (les: Frakkar og Þjóðverjar) verða að finna lausn á sambúðarvanda við Rússa sem tekur mið af gagnkvæmum öryggishagsmunum. Á meðan það er ekki gert hangir stríðsógnin yfir Evrópu.
![]() |
Skilyrði Rússa óásættanleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 12. febrúar 2015
Lýðræðið og Evrópusambandið er hvítt og svart
Öll stjórnarandstaðan á Ítalíu er á móti Evrópusambandinu og evrunni. Á Spáni er Podemos, systurflokkur gríska stjórnarflokksins Syriza, kominn í forystu og þar verða kosningar í nóvember í ár.
Stjórnmálaöfl sem draga til sín fylgi eru á móti Evrópusambandinu og evrunni sökum þess að lífskjör versna í jaðarríkjum ESB sem látin eru bera hitann og þugann af kostnaðinum við evru-samstarfið.
Almenningur styður til valda stjórnmálaflokka sem hafna efnahagsstefnu Evrópusambandins og gríska Syriza bandalagið er fyrirmynd. Elítan í Brussel má ekki til þess hugsa að Syriza heppnist að leiða Grikki út úr sjö ára kreppu, - hvort heldur innan eða utan evru-samstarfsins.
![]() |
Fyrsta árs nemi sem langar að gera hjartaaðgerð en kann það ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 11. febrúar 2015
Úkraína, Grikkland og lömuð Evrópa
Evrópusambandið stendur ráðþrota í tveim deilumálum sem yfirskyggja allt annað á alþjóðavettvangi: Úkraínudeilunni við Rússa annars vegar og hins vegar evru-deilunni við Grikki.
Evrópusambandið leitar á náðir Bandaríkjaforseta að þvinga Rússa að samningaborði vegna Úkraínudeilunnar. Bandaríkin bera raunar þunga ábyrgð á Úkraínudeilunni enda knúðu bandarískir hagsmunir á um að Úkraína sliti sig frá rússnesku forræði. Evrópusambandið spilaði með og ætlaði Úkraínu á sitt áhrifasvæði en á enga innistæðu fyrir slíkri stöðutöku í Austur-Evrópu, - sem berlega kom í ljós þegar Rússar tóku að vopna uppreisnarmenn gegn stjórninni í Kænugarði.
Í evru-deilunni vð Grikki er þrátefli milli Brussel og Grikkland. Grikkir hóta að leita á náðir Rússa ef þeir fá ekki afskrifaðar skuldir við ESB. Jeremy Warner á Telegraph telur þjarkið við Grikki ESB skeinuhættari en Úkraínu-deilan og segir líklegt að Bandaríkin verði að bjarga Evrópu í þriðja sinn á 100 árum - með vísun í fyrra og seinna stríð.
Annar Telegraph höfundur, Evans-Pritchard, segir Grikki jafnvel leita eftir stuðningi hjá Kínverjum, ef ESB-ríkin fallast ekki á afskriftir skulda.
Í báðum deilumálunum sýnir Evrópusambandið sig vera risa á brauðfótum. ESB býr að ógnarsterkri stöðu sem kerfisveldi og framleiðir ógrynnin öll af lögum og reglugerðum. Slík pappírstígrisdýr duga skammt þegar á reynir, líkt og í Úkraínu og Grikklandi.
![]() |
Obama hringdi í Pútín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 11. febrúar 2015
Háværi minnihlutinn boðar uppnám
ESB-sinnar á Íslandi eru minnihlutahópur og hefur alltaf verið. En hópurinn er frekur og ósvífinn. Þegar færi gafst, þann 16. júlí 2009, þegar þjóðin var að sleikja sárin eftir hrun knúðu ESB-sinnar þingmenn Vg til að svíkja stefnu flokksins og nýgefin kosningaloforð.
Án umboðs frá þjóðinni og með beinum svikum á alþingi var ESB-umsóknin send til Brussel fyrir bráðum sex árum. Umsóknin strandaði á skeri áramótin 2012/2013 þegar vinstristjórn Jóhönnu Sig. hætti öllum tilraunum til að aðlaga Ísland að ESB, - sem er forsenda fyrir framgangi umsóknarinnar.
Þjóðin kaus andstæðinga ESB-aðildar til meirihluta á alþingi vorið 2013. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eru með skýra og ótvíræða stefnu um að afturkalla ESB-umsóknina.
Þegar til stendur að efna niðurstöður lýðræðislegra kosninga, þá boðar háværi minnihlutinn uppnám.
Í uppnáminu felst að taka alþingi í gíslingu málþófs. Ef við látum ESB-sinna ráða ferðinni þá er illa komið fyrir okkur.
![]() |
Færri andvígir inngöngu í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 10. febrúar 2015
Úkraína; Víetnam eða Afganistan?
Samherji Rússlandsforseta segir Úkraínu geta orðið nýtt Víetnam fyrir Bandaríkin, hefji þau bein afskipti af deilu uppreisnarmanna í austurhluta landsins, er njóta stuðnings Rússa, og stjórnvalda í Kænugarði sem Bandaríkin og Evrópusambandið styðja.
Í Kænugarði eru menn, segir Spiegel, sem vonast til að Úkraína verði nýtt Afganistan fyir Rússa og þeir leggi upp laupana fyrr heldur en seinna, smáðir og sigraðir.
Hvort ætli sé líklegra?
Víetnam var langt í burtu stríð sem bandarískur almenningur skildi ekki. Markmið Bandaríkjanna voru óljós og herfræðin þar af leiðandi tilviljanakennd á móti einbeittum andstæðingi. Tilgangur Rússa með innrás í Afganistan var að treysta völd vinveittrar ríkisstjórnar sem ekki stóð sterkt meðal almennings - en fæstar ríkisstjórnir Afgana njóta lýðhylli í margsplundruðu samfélagi. Í Afganistan misstu Rússar um 14 500 hermenn á tæpum áratug en Bandaríkjamenn um 58 þúsund á rúmum áratug í Víetnam.
Úkraína er langt í burt frá Bandaríkjum. Landið er eins og Afganistan sundurtætt í innbyrðis átökum klíkuvelda og landshluta. Stjórnvöld í Kænugarði tala aðeins fyrir hluta þjóðarinnar, líkt og Saigon-stjórnin í Víetnam á sjöunda áratug síðustu aldar.
Rússar eru með sterkan stuðning í austurhluta Úkraínu. Ef Rússar skyldu fara halloka í átökum við Bandaríkin/ESB, sem er ólíklegt, yrði þeim í lófa lagið að opna víglínu á önnur ESB-ríki, s.s. Eystrasaltsríkin.
Niðurstaða: mun meiri líkur eru á að Úkraína yrði Víetnam Bandaríkjanna/ESB en Afganistan Rússa.
![]() |
Vopnasending gæti leitt til allsherjarstríðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. febrúar 2015
Aðeins 19% fyrirtækja vilja í ESB
Innan við eitt af hverjum fimm fyrirtækjum í Félagi atvinnurekenda vill Ísland inn í Evrópusambandið. Þá eru fleiri fyrirtæki mótfallin upptöku evru en þau sem hlynnt eru að skipta út krónu fyrir evru.
Þessi niðurstaða er rothögg fyrir það sjónarmið að atvinnulífið vilji í ESB.
![]() |
Færri fyrirtæki vilja taka upp evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 10. febrúar 2015
Össur afneitar rökum, boðar uppþot
Stjórnmálamenn eru á framfæri almennings til að standa fyrir pólitískri umræðu. Hornsteinn lýðræðis er rökleg umræða sem leið skal fram bestu kostina í hverju máli. Lítið álit þjóðarinnar á stjórnmálamönnum stafar af vangetu þeirra í umræðunni og ofurkapp á leiðindi.
Össur Skarphéðinsson gengur öðrum stjórnmálamönnum framar í viðleiti að gera stjórnmál að sirkus.
Össur boðar skýrt og skilmerkilega að hann ætlar ekki að ræða með rökum boðaða þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um afturköllun ESB-umsóknar, sem vel að merkja, var send til Brussel án þjóðaratkvæðagreiðslu.
Tillögunni verður mætt með ,,mætt með eldi og brennisteini" segir Össur og boðar þar með málþóf á þingi og mótmæli á Austurvelli. Þá er sjá hve margir hlýða kallinu að draga stjórnmálin í svaðið með Össuri og kó.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 10. febrúar 2015
Áfengi og skilningsvana stjórnmálamenn
Áfengi er lýðheilsumál vegna þess að neysla þess veldur skaða. Lyf eru einnig lýðheilsumál en á allt öðrum forsendum. Lyf eru til lækninga; ekki áfengi.
Stjórnmálamenn sem jafnstilla áfengi og lyfjum, líkt og meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar, gera ekki greinarmun á heilbrigði og óheilbrigði.
Og ekki heldur mun á réttu og röngu.
![]() |
Verslun ekki hlutverk ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 9. febrúar 2015
Rússland er jafnmikil Evrópa og Þýskaland
Rússland stendur á milli asísku sléttunnar, sem rúmar Kína og Mongólíu, og útskaga evrasíuflekans sem myndar samfellt landflæmi frá Ermasundi til Kyrrahafs.
Þýskir herforingjar voru sannfærðir 1914 að tímabært væri að ráðast á Rússland áður en það yrði of sterkt fyrir þýska herinn. Þessi þýska sannfæring var veigamikill þáttur í upphafi fyrri heimsstyrjaldar.
Evrópusambandið ætlar sér Úkraínu en talar aldrei um aðild Rússlands að ESB. Rússland er til muna meira Evrópuland en t.d. Tyrkir sem ESB er búið að samþykkja sem umsóknarríki. Hvers vegna er ekki rætt um Rússa sem væntanlega ESB-þjóð?
Ástæðan er þessi: Rússland yrði langstærsta ríki Evrópusambandsins, bæði mælt í landflæmi og mannfjölda (145 milljónir).
Rússland er nánast frá náttúrunnar hendi óhæft til verða aðili að ESB enda myndu öflugustu þjóðirnar þar á bæ, Frakkland og Þýskaland, ekki samþykkja að verða hornkerlingar.
Verkefni Evrópusambandsins andspænis Rússum er að finna sambúðarform sem virkar. Fyrir Rússa virkar ekki sambúð sem byggir á því að ESB/Nato umkringi landið.
Bandaríkjamaðurinn J. J. Mearsheimer útskýrir skipulega og ítarlega í grein í Foreign Affairs hvernig Evrópusambandið lét bandarísk stjórnvöld móta utanríkisstefnu sína eftir fall Berlínarmúrsins.
Bandarísk stjórnvöld mótuðu sömu stefnu gagnvart Rússlandi og mistókst svo herfilega í Írak og Afganistan. Hugmyndin er að steypa þjóðir í sama mót sem verði næm á þarfir og hagsmuni Bandaríkjanna.
Evrópa lærði af nýlendusögu sinni að þjóðum verður ekki skikkað að vera svona eða hinsegin. Bandaríkin búa ekki að slíkum lærdómi.
Evrópusambandið vaknaði upp við vondan draum í Úkraínu og rær lífróður að koma í veg fyrir að vont versni með því að fá Bandaríkjamenn ofan af því að senda þangað vopn.
![]() |
Allt Vesturlöndum að kenna segir Pútín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 9. febrúar 2015
Vinstrimaður segir ESB verri en Sovétríkin
Fjármálaráðherra Grikka, Yanis Varoufakis, segir Evrópusambandið verri en Sovétríkin. Varoufakis situr í stjórn Syriza bandalag sem róttækir vinstriflokkar standa að
Eins og það sé ekki nóg þá líkir fjármálaráðherrann evru-svæðinu, sem er kjarni Evrópusambandsins, við spilaborg sem hrynji ef eitt ríki af 19 hverfur úr samstarfinu.
Til að bæta gráu ofan á svart er evru-svæðið að sigla inn í langt samdráttarskeið, jafnvel tvo áratugi.
![]() |
Líkir evrunni við spilaborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)