Samhengi auðmannauppgjörs og fjármála heimilanna

Ríkisstjórnin hefur nokkrar vikur, í mesta lagi fáeina mánuði, að finna taktinn eftir ESB-umsóknarfokkið og Icesave-klúðrið. Tvíþættur vandi blasir við ríkisstjórninni. Í fyrsta lagi hvernig hún stendur að uppgjörinu við útrásina og í öðru lagi stórfelldur samdráttur í ríkisútgjöldum.

Ríkisstjórnin verður að standa að pólitísku uppgjöri við útrásina, sem er annað og meira en að skipa nefndir eða ráða saksóknara. Pólitískt uppgjör felur í sér greiningu á hruninu og aðgerðum gegn þeim sem helsta ábyrgð bera. Aðgerðir gegn auðmönnum, félögum þeirra og fyrirgreiðslu hjá ríkisbönkum, eru forgangsmál. Ríkisstjórnin á að gefa út línu um að eignarhaldsfélög séu ekki á vetur setjandi. Einnig á að koma í veg fyrir bankafyrirgreiðslu til auðmannanna sem settu íslenskt atvinnulíf á kúpuna.

Heimilin líða þegar fyrir samdráttinn og munu finna fyrir auknum álögum og hörðum vetri. Ef þjóðin fær ekki sannfæringum fyrir því að ríkisstjórnin standi sig í uppgjöri við útrásina verður erfitt fyrir stjórnvöld að fá fólk í lið með sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll.

Oft er það sagt að stjórnmálamenn eigi alls ekki að skipta sér af fjármála- og viðskiptalífinu , og það eigi bara engin tengsl að vera þarna á milli !

Hvaða staða er núna hér í þessu landi ?

Jú, stjórnmálamenn eru búnir að skipa vini sína og klíkubræður inn á nýju bankana og í skilanefndir í gömlu bönkunum .  

Auðvitað var þetta allt gert í ákveðnum tilgangi !

Almenningur, hefur hann einhvern tíman skipt stjórnmálamenn einhverju ?

Jú, í kosningum og aldrei neitt meira !

Þetta verður ekkert öðruvís núna !

JR (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 21:41

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

JR, þetta eru undarlegir tímar. Bankakerfið er orðið ríkisvætt og þótt enginn stjórnmálaflokkur hefur það beinlínis á stefnu sinni að ríkivæða bankana er líklegt að þeir verði enn um sinn í opinberum höndum.

Maður bíður eftir því að stjórnvöld gefi út hvernig þau sjá fyrir sér íslenskt atvinnulíf, fargi því sem farga þar og komi lífvænlegum rekstri úr faðmi skilanefnda/ríkisbanka.

Og jú, við verðum að trúa á sanngirni og réttsýni þótt mýmörg dæmi séu um hið gagnstæða.

Páll Vilhjálmsson, 31.8.2009 kl. 21:49

3 identicon

Takk fyrir góðan pistil.

Hvernig sérðu fyrir þér hið pólitíska uppgjör, Páll?

Hvernig á að draga þá ráðamenn sem hér stjórnuðu í aðdraganda hrunsins til ábyrgðar fyrir sofandaháttinn og aðgerðaleysið?

Hvernig á að hreinsa til í pólitíkinni? Nú sitja enn á þingi og í ríkisstjórn menn og konur sem þáðu peninga - svokallaða "styrki" af auðmönnum og fyrirtækjum þeirra. Hvernig sérðu fyrir þér að þetta fólk verði dregið til ábyrgðar og því komið frá völdum?

Telur þú siðlegt að styrkþegar auðmanna sitji á þingi og í ríkisstjórn?

Takk og kveðja

Karl.

Karl (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband