Ögmundur kann pólitíska stafrófið

Forsenda þess að Ögmundur leggist gegn síðustu Icesave-útgáfu ríkisstjórnarinnar er að fyrir liggi að stjórnarandstaðan sé á móti. Það hefur engan pólitískan tilgang fyrir Ögmund að hafna útspili stjórnarinnar ef stjórnarandstaðan ætlar að hleypa málinu í gegn.

Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og þingmenn Hreyfingarinnar verða að gefa sig upp og segja hvað þeir standa fyrir. Það er útgjaldalítið fyrir stjórnarandstöðuna að lýsa yfir afstöðu sinni. Ögmundur, og þeir sem fylgja honum að málum í Vg, eru aftur á milli steins og sleggju í hverju einasta máli. 

Það er skynsamlegt af Ögmundi að doka við og sjá hverju fram vindur.


mbl.is Ögmundur: Jákvæðar breytingar en of snemmt að lýsa yfir samþykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Að mínu mati er hárrétt hjá þér Páll, að Ögmundur kann pólitíska stafrófið. Frá upphafi þessarar stjórnar hefur Ögmundur verið á varðbergi gagnvart stjórnarandstöðunni. Hann hefur verið logandi hræddur, um að xD eða aðrir myndu leysa sig af hólmi í samstarfi við Sossana. Engin raunveruleg hætta hefur verið á þessu, en Ögmundur hefur verið ótrúlega var um sig.

 

Hins vegar er staðan núna þannig, að Ögmundur ræður ekki framvindu málsins, eins og hann gerði þegar skilyrðin voru samþykkt. Málið verður tafið fram yfir 23.október, hver sem afstaða Ögmundar verður. Þá fellur ábyrgðin á Tryggingasjóðinn og málið er komið í þann farveg sem við höfum alltaf óskað eftir.

 

Af þessari ástæðu er hugsanlegt að Ögmundur og félagar í Andstöðuhópnum gefi sig upp sem fylgjandi breytingunum. Þannig lifir Icesave-stjórnin áfram fram yfir áramótin, en þá fellur hún líka, vonandi !

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.10.2009 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband