Miðvikudagur, 18. febrúar 2015
Jón Gnarr trúði á Guð árið 2005 - hvað breyttist?
Jón Gnarr skrifað hugvekju í bókina Í dag, um lífið, tilveruna og trúna. Hugleiðingar 366 Íslendinga en bókin kom út árið 2005 og var gefin út af Skálholtsútgáfunni. Jón skrifar árið 2005
Ég hef hitt marga sem segjast ekki trúa á neitt. Trú er fullvissa um eitthvað sem maður vonar. Trú kemur við sögu á hverjum degi. Við trúum því að börnin okkar séu óhult, við séum óhult og dagurinn verði góður. Samt vitum við það ekki. Ef maður trúir ekki á neitt þá er maður sífellt hræddur. Trúlaus maður kemst ekki fram úr rúminu á morgnana. Hann er þunglyndur. Ég setti trú mína lengi vel á annað fólk og gerði það ábyrgt fyrir því hvernig mér leið. Það brást mér. Ég reyndi að kaupa mér öryggi og ró með peningum, flottum fötum og fínum bílum. Ég reyndi að komast í gegnum daginn með áfengi og pillur að vopni. Það var til einskis. Ekkert var nóg. Ég þurfti alltaf meira. Ég reyndi sjálfur að vera Guð. Ég brást. Veraldlegir hlutir gefa manni ekki neitt ef maður á enga trú. Trúin færir mig inn í núið. Og það er besti staður sem ég þekki. Ég breyti ekki fortíðinni og ræð ekki framtíðinni. Núið er það eina sem er. Ég trúi á Jesú Krist. Ég trúi því að hann sé til og hafi verið sá sem hann sagðist vera og muni taka á móti mér þegar ég dey. Hann er besti vinur minn. Þess vegna þarf ég ekki að vera hræddur við neitt. Og Jesús hefur ekki brugðist mér enn.
Núna segir Jón Gnarr að Guð sé ekki til.
Hvað breyttist, Jón?
Miðvikudagur, 18. febrúar 2015
Nei við ESB aldrei jafn traust
Ef aðeins þeir sem taka afstöðu eru 60 prósent þjóðarinnar á móti aðild. Þá eru þeir sem fylgjandi eru aðild hálfvolgir í trúnni, jafnvel samfylkingarfólk.
Það er gömul saga og ný að staðfestan er meiri í afstöðu andstæðinga aðildar en þeirra sem eru fylgjandi aðild.
Langlíklegasta skýringin er sú að fylgjendur aðildar eru hallir undir tækifærismennsku og hugsa sér margir gott til glóðarinnar að fá starf og styrki í gegnum ESB. Sérfræðingar í vinnu hjá hagsmunasamtökum og ríkinu eru í þessum hópi og sömuleiðis háskólaborgarar. Það hefur líka verið áberandi í málflutningi ESB-sinna að þeir ætla að ,,græða" á aðild.
Afstaða andstæðinga aðildar mótast á hinn bóginn fremur af almennu mati og pólitískri lífssýn en skammtímasjónarmiðum.
Ný könnun Capacent Gallup staðfestir að andstaðan við aðild Íslands að Evrópusambandinu er aldrei jafn traust og nú.
Afturköllum misráðnu ESB-umsóknina strax.
![]() |
Helmingur andvígur aðild að ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 17. febrúar 2015
Forsetaframboð Jóns Gnarr í hættu
Guðsafneitun Jóns Gnarr, bæði afneitunin sjálf og typpa-líkingin sem henni fylgdi, setja forsetaframboðið í uppnám.
Trúin og kirkjan skipta sköpum í kosningum, eins og sást þegar þjóðkirkjuákvæðið var afgerandi staðfest í könnunarkosningum vegna misheppnuðu stjórnarskrárbreytinganna.
Búast má við að Jón Gnarr vendi kvæði sinu í kross og gerist trúmaður mikill enda flott innivinna á Bessastöðum í húfi.
![]() |
Prestar fara á límingum yfir Jóni Gnarr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 17. febrúar 2015
Grikkjum ráðlögð íslenska leiðin úr kreppu
Í Guardian skrifar Simon Jenkins að Grikkir ættu að hverfa úr evru-samstarfinu og taka upp eigin mynt. Jenkins nefnir Ísland sem fyrirmynd fyrir Grikki.
Í evru-samstarfinu búa Grikkir við þjóðargjaldþrot og margra tuga prósenta atvinnuleysi. Með því að taka upp eigin gjaldmiðil gætu Grikkir fengið starfhæft efnahagskerfi.
Grikkir verða að lýsa sig gjaldþrota og taka eina meðalið sem virkar; segja sig úr evru-samstarfinu.
Ísland varð ekki gjaldþrota enda ekki í evru-samstarfi. Með krónuna og fullveldið að vopin náði Ísland sér upp úr kreppu á fáeinum misserum.
![]() |
Mikil lækkun í grísku kauphöllinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 17. febrúar 2015
Ólafur auðmaður og frestiþjónustan
Ólafur Ólafsson nýtti sér lögfræðilega nýjung, frestiþjónustu, þegar hann, ásamt Sigurði Einarssyni meðsakborningi, lét lögfræðing sinn hætta málsvörninni í upphafi réttarhalda til að fá nýjan frest.
Lögmennirnir tveir sem um ræðir, Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall, fengu dæmda á sig réttafarssekt vegna veittrar frestiþjónustu.
Nú þegar Hæstiréttur dæmir Ólaf sekan er auðmaðurinn jafn forhertur og fyrrum og kennir öllum öðrum um dóminn en sjálfum sér.
Einhverjir hefðu nýtt sér frestinn til að ígrunda sína stöðu.
![]() |
Ber stjórnmálamenn þungum sökum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 17. febrúar 2015
Grísk-þýskur ómöguleiki
Grikkir vilja taka einhliða ákvörðun um sín fjármál, í nafni fullveldis og lýðræðis, en eru í myntsamstarfi við 18 önnur ríki og hafa þegið þaðan ótalda milljarða evra í björgunaraðstoð.
Þjóðverjar tóku í upphafi þátt í evru-samstarfinu á þeim forsendum að það yrði eingöngu myntsamtarf en ekki samstarf á sviði ríkisfjármála - enda vissu þeir að slíkt samstarf þýddi að þýski ríkissjóðurinn, sá öflugasti á evru-svæðinu, stæði í ábyrgð fyrir skuldum óreiðuríkja eins og Grikklands.
Ef Grikkir gefa eftir í yfirstandandi deilu viðurkenna þeir að fullveldi og lýðræði er orðin tóm í Evrópusambandinu. Ef Þjóðverjar gefa eftir viðurkenna þeir ábyrgð á skuldum Suður-Evrópuríkja.
Mögulega finnst tímabundin málamiðlun á grísk-þýska ómöguleikanum en það verður aðeins til að viðhalda blekkingunni í evru-samstarfinu enn um hríð.
![]() |
Telur samkomulag enn mögulegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 16. febrúar 2015
Sigrún hefur rétt fyrir sér, prófessor og þýðendur rangt
RÚV kallaði upp á dekk í hádeginu yfirlýstan ESB-sinna, Gauta Kristmannsson prófessor, til að atast í Sigrún Magnúsdóttur. Í kjölfarið, eins og eftir pöntun, kemur ályktun frá félögum Gauta.
Skemmst er frá að segja að Sigrún hefur rétt fyrir sér í málinu en prófessorinn og félagarnir rangt.
Á ensku heitir það að gylla lög og reglugerðir Evrópusambandsins. Breska ríkisstjórnin ákvað að við svo búið mætti ekki standa og skipaði nefnd til að finna leiðir að komast hjá íþyngjandi áhrifum ESB-reglugerða og laga einmitt með skapandi þýðingum og aðlögnum. Áhrifin þóttu jákvæð.
Svíar unnu einnig skipulega vinnu til að nýta sér svigrúmið í kröfum ESB um samræmdan rétt.
En vitanlega finnst ESB-sinnum á Íslandi ótækt að við skulum reyna að koma okkur undan mestu ESB-áþjáninni.
![]() |
Þýðendur harma orð Sigrúnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 16. febrúar 2015
Hvaðan kemur hatrið og hvert beinist það?
Hatrið í Kaupmannahafnarmorðum og Parísaródæðunum kemur frá múslímatrú og beinist gegn vestrænum hornsteinum; lýðræði og tjáningarfrelsi.
Skotmörkin í Kaupmannahöfn og París voru valin til að senda þessi skilaboð: ef þið móðgið múslíma og trú þeirra eruð þið réttdræp.
Af þessu leiðir einföld niðurstaða. Annað tveggja gefur eftir, vestræn lýðræðismenning eða múslímatrú.
Flóknara er það nú ekki.
![]() |
Jeg er dansk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 16. febrúar 2015
Fávitinn ég biðst afsökunar
Ég bloggaði ég gær um frétt á mbl.is og sagði höfundinn fávita. Orðið vísar til einhvers sem veit fátt og var áður notað klínískt um fólk með greindarvísitölu undir 50.
Í skrifum mínum reyni ég að halda mér við þá reglu að segja aldrei neitt um neinn sem ég ekki væri tilbúinn til að segja viðkomandi augliti til auglitis. Og tilfellið er að ég myndi seint segja einhvern fávita.
Ég bið höfund fréttarinnar afsökunar og vona að hann fyrirgefi mér fávisku mína.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 16. febrúar 2015
Múslímsk árás á tjáningarfrelsið
Árásarmaðurinn í Kaupmannahöfn valdi sér skotmark fundarstað þar sem til umræðu var tjáningarfrelsið og guðlast. Það segir okkur að árásarmaðurinn var læs en kaus að útskýra sig með byssukúlum.
Árásarmaðurinn hét Omar Abdel Hamid El-Hussein og var múslími.
Hryðjuverkið í Kaupmannahöfn er samstofna Parísaródæðinu þegar múslímskir hryðjuverkamenn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur tímarits sem þeir voru ósammála og skutu mann og annan í nafni trúarinnar.
Í umræðunni, t.d. á ritstjórn mbl.is, er reynt að draga fjöður yfir þá staðreynd að múslímar en ekki kristnir, búddistar eða trúleysingjar standa fyrir banatilræðum vegna þess að á vesturlöndum er tjáningarfrelsi.
Múslímsk trúarsamfélög eru uppspretta hryðjuverka gegn vestrænum gildum. Ástæðan er sú að múslímsk trúarsamfélög afneita vestrænu tjáningarfrelsi. Það er vandinn sem við er að glíma.
![]() |
Svartur laugardagur fyrir tjáningarfrelsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)