Birgitta kann hvorki stjórnsýslu né pólitík

Ég var framkvæmdastjóri Heimssýnar þegar umsóknin frá 16. júlí 2009 var enn í gildi. Í starfi mínu hitti ég reglulega fulltrúa frá Evrópusambandinu, bæði framkvæmdastjórninni og þinginu, sem komu til landsins að kynna sér aðstæður.

Við í Heimssýn reyndum alltaf að vekja máls á því að umsóknin hefði verið send á veikum grunni, 33-28 á alþingi. Viðkvæði ESB-fulltrúanna var alltaf það sama: ríkisstjórn Íslands sendi umsókn til Brussel, ekki alþingi. Á meðan ríkisstjórnin heldur umsókninni til streitu er hún í gildi.

Eftir ríkisstjórnarskiptin vorið 2013 ákvað ný ríkisstjórn að hætta aðlögunarferlinu inn í Evrópusambandið. Það má deila um aðferðina sem var notuð, en engin áhöld eru um að ferlinu var hætt.

Birgitta Jónsdóttir kann ekki stjórnsýslu. Þess vegna hélt hún fram þeirri kröfu að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um ,,framhald" ferlisins. Það var ekki í boði að ríkisstjórn andvíg ESB-aðild héldi ferlinu áfram. Þannig gerast kaupin ekki eyrinni í samskiptum við Evrópusambandið.

Eini mögulegi kostur ESB-sinna er að stjórnmálaflokkar hlynntir ESB-aðild sigri í kosningum og sendi nýja umsókn til Brussel. Miðað við að fyrri umsókn var send án umboðs munu embættismenn í Brussel ekki taka við ,,kíkja-í-pakkann-umsókn" frá Íslandi. Það yrði að vera afgerandi stuðningur við ESB-aðild meðal almennings (framkvæmdastjórnin kaupir skoðanakannanir af Gallup), einnig yrði stór meirihluti alþings að vera hlynntur aðild og ríkisstjórnin einhuga. Enginn með snefil af þekkingu á íslenskri pólitík trúir því að þessar aðstæður skapist í fyrirsjáanlegri framtíð.

Birgitta var svo bernsk að halda að þjóðaratkvæðagreiðsla gæti sett aðlögunarferlið af stað á ný. Hún er líka svo einföld að trúa því að aðlögunarferli inn í ESB gæti hafist án ESB-meirihluta á alþingi og einhuga ríkisstjórnar.

Birgitta kann hvorki stjórnsýslu hér heima né í Evrópu. Hún er pólitískur naívisti á nánasta umhverfi sitt. En hún er líka formaður stjórnmálaflokks sem mælist með um 40 prósent fylgi. Sem veit ekki á gott.


mbl.is Taldi þögn sama og samþykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sem betur fer hafa Píratar núna samþykkt stefnu sem felur í sér þá afstöðu að ekki skuli sækja aftur um aðild að ESB nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.2.2016 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband