Hryðjuverk afhjúpa mótsögn í lífstíl

Öfgamenn í Yemen skipuleggja misheppnað hryðjuverk í aðflugi Airbusvélar að Detroit í Bandaríkjunum. Í kjölfarið ganga alþjóðlegar flugsamgöngur úr skorðum. Hátimbraður vestrænn lífstíll riðar til falls vegna þess arabískir miðaldamenn afhjúpa mótsögn Vesturlandabúans sem hvorttveggja vill öryggi og neyslufrelsi. Annað tveggja mun gefa eftir og það verður neyslan og frelsið.

Hryðjuverk, efnahagskreppa og ímynduð eða raunveruleg náttúrvá leiðir til breytinga á dæmigerðum vestrænum lífsháttum næstu misserin og árin.

Þotuflug skreppur saman og gönguskórnir verða meira nýttir á heimaslóðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Hvaða orðfæð, rakaskortur, dómgreindarskerðing eða lítilmennska veldur því að svo MÖRGUM finnst þeir þurfa að nota illkvittnisleg og hlaðin orð sem þeir geta ekki einu sinni staðið við, - í færslum sínum og athugasemdum.

Skynsamleg frásögn sannleikanum samkvæmt hlýtur að vera sterkasta atlagan.

Kveikja: "Geitariðlar í Yemen "

Eygló, 29.12.2009 kl. 01:50

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Geitariðlar í Yemen? Um hvað er þessi pistill eiginlega?

Óskar Arnórsson, 29.12.2009 kl. 06:15

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Rétt Óskar og Eygló, ég biðst afsökunar á óviðurkvæmilegum upphafsorðum. Búinn að breyta.

Páll Vilhjálmsson, 29.12.2009 kl. 10:57

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Líst miklu betur á þetta Páll. það eru nú mörg ár síðan að það hætti að vera gaman að ferðast með flugfélum um allan heim eiginlega. Þetta öryggiseftirlit er ótrúlega leiðinlegt.

Naglaklippur varð ég að henda á Arlanda ekki fyrir löngu. Hefur flugvél nokkru sinni verið rænt með naglaklippum?

Óskar Arnórsson, 29.12.2009 kl. 11:03

5 identicon

Góðan dag

Því miður á þetta bara eftir að versna og hryðjuverk munu aukast um allan heim því miður.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 13:00

6 Smámynd: Eygló

Páll - Fullt hús frá mér - aftur  :)

Meðan hópar líta á Vesturlönd sem heimili/skjól/skýli/hæli fyrir djöfulinn og áhangendur hans, verður þetta svona.
Úr því að þannig er í pottinn búið, er ég fegin að öryggiskröfur og -eftirlit sé hert.

Svo má aldrei, aldrei, aldrei gleyma því að þessir sjúku einstaklingar/hópar eru fámennur hópur af sama þjóðerni og fallegur hópur elskulegs fólks.

Eygló, 29.12.2009 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband