Norskt nei við ESB styrkist

Norðmönnum sem hafna aðild landsins að Evrópusambandinu fjölgar. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru 49,2 prósent Norðmanna andvíg aðild en 38,8  prósent eru hlynnt. Frá síðustu mælingu hafa fullveldissinnar í Noregi styrkt sig um nærri þrjú prósentustig.

Samfellt í 57 mánuði hafa mælingar sýnt að Norðmenn eru andvígir aðild. Þjóðaratkvæði hefur í tvígang verið haldið um inngöngu Noregs í Evrópusambandið, 1972 og 1994, og í bæði skiptin fellt.

Íslenskir aðildarsinnar létu í ljós von um að Norðmenn myndu hugsa sér til hreyfings við umsókn Íslands í sumar. Norðmenn hafa þvert á móti styrkst í þeirri trú að þjóðinni sé betur borgið utan Evrópusambandsins. Þar fylgja Norðmenn fordæmi Íslendinga sem hafa aldrei látið sér til hugar koma að sækja um aðild - fyrr en með Samfylkingarsumarstórslysinu 16. júlí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð tíðindi, góður pistill, Páll !

Jón Valur Jensson, 22.12.2009 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband