Mánudagur, 24. október 2016
ASÍ undirbýr vinstristjórn - verkföll í febrúar
ASÍ sendir skýr skilaboð um undirbúning verkfallsátaka í vetur. Verkfallssjóðir verkalýðshreyfingarinnar eru helsta umræðuefnið á þingi ASÍ í þessari viku.
Vinstristjórnin sem Píratar, Samfylking, Vinstri grænir og Björt framtíð stefna að er ávísun á upplausn á vinnumarkaði enda allt á huldu með stjórnarstefnuna. ASÍ veit af langri reynslu vinstristjórna að þeim er samfara verðbólga og efnahagsleg óvissa.
ASÍ gerir ráð fyrir að verkföll hefjist í febrúar. Fyrsta skrefið í átt að fimbulkulda í efnahagsmálum verður tekið í alþingiskosningum á laugardag - ef Píratar og vinstriflokkarnir fá meirihluta.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 24. október 2016
RÚV-stjórnin snýst um valdatöku, ekki málefni
Píratar og vinstriflokkarnir neita blákalt að gefa upp málefnin sem ríkisstjórn þeirra ætlar að setja á oddinn. Almenningur fær ekki að vita neitt um stefnu RÚV-stjórnarinnar í Evrópumálum, skattamálum, efnahagsmálum, atvinnumálum, málefnum hælisleitenda og svo framvegis.
Eini tilgangur fundar Pírata, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna var að tilkynna alþjóð að þessir flokkar vilja taka völdin á Íslandi eftir kosningar.
Kjósendur fá ekki að vita fyrir valdatöku Pírata og vinstriflokkanna hvort kjörtímabilið verður stutt, eins og Píratar vilja, hvort landamærin verði opnuð eins og Björt framtíð krefst, hvort krónan verður aflögð og Ísland fari í hraðferð inn í Evrópusambandið, samkvæmt stefnu Samfylkingar eða hvort skattar verða hækkaðir til að fjármagna gæluverkefni Vinstri grænna.
Píratar og vinstriflokkarnir vilja umboð frá kjósendum til að stjórna landinu án þess að útskýra hvað þeir ætla að gera við land og þjóð. Rauður þráður í málflutningi þeirra flokka sem mynda RÚV-stjórnina er að Ísland sé ónýtt. Ef RÚV-flokkarnir fá umboð kjósenda á laugardag getur enginn verið óhultur um sitt.
![]() |
Furðar sig á leyndinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 23. október 2016
Vinstristjórn eða ekki - Viðreisn útlilokar sjálfa sig
RÚV-flokkarnir Píratar, Vinstri grænir, Samfylking og Björt framtíð setja saman ríkisstjórn á bakvið luktar dyr. Kosningarnar á laugardag snúast um hvort vinstristjórnin fái umboð frá kjósendum eða ekki.
Viðreisn útilokar sjálfa sig frá aðalmáli kosninganna með því að horfa bæði til hægri og vinstri.
Aðeins kosningasigur Sjálfstæðisflokksins kemur í veg fyrir valdatöku RÚV-stjórnarinnar á laugardag.
![]() |
Viðreisn útilokar engan flokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 23. október 2016
RÚV-stjórnin: lokaður fundur um opin stjórnmál
RÚV-stjórnin, sem efnt er til viku fyrir lýðræðislegar kosningar, ætlar ekki að segja þjóðinni hvað hún stendur fyrir áður en kemur að kjördegi. Vinstriflokkarnir segjast boða opin og gagnsæ stjórnmál, en funda á bakvið luktar dyr.
Þegar fulltrúar flokkanna koma úr bakherbergi veitingahúss í miðbænum er ekkert að frétta. Engin málefni eru nefnd og ekkert sagt um stjórnarstefnuna, sem RÚV-stjórnin vill þó að fái blessun kjósenda næstkomandi laugardag.
RÚV-stjórnin er búin til úr 4 stjórnmálaflokkum sem allir eru með sínar áherslur. Það er ekkert að marka það sem frambjóðendur Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar segja á fundum með kjósendum næstu daga. Þeir eru þegar búnir að véla um málefnin sín á milli á lokuðum fundi en neita að segja þjóðinni niðurstöðuna.
![]() |
Flokkarnir funda aftur á fimmtudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 23. október 2016
Vinstristjórnin á bakvið rimla - RÚV í beinni á þröskuldinum
Ljósmyndin á mbl.is sýnir fyrsta fund RÚV-stjórnar vinstrimanna á bakvið rimla. Keppinautarnir um embætti forsætisráðherra, Birgitta og Katrín, eru báðir með hönd undir höku líkt og þeim leiðist í upphafi fundar. Líkamstjáningin segir ekki að þetta sé ríkisstjórnin sem ætlar að endurræsa Ísland.
Fréttamaður RÚV ákvað að mæta seint, eftir að fundurinn væri hafinn. Það stóð aldrei til hafa í frammi ágengar spurningar um virðingu vinstrimanna fyrir lýðræðinu - að mynda stjórn fyrir kosningar.
Í hádegisfréttum RÚV var fréttamaður RÚV í beinni útsendingu fyrir utan fundarherbergið, svona til að það liti út fyrir að Efstaleiti stæði vaktina. Eftir fundinn mun fréttamaður RÚV setja saman frétt sem þjónar hagsmunum vinstriflokkanna og gera lítið úr virðingarleysinu sem lýðræðinu er sýnt með ríkisstjórnarmyndun fyrir kosningar.
![]() |
Ekki að fara að mynda stjórn núna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 23. október 2016
RÚV-stjórnin: fyrsti fundur í dag - bein útsending?
Fyrsti ríkisstjórnarfundur RÚV-flokkanna er á Lækjarbrekku í dag. Þar ætla Píratar, Vinstri grænir, Samfylking og Björt framtíð að leggja grunn að valdatöku sex dögum fyrir kosningar.
Enn hefur RÚV ekki tilkynnt hvort bein útsending verður af fundinum. Fyrri fundir RÚV-flokkanna, sem gjarnan hafa verið haldnir á Austurvelli, eru iðulega i beinni útsendingu og það yrði stílbrot ef ekki yrði það sama upp á teningnum á fyrsta ríkisstjórnarfundinum.
Á fundinum í Lækjarbrekku er málefnasamningur RÚV-flokkanna ræddur og helsta skipting ráðuneyta. Það er í þágu almennings að upplýsa ítarlega um ríkisstjórnarsamstarfið.
Hvert er forsætisráðherraefni RÚV-stjórnarinnar? Birgitta eða Katrín? Verður Smári McCarty innanríkisráðherra? Hver verður yfirsálfræðingur ríkisstjórnarinnar nýju?
RÚV getur ekki verið þekkt fyrir að láta það liggja í láginni hvað fer fram á fyrsta fundi RÚV-stjórnarinnar.
![]() |
Flókin stjórnarmyndun framundan? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 22. október 2016
Benedikt vonast eftir vinstri stjórn - með Viðreisn
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og skuggaritstjóri Hringbrautar vonast til að vinstristjórn verði mynduð á Íslandi. Benedikt herjar á Sjálfstæðisflokkinn og gengur langt í að gera frænda sinn, Bjarna Ben., tortryggilegan.
Nýjasta framlag skuggaritstjórans tekur af öll tvímæli um hvert Viðreisn stefnir. Í ítarlegum pistli á Hringbraut eru aðaláhyggjur ritstjórans að Vinstri grænir muni svíkja það loforð sem þeir hafa gefið um að mynda vinstristjórn með Pírötum.
Benedikt og Viðreisn veðja á að annað hvort Björt framtíð eða Samfylking falli af þingi svo að Viðreisn geti hlaupið í skarðið og tekið þátt í vinstristjórn með Pírötum og Vinstri grænum.
Dægurmál | Breytt 23.10.2016 kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 22. október 2016
Birgitta forsætisráðherra treystir ekki þjóðinni
Leiðtogi Pírata ætlar sér embætti forsætisráðherra viku áður en þjóðin fær að kjósa hvort hún vilji Birgittu Jónsdóttur sem forsætisráðherra eða ekki. Vinstri-píratíska ríkisstjórnarbandalagið er gagngert sett upp til að taka völdin áður en kosningarnar fara fram.
Ef Píratar og smáflokkar vinstrimanna treystu þjóðinni myndu þeir annað tveggja hafa boðið fram sameiginlegan lista eða beðið fram yfir kosningar að mynda ríkisstjórn. Aðferðin sem þeir nota gengur gegn lýðræðislegum hefðum og venjum hér á landi.
Píratar og vinstriflokkarnir hafa á síðustu árum þróað aðferð til að ná undirtökum í samfélaginu með snöggu áhlaupi þar sem skotmark er valið í tengslum við upphlaup í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.
Píratar og vinstriflokkarnir eru með sjórnarráð Íslands sem skotmark að þessu sinni. Þeir bjuggu til pólitíska óreiðu, bæði með fjölda framboða og áróðri um ónýta Ísland. Þeir ætla núna, viku fyrir kosningar, að bjóða fram valkost til að ,,bjarga" þjóðinni frá upplausn sem Píratar og vinstriflokkar sjálfir bera ábyrgð á.
Með aðstoð fjölmiðla, RÚV er þar í fararbroddi, er dregin upp sú mynd að hér sé allt í volæði sem aðeins Píratar og vinstriflokkarnir geta bætt úr. Samfélagsmiðlar endurvarpa RÚV-áróðrinum og magna þannig upp hugarástand taugaveiklunar og móðursýki.
Landinu verður ekki stjórnað með vinstri-píratískum áhlaupum. Ef herbragðið heppnast í þetta sinn, og Píratar og vinstriflokkarnir fá meirihluta á alþingi næsta laugardag, mun fjögurra eða fimm flokka ríkisstjórn taka völdin. Stjórnlistin sem kom þeim til valda verður þá opinber stefna ríkisstjórnarinnar: óreiða og ónýta Ísland.
Það er aðeins ein leið til að koma í veg fyrir valdatöku Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Hún er að kjósa ekki þessa flokka á laugardaginn kemur.
Það eru enn sjö dagar til kosninga.
![]() |
Treystum þjóðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 22. október 2016
Vinstri-Reykjavík gegn Íslandi
Vinstristjórnin, sem mynduð verður undir forystu Pírata viku fyrir kosningar, er reykvísk í pólitík og ESB-ísk í hugsun. Líkt og sáluga Jóhönnustjórnin mun hún etja höfuðborginni gegn landsbyggðinni.
Flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni til að rýma fyrir framlengingu miðborgarinnar, sem er uppeldisstöð vinstrimanna. Náttúran í mýrlendinu við Norræna húsið víkur fyrir malbiki og byggð sem greiðir fyrir útkalli vinstriflokkanna á vettvang við Austurvöll að gera hróp að alþingi þegar það lýtur ekki vilja vinstri-píratsins.
Vinstristjórnin fjármagnar gæluverkefni sín með uppboði á aflaheimildum, sem leggur í rúst atvinnulíf á landsbyggðinni.
Stjórnarskrá lýðveldisins verður fótum troðin til að auðvelda aðgerðasinnum beina aðkomu að stjórnsýslunni annars vegar og hins vegar að brjóta niður vörnina gegn aðild að Evrópusambandinu. Vinstrimenn ætla að setja ákvæði í stjórnarskrána sem gerir bloggher þeirra kleift að munstra tíu prósent kjósenda að taka ákvarðanir fyrir 90 prósent þjóðarinnar.
Það eru sjö dagar til kosninga. Þær ráða úrslitum um hvort landið verði vinstri-píratísk hrollvekja eða lýðveldi allra Íslendinga.
![]() |
Ræða mögulega vinstri stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. október 2016
Uppboð á lífskjörum og atvinnu á landsbyggðinni
Vinstriflokkarnir, sem nú eru í stjórnarmyndunarviðræðum, sameinast um kröfuna að aflaheimildir á Íslandsmiðum fari á uppboð. Lífskjör á landsbyggðinni og atvinnu þar væri teflt í tvísýnu með slíku ráðslagi.
Einar S. Hálfdánarson hrl. og lögg. endurskoðandi vann upplýsingar úr skýrslu Hagstofunnar, Hagur veiða og vinnslu 2014". Þegar allur kostnaður annar en skattar til ríkisins hefur verið dreginn frá tekjum stóðu eftir um 51,5 milljarðar króna árið 2014. Af þeim renna rúmir 28 milljarðar til ríkisins í formi skatta og rúmir 23 milljarðar til eigendanna. Þetta samsvarar 13% ávöxtun eigin fjár sem telst ekki mikið í áhætturekstri.
Ríkisstjórn vinstriflokkanna mun ekki sækja þessa 23 milljarða til útgerðar og vinnslu án þess að leggja í rúst mörg fyrirtæki á landsbyggðinni. Aðeins stórfyrirtæki væru með burði til að kaupa kvótann.
Það er vika til kosninga.
![]() |
Uppboðsleiðin veldur áhyggjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)