Icesave þarf að ræða í tætlur

Icesave-umræðan er varla byrjuð, sé miðað við umræður um önnur og langtum ómerkilegri þingmál. Um 60 klukkustundir hafa farið í umræðu um Icesave. Til samanburðar voru vatnalögin rædd í 57 klst., fjölmiðlafrumvarpið í 92 klst., frumvarp um Ríkisútvarpið í 119 klst. og EES-samningurinn í 100 klst. Lesandi síðunnar var svo vinsamlegur að taka þetta saman.

Icesave þarf að ræða til jóla og fresta umræðu síðan fram á vor. Línur taka þá að skýrast um verðmæti eigna Landsbankans og hægt að leggja yfirvegaðra mat á líklega greiðslubyrði.

Ekkert liggur á með Icesave-frumvarpið þar sem greiðslur eiga ekki að hefjast fyrr en að sjö árum liðnum. Fjármálakerfi Evrópu er ekki lengur í hættu og þrýstingurinn á okkur fer minnkandi.


mbl.is Umræða um Icesave hafin aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Aðal - talsmaður hrunflokkanna heldur áfram... þessi fyrrum formaður Samfylkingarfélagsins á Seltjarnarnesi er einn merkilegasti bloggari þessa lands... áfram Pálll... þú ert á réttri leið.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.12.2009 kl. 12:12

2 identicon

Það væri ofsagt að segja að Jón Ingi Cæsarsson hafi hugmynd um hvert hann er yfirleitt að fara sem einn vindhana hrunflokksins Baugsfylkinguna.

Daglega koma fram ný og ný rök og sannanir sem sýna hversu ótrúleg heimska og feigðarflan forystumanna verstu ríkisstjórnar sögunnar, er sek að  fara í Icesave málinu.  Eitthvað sem hún var tilbúin með stjórnarliðinu að afgreiða óséð, blindandi, eftir dagsfund stúdentsins á sínum tíma með Icesave samninganefndum Breta og Hollendinga. 

Vonandi tekst þeim að tala málið þangað sem það á að vera samkvæmt lögum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 13:11

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mér leiðast fundir sem fólk talar bara til þess að hafa orðið eða hlusta á sjálfan sig. Störf þingmanna felsat í lagasetningu en ekki almennum umræðum til að fresta ákvaðanatöku.

Að hvetja til að menn vinni ekki þingstörf sín í lýðræðisþjóðfélagi er óábyrgt en sem betur fer alveg löglegt. Þingmennirnir sem koma í veg fyrir ákvaðanatöku vor óabyrgir fyrir hrunið og eru það áfram á eftir. Samfylkingin reynir þó að sýna ábyrgð með aðstoð VG að svo miklu leyti sem VG getur tekið ábyrgð á gerðum hrunsins.

Nei ég verð að styðja þessa ríkisstjórn. Það er hvort eð er ekki hægt að berja höfðinu við steininn án þess að fá af því höfuðverk og skrámur.

Gísli Ingvarsson, 2.12.2009 kl. 13:31

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Af einhverri ástæðu eru sífellt að koma upp ný atriði sem varpa ljósi á þetta vonda mál.

Meðan svo háttar til VERÐUR að halda umræðum áfram. 

Það var hinsvegar orðið tímabært að stjórnin léti undan og tæki boði stjórnarandstöðunnar um að fresta Icesave og ræða önnur mál sem voru vægast sagt aðkallandi. Vonandi fer stjórnin að taka upp fleira sem stjórnarandstaðan er að segja.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.12.2009 kl. 13:35

5 identicon

Stjórnarandstaðan er EKKI að beita málþófi og tefja neitt, Gísli.  Þeir eru sífellt að koma með RÖK gegn Icesave.  Og þeir hafa í minnst heila viku VILJAÐ taka önnur mál á dagskrá.  En það vilja ríkisstjórnarflokkarnir ekki, vilja heldur geta sakað þau um málþóf.  Það ætti að rannsaka þessa ríkissjórn og hennar aumu flokka.   Rannsaka þeirra gruggugu og undarlegu óverk í Icesave kúguninni.  

ElleE (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband