Fimmtudagur, 18. febrúar 2016
Flótti í forystu Samfylkingar, dauðakippir
Varaformaður Samfylkingar hættir í stjórnmálum og formaður flokksins er óviss hvort hann bjóði sig í fram á næsta landsfundi - sem gagngert er haldinn til að losna við formanninn. Enginn frambjóðandi er til formennsku í flokknum.
Samfylkingin mælist með fylgi undir tíu prósentum. Málið eins, ESB-umsóknin, er myllusteinn um háls flokksins.
Dauðakippir Samfylkingar gætu dregist fram á haust en varla lengur. Samfylkingin heldur landsfund til að ákveða að leggja sig niður - líkt og Alþýðuflokkur gerði rétt fyrir síðustu aldamót.
![]() |
Segir mikinn missi af Katrínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 18. febrúar 2016
Neikvæðir vextir og endalok peninga
Seðlabankar heims eru við það að setja neikvæða stýrivexti og sumir þegar komnir þangað, t.d. Svíar og Japanir. Tilgangurinn með neikvæðum stýrivöxtum er að fá viðskiptabanka til að lána peninga til hagkerfisins í stað þess að láta þá liggja hjá seðlabanka.
Gagnrýnendur segja að ástæðan fyrir því að bankar láni ekki sé sú að allof margar hindranir séu á efnahagslífinu. Það fái ekki að þróast samkvæmt markaðslögumálum vegna inngripa ríkisvaldsins, sem komi m.a. í veg fyrir gjaldþrot í nafni allsherjarhagsmuna. Það er stöðugt lengt í hengingarólinni með vafasömum fjármálatöfrum eins og peningaprentun. Á endanum þarf efnahagskerfið að hreinsa sig og afskrifa skuldir sem aldrei verða greiddar.
Einn vandi við neikvæða vexti er að þeir virka ekki að fullu þegar fólk getur tekið peninga út af bankareikningum sínum geymt heima - undir koddanum, ef ekki vill betur. Og fólk það mun fólk gera þegar viðskiptabankar bjóða ekki lengur vexti heldur taka gjald (með neikvæðum vöxtum) fyrir að geyma peninga fólks.
Lausn seðlabanka verður að afnema reiðufé. Gjaldmiðlar verða eingöngu til í rafrænu formi og seðlabankar geta hækkað og lækkað verðmæti þeirra í takt við efnahagslegar aðstæður. Seðlabankar eru á hinn bóginn ekki alvitrir og gera mistök. Þau mistök verða afdrifaríkari í hlutfalli við aukið vald þeirra.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17. febrúar 2016
15 prósent of lág krafa fyrir þjóðaratkvæði
Þjóðaratkvæðagreiðslur eiga að vera undantekningar sem ekki er farið í nema af brýnni nauðsyn, þegar gjá er staðfest milli þings og þjóðar.
Það er gjá milli þings og þjóðar ef rétt rúmlega tíundi hver maður vill fá lög alþingis í þjóðaratkvæði.
15 prósent fylgi dugir ekki til aðildar að ríkisstjórn nema í tilfelli þriggja flokka stjórna. Með 15 prósent viðmiði til þjóðaratkvæðagreiðslu er smáflokkum veitt hvatning að búa til ágreiningsmál gegn sitjandi meirihluta á þingi og fylkja almenningi. 15 prósentin verða þannig vopn gegn stjórnfestu og stuðla að stjórnleysi. Við þurfum ekki á því að halda, hvorki í bráð né lengd.
Eðlilegt er að krafa verði gerð um að fjórðungur kosningabærra manna skrifi undir áskorun um að tiltekin lög fari í þjóðaratvæði. Fjórðungur landsmanna mun ekki nema í undantekningatilfellum skrifa upp á áskorun um þjóðaratkvæði. Og þannig á það að vera.
![]() |
Þjóðaratkvæði ef 15% vilja það |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 17. febrúar 2016
Forstjórar sem vita ekki og eru ábyrgðarlausir
Forstjórar eru launahæstir á vinnumarkaðnum. Rökin fyrir háum launum er að forstjórar viti hvað þeir eru að gera og beri ábyrgð.
Forstjóri Borgunar vill fá okkur til að trúa að hann viti ekki hvað hann er að gera, hvorki í einkafjármálum sínum né í rekstri fyrirtækisins. Þá vill hann enga ábyrgð bera á því að þjóðarbankinn, Landsbankinn, varð af milljörðum króna vegna viðskipta við Hauk og félaga hans, þar sem Haukur var innherji.
Er ekki næsta útspil Hauks að fara fram á launaLÆKKUN?
![]() |
Þetta er það vitlausasta sem við höfum gert |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 17. febrúar 2016
Sýrland: stórveldi, trú og ríkjaskipan
Obama forseti Bandaríkjanna spyr hvað Pútín vilji í Sýrlandi. Bara það eitt að Rússlandsforseti fái þessa spurningu frá Bandaríkjaforseta er stórsigur. Bandaríkin og Nató reyndu að einangra Rússland í alþjóðasamfélaginu vegna Úkraínudeilunnar.
Með aðild að Sýrlandstríðinu kemst Pútín aftur í hóp þeirra sem véla um framtíð heimsbyggðarinnar. Þar með getur hann betur gætt öryggishagsmuna Rússlands.
En jafnvel þó stórveldin kæmu sér saman um friðsamlega lausn í Sýrlandi eru engar líkur að ásandið félli í ljúfa löð.
Kúrdar eru þjóð án ríkis og ætla sér að ná markmiði sínu í þessum umgangi. Nató-ríkið Tyrkland má ekki til þess hugsa að Kúrdar fái þjóðríki. Tyrkneskir Kúrdar myndu sækjast eftir aðild að nýju þjóðríki. Á talandi stundu njóta Kúrdar bæði stuðnings Bandaríkjanna og Rússa. Kúrdar eru beittasta vopnið gegn þeim sem allir eru á móti, a.m.k. í orði kveðnu: Ríki íslam.
Assad Sýrlandsforseti er alavíti, sem er meiður af múslímskri sjíta-trú. Alavítar eru aðeins 12 prósent Sýrlendinga og geta tæplega gert ráð fyrir að stjórna meirihlutanum sem tilheyra súnní-múslímum. Íran styður Assad vegna trúarsamstöðu. Að sama skapi styðja Sádí-Arabía og Trykland uppreisnarmenn úr röðum súnna.
Átökin í Sýrlandi eru óleysanleg á meðan ekki er hægt að finna eina lausn sem hentar öllum stríðsaðilum.
![]() |
Draga Miðausturlönd í allsherjar stríð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. febrúar 2016
Við erum kerfið, Katrín. Ert þú Kári?
Það er ekkert kerfi sem ákveður fjármagn til heilbrigðisþjónustunnar, heldur 63 þingmenn á alþingi, sem fara með fjárveitingavaldið. Katrín Jakobsdóttir er einn af þingmönnum okkar og jafnframt formaður Vinstri grænna.
Á fjögurra ára fresti kjósum við þingmenn til að fara með fjárveitingavaldið og ákveða hvert fjármunir almennings skuli fara. Við kjósendur erum ábyrgir og Katrín er einnig ábyrg. En það er ekki ábyrgðarlaust kerfi sem tekur ákvörðun.
Katrínu kann að finnast að fjármunum ríkissjóðs skuli fremur varið í heilbrigðisþjónustu en eitthvað annað. En það fer Katrínu ekki vel, sem þingmanns til margra ára og formanns stjórnarmálaflokks, að tala um að ,,kerfið" hamli þessu eða hinu þjóðþrifamálinu. Það er káralegt að tala þannig og óábyrgt eftir því.
![]() |
Kerfið orðið viðskila við réttlætið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 16. febrúar 2016
Hryðjuverk eru pólitík sem knýr atburðarás
Vesturlönd eru áhugasöm um framvindu Sýrlandsstríðsins vegna samstöðunnar um að tortíma Ríki íslams, sem stóð fyrir blóðbaðinu í París. Pútín Rússlandsforseti réttlætir fjárfestingu sína í stjórnarher Assads með þeim rökum að vesturlönd verði að læra að virða öryggishagsmuni Rússa í Úkraínu.
Kúrdar, sem hvorttveggja njóta stuðnings Bandaríkjanna og Rússa, berjast fyrir sjálfstæðu ríki og sú barátta ógnar fullveldi Tyrklands.
Vestrænir fjölmiðlar birta greinar álitsgjafa sem segja einu leiðina til að vesturlönd nái frumkvæðið af Rússum vera að Nató-ríkin sendi herlið til Sýrlands.
Til að almenningur á vesturlöndum fallist á að senda herlið til Sýrlands, að berjast við Ríki íslam, en ekki Rússa, vitanlega, þurfa að koma til ný hryðjuverk á vesturlöndum.
Ríki íslam hefur hag af því að fá stórveldin til að berjast innbyrðis í Sýrlandi. Ríki íslam notar sömu aðferð og serbneskir þjóðernissinnar gerðu í Sarajevo fyrir hundrað árum. Hryðjuverkið, þegar Frans Ferdínand og Soffía voru myrt í Sarajevo, hratt af stað atburðarás sem felldi þrjú keisaradæmi, veittu fjölmörgum þjóðum fullveldi, m.a. Íslandi, og gerðu Bandaríkin að alþjóðlegu stórveldi.
Þegar hagsmunir stríðshauka á vesturlöndum og piltanna í Ríki íslam fara saman ætti fólk að vera með vara á sér í fjölmenni.
![]() |
Árásirnar eru stríðsglæpir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 16. febrúar 2016
Grætt á daginn, grillað á kvöldin-stéttin örvæntingarfull
Borgunarmálið snýst um sjálftöku á opinberum eigum. Innherjar sölsa undir sig fjármuni sem almenningur á með réttu. Borgunarmálið eyðileggur alla möguleika ríkisstjórnarinnar að einkavæða opinberar eigur næstu misserin.
Það er pólitískt sjálfsmorð að bjóða almenningi upp á einkavæðingu þegar dæmin sýna svart á hvítu að einkavæðing er annað orð yfir þjófnað á almannaeigum.
Sjálftökuliðið, þetta fólk sem græðir á daginn og grillar á kvöldin, óttast að Borgunarmálið leiði til þess að ríkiseigur fáist ekki lengur á brunaútsölu.
Örvæntingarfullar tilraunir málsaðila í Borgunarmálinu að útskýra sig frá myrkraverkum snúast um allt annað en að skila þjóðinni fjármunum sem sjálftökuliðið hirti af henni. Samt ætti það að vera einfalt reikningsdæmi.
![]() |
Segja Steinþór fara með dylgjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 15. febrúar 2016
Birgitta á flótta: Píratar ekki með stefnu, aðeins ásýnd
Formaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir, er á flótta frá umræðunni. Nýverið kom hún upp um sig sem einfeldning í ESB-umræðunni og núna eru það borgaralaun.
Flótti Birgittu sýnir að Píratar eru ekki með stefnu heldur ásýnd sem gengur út á að styggja ekki fylgið.
Þegar nær dregur kosningum kemst alvara í umræðuna og þar hrekkur ásýnd skammt.
![]() |
Sakaði forsætisráðherra um þvætting |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 15. febrúar 2016
Ásatrú á móti múslímskri fjölmenningu
Trúartákn sótt í ásatrú fremur en kristni virðast eftirsóknarverð hjá hópum sem spretta upp á Norðurlöndum til andstöðu við múslímska fjölmenningu.
Ekki er líklegt að guðfræðilegar pælingar liggi til grundvallar framgangi ásatrúar.
Heldur hitt að kristni þykir útþynnt fjölmenningartrú.
![]() |
Hermenn Óðins með strandhögg í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)