15 prósent of lág krafa fyrir þjóðaratkvæði

Þjóðaratkvæðagreiðslur eiga að vera undantekningar sem ekki er farið í nema af brýnni nauðsyn, þegar gjá er staðfest milli þings og þjóðar.

Það er gjá milli þings og þjóðar ef rétt rúmlega tíundi hver maður vill fá lög alþingis í þjóðaratkvæði.

15 prósent fylgi dugir ekki til aðildar að ríkisstjórn nema í tilfelli þriggja flokka stjórna. Með 15 prósent viðmiði til þjóðaratkvæðagreiðslu er smáflokkum veitt hvatning að búa til ágreiningsmál gegn sitjandi meirihluta á þingi og fylkja almenningi. 15 prósentin verða þannig vopn gegn stjórnfestu og stuðla að stjórnleysi. Við þurfum ekki á því að halda, hvorki í bráð né lengd.

Eðlilegt er að krafa verði gerð um að fjórðungur kosningabærra manna skrifi undir áskorun um að tiltekin lög fari í þjóðaratvæði. Fjórðungur landsmanna mun ekki nema í undantekningatilfellum skrifa upp á áskorun um þjóðaratkvæði. Og þannig á það að vera.


mbl.is Þjóðaratkvæði ef 15% vilja það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála, 25% kjósenda á kjörskrá á að þurfa til.

Kolbrún Hilmars, 17.2.2016 kl. 17:09

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tek undir það. Hitt er svo að skilyrða þarf ákveðið hlutfall þátttöku í slíkum atkvæðagreiðslum. Það dugir ekki að lítill hávær hópur geti kallast "þjóðarvilja".

Ragnhildur Kolka, 17.2.2016 kl. 17:29

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 15% angra mig ekki.  Hinsvegar ætti ríkið með öllu að vasast með hluti sem ekki þola í þjóðaratkvæðagreiðzlu.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.2.2016 kl. 21:15

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ósammála þér, Páll. Krafan er miklu lægri í Sviss. 12% gæti verið ásættanlegt lágmark hér, enda getur orðið mjög erfitt að ná 15% manna á undirskriftalista, eins strangar og kröfurnar um öryggi hans verða og tíminn skammur (kannski 4 vikur) til að ná inn þeim fjölda.

Það er óþarfi að vera alltaf að núa þeim, sem vilja meira lýðræði, því um nasir, að þeir stuðli að "stjórnleysi". Það er ekkert stjórnleysi í Sviss vegna þeirra fyrirkomulags!

12% er ekki lítill hópur, ágæta Ragnhildur. Og svo verður það meirihuti í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, sem hvort sem er ræður úrslitum. 

Sumir eru kannski helzt með áhyggjur af því, að "þetta kosti svo mikið". Já, lýðræði kostar sitt, en þetta væri örlítið miðað við þær ca. 1350 milljónir sem ráðandi stjórnmálaflokkar láta ríkissjóð og þar með almenning (líka óflokksbundna) ausa á hverju kjörtímabili í sína flokkssjóði, sínar áróðursskrifstofur!

Jón Valur Jensson, 17.2.2016 kl. 21:55

5 Smámynd: Aztec

Miðað við að það séu 240 þúsund kosningabærra manna, þá er 15% 36 þúsund manns. Þetta finnst mér ekki vera of lág tala, undirskriftasafnanir í mjög mikilvægum málum (t.d. þeim sem Indefense stót fyrir) hafa sjaldan farið yfir 50 þúsund, í lítilvægari málum oftast nær minna en 20 þúsund, ef ég man rétt. Og eins og Jón Valur bendir á, þá er það enn sem áður meirihlutinn sem ræður hvernig úrslitin verða.

Aztec, 19.2.2016 kl. 20:21

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er umhugsunarvert.

Undirskriftalisti - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum hefur þessi fjöldi undirskrifta þ.e. 36.000 eða fleiri, náðst í 13 undirskriftasöfnunum. Aðeins tvær þeirra sneru hinsvegar að því að hafna tilteknum lögum frá Alþingi, þ.e. um ríkisábyrgð vegna Icesave samninganna, fyrri og síðari. Hvorug þeirra hefði getað knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu á grundvelli tillagna stjórnarskrárnefndar, gegn einbeittti andstöðu þáverandi ríkisstjórnar sem hélt því fram að ríkisábyrgð vegna Icesave væri nauðsynleg til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum Íslands, jafnvel þó að sannleikurinn í málinu væri sá að þær sömu þjóðréttarskuldbindingar bönnuðu slíka ríkisábyrgð. Sá lærdómur sem draga má af þeirri reynslu er að eftirfarandi ákvæði í tillögum stjórnlaganefndar er stróhættuleg og gerir rétt kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu að markleysu í veigamiklum atriðum:

"Fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum verða ekki borin undir þjóðina samkvæmt þessari málsgrein."

Þrátt fyrir að tillaga stjórnlaganefndar um rétt kjósenda til að knýja fram þjóðaratkvæði sé ágæt, þá er hún ótæk nema framangreindur málsliður verði felldur brott áður en tillagan verður borin undir þjóðaratkvæði.

Verði þetta að lögum munu ólýðræðislegar ríkisstjórnir alltaf geta komið óþægilegum málum hjá því að fara í þjóðaratkvæði með því að einfaldlega fella þau undir fjárlög eða lög sem eru sett til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum, til dæmis vegna innleiðingar EES-gerða sem vill svo til er að meirihluti allrar lagasetningar á Alþingi. Jafnframt myndi ákvæðið í núverandi mynd beinlínis koma í veg fyrir að kjósendur gætu krafist þjóðaratkævðagreiðslu um mál á borð við aðild Íslands að aljþóðlegum samtökum og stofnunum, svo sem Evrópusambandinu, TiSA, eða asíska innviðafjárfestingabankanum. Ef það yrði reynt gæti þáverandi ríkisstjórn einfaldlega bara sagt að búið væri að skrifa undir samninginn og skuldbinda Ísland þannig að ekki yrði hægt að kjósa um hann samkvæmt framangreindu ákvæði, sem er nógu óljóst orðað til að bjóða upp á slíkt.

Einnig er það stór galli á tillögu stjórnlaganefndar, að hún veitir kjósendum engan rétt til að krefjast þess að tiltekin mál verði lögð fyrir Alþingi og eftir atvikum samþykkt sem lög heldur eingöngu að krefjast þess að lög sem Alþingi hefur þegar samþykkt verði felld úr gildi. Þannig myndi ákvæðið í núverandi mynd til dæmis ekki veita kjósendum neinn rétt til að beina að Alþingi kröfu um afnám verðtryggingar, leiðréttingu stökkbreyttra lána, og ekki heldur kröfu eins og þá sem er höfð uppi í undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar um útgjöld til heilbrigðismála, sem stefnir í að verða sú fjölmennasta sem um getur hér á landi.

Maður spyr sig: Er það þetta sem kjósendur raunverulega vilja? Getur verið að yfir 78.000 þáttakendur í undirskriftasöfnuninni um heilbrigðiskerfið, vilji alls ekki að hún hafi nein áhrif á framferði stjórnvalda. Nei, það má líklega fullyrða að það sé frekar vilji þeirra að hún hafi áhrif.

Réttur kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu, bæði með og á móti tilteknum málum, á að vera fortakslaus, annars er lítið gagn að honum.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.2.2016 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband