Vestrænir vinir meðal múslíma hættulegir

Tyrkir óttast Kúrda og kröfur þeirra um sjálfsstjórn meira en Ríki íslam. Tyrkir gerðu ekkert til að hjálpa Kúrdum í baráttunni um Kobane þegar Ríki íslams sat um borgina. Ásakanir Rússa um að ráðandi öfl í Tyrklandi geri sér Ríki íslams að féþúfu er ekki hægt að sópa af borðinu.

Tyrkir eiga að heita vestrænir bandamenn, eru í Nató og vilja inn í ESB. Þótt þeir leiki tveim skjöldum eru Tyrkir hátíð á við Sádi-Araba sem að nafninu til eru bandamenn vestrænna þjóða.

Bæði er að Sádar stunda stórfelldan útflutning á múslímafasisma og eru í seinni tíð sjálfstæð uppspretta óstöðugleika. Í hálfa öld er wahabismi, öðru nafni múslímafasismi, niðurgreidd útflutningstrúboð ráðandi afla í Sádi-Arabíu, segir þýska útgáfan FAZ. Wahabismi er andlegt fóður sem hryðjuverkamenn nærast á, einnig þeirra sem kenna sig við Ríki íslam.

Til að bæta gráu ofan á svart standa ráðandi öfl í Sádi-Arabíu fyrir auknum óstöðugleika í mið-austurlöndum, eins og hann sé ekki nógur fyrir. Skýrsla þýsku leyniþjónustunnar um valdabaráttu innan konungsfjölskyldunnar og áhrif hennar á útþenslustefnu Sáda er endursögð í breskum fjölmiðlum.

Upplausnarástandið í mið-austurlöndum mun vara lengi þegar svokallaðir bandamenn vestrænna ríkja láta ekki sitt eftir liggja að bæta eldsneyti á ófriðarbálið.


mbl.is Hafna ISIS-ásökunum Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslímar viðurkenna ekki vestræn mannréttindi

Vestrænn aðskilnaður milli trúar og stjórnmála er múslímum framandi. Í vestrænum stjórnmálum eru mannréttindi hafin yfir trú og styðjast við veraldleg lög, saman mannréttindayfirlýsingu SÞ. Múslímar telja vestræn mannréttindi víkja of langt frá kenningum spámannsins og bjuggu til mannréttindaskrá, kölluð Kaíro-yfirlýsingin, þar sem konur eru settar skör lægra en karlar og trúarlög sett ofar öðrum lögum.

Trú múslíma er pólitísk með því að samtök múslímaríkja hræra saman trúarboðskap og lögum sem væri óhugsandi á Vesturlöndum, en þótti góð latína fram að frönsku byltingunni.

Yfirgnæfandi meirihluti múslíma í mörgum ríkjum setja trúarlög, sharía, ofar veraldlegum lögum.

Uppspretta hryðjuverka múslíma á vesturlöndum er andstyggð þeirra á vestrænum gildum, mannréttindum sérstaklega. Múslímatrú, einkum sú útgáfa sem Sádi-Arabar styðja,wahabismi, er andlegt fóður hryðjuverkamanna. 

Í menningarlegum skilningi eiga múslímar meira skylt við miðaldir en nútíma. Bréf stofnunar múslíma til forseta Íslands sýnir svart á hvítu að múslímar skilja ekki að andstyggð þeirra á vestrænum gildum er rót vandans.

Múslímar vilja að við fórnum okkar gildum, t.d. kynjajafnrétti og tjáningarfrelsi, fyrir múslímskan trúarfasisma. Um slíkt getur aldrei orðið neitt samkomulag og barnalegt að halda slíku fram.

 

 


mbl.is Stofnun múslima svarar forsetanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veraldleg síðnýlenda í mið-austurlöndum

Rússneska farþegaþotan, sem fórst yfir Egyptalandi, hryðjuverkin í París, landvinningar Ríkis íslam í Sýrlandi og Írak auk straums flóttamanna frá mið-austurlöndum til Evrópu skapa kjöraðstæður fyrir samvinnu Bandaríkjanna, Evrópu og Rússlands.

Lausnin er að beita sameiginlegum styrk til að skapa kjölfestu í þessum heimshluta. Fyrir eru tvö öflug trúarríki, Sádi-Arabía með súnní-múslíma og Íran með shía-múslíma. Til að halda jafnvægi í heimshlutanum þarf að stokka upp Sýrland og Írak, þ.e. minnka þau, og búa til tvö ný ríki, annað fyrir Kúrda og hitt veraldlegt ríki í skjóli herveldanna.

Veraldlega nýlendan verður þarna til að kenna múslímum að höndla ferðalagið frá miðöldum til nútíma.

Líklega tekur um áratug að koma þessu í kring. Á meðan verða nokkur vandræði enn af herskáum múslímum.


mbl.is Senda sérsveit til Íraks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrimenn: rétttrúnaður framar verðleikum og raunsæi

Síðasta fylgiskönnun staðfestir enn og aftur eyðimerkurgöngu vinstriflokkanna. Vinstri grænir lafa i lélegu kjörfylgi frá kosningunum 2013 og Samfylking er réttnefnd smáfylking, með tíu prósent fylgi.

Hvernig víkur því við að vinstriflokkarnir ná ekki vopnum sínum? Stefán Ólafsson prófessor varpar ljósi á einn þátt hörmungarstöðu flokkanna til vinstri. Hann segir þá standa fremur fyrir andverðleika en raunsæi.

Stefán ræðir rétttrúnaðarþráhyggju vinstriflokkanna í samhengi við gagnrýnina á forseta Íslands. Vinstrimenn tóku snúning á forsetanum vegna þess að hann varaði við uppgangi öfgamúslíma. Það féll rétttrúnaðarliðinu illa í geð.

Fyrir utan það að forsetinn talaði á sömu nótum og flestir marktækir þjóðhöfðingjar Norður-Evrópu þá er Ólafur Ragnar Grímsson fulltrú verðleikasamfélagsins.

Í orði kveðnu þykjast vinstrimenn hlynntir því að menn njóti verðleika sinna. En í reynd eru vinstrimenn margir hverjir uppteknari af rétttrúnaði en verðleikum. Það skýrir viðkvæmni þeirra fyrir gagnrýni á öfgamúslíma. Kjósendur eru næmir á dómgreindarbresti stjórnmálaflokka og refsa þeim miskunnarlaust, eins og dæmin sanna.


Hlýnun eða ekki, án málamiðlunar

Í Telegraph er sannfærandi grein um oftúlkun á gögnum um hlýnun jarðar. En slái maður nafni höfundar, Christopher Booker, upp er hann í vondum félagsskap afneitara.

Orðfæri og málflutningur hlýnunarsinna og afneitara er þesslegur að maður gæti haldið að þeir væru þjálfaðir í íslenskri þraspólitík.

Meðalvegurinn týnist.

 


mbl.is „Við finnum lausn á vandanum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krugman jarðar Þorvald og ESB-sinna

Með krónuna að vopni vann Ísland bug á kreppunni eftir hrun hraðar og betur en Írland með evru. Tölfræðilegar mælingar á hagvísum eins og þjóðarframleiðslu og atvinnustigi sýna þetta svart á hvítu.

Þorvaldur Gylfason og ESB-sinnar reyna hvað þeir geta að smíða grýlu úr bjargvætti okkar, krónunni, til að gera aðild að Evrópusambandinu ákjósanlegri. Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Paul Krugman, jarðar rökfærslu Þorvaldar og félaga.

Krugman vekur einnig athygli á hve ómerkilegur málflutningur Þorvaldar er með samjöfnuði danskrar og íslenskrar krónu frá árinu 1939.


mbl.is Sjálfstæður gjaldmiðill mikilvægur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forstjórar vilja skattalækkun - eykur verðbólgu

Forstjórar óska eftir skattalækkun sem mun auka á þensluna og leiða til hækkandi verðbólgu. Forstjórar kunnu ekki fótum sínum forráð í útrás. Þeir hafa ekki enn lært sína lexíu og búið til ósjálfbært þensluástand.

Forstjórahagfræði er enn græðgisvædd skammtímahugsun sem gerir ráð fyrir að ríkissjóður reddi okkur þegar út í ógöngur er komið.

Ríkisstjórnin ætti að skella skollaeyrum við áskorun forstjóranna og láta almannahagsmuni ráða ferðinni.

 


mbl.is 300 stjórnendur skora á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfuðból múslíma og böðlarnir

Sádi Arabar geyma minningu spámannsins og rækta arfleifð hans. Múslímum er gert að fara a.n.k. einu sinni á ævi í pílagrímsför til Mekka í Sádí Arabíu.

Grimmd sem vestræn ríki skildu eftir á miðöldum er alsiða í landi spámannsins. Hendur eru höggnar af mönnum við minni háttar afbrot og hausinn fær að fjúka ef brotin þykja meiri háttar.

Í lögbókum Sáda er dauðarefsing við trúskiptum. Vestræn ríki hafa í nafni trúfrelsis leyft að Sádi Arabar fjármagni moskur á vesturlöndum. Í þeim moskum er predikunin dauði og tortíming vestrænnar menningar.

Böðlarnir halda ekki allir á sveðju.


mbl.is Sádi-Arabar auglýsa eftir böðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband