Eftirútrásarsamfélagið

Eftirútrásarsamfélagið verður íhaldssamara en þjóðfélag útrásarinnar. Þjóðin brenndi sig illilega á gönuhlaupi ungra manna og ævintýramennsku í útlöndum. Samfélagið leitar að týndum gildum sem einu sinni voru í hávegum en var fórnað fyrir skjótfenginn gróða. Ráðdeild, sparsemi og ábyrgð munu þykja góð latína á ný. Græðgi, munaðarlíf og sérgæska verða litin hornauga.

Fólk velur innlent fremur en útlent, markaðsvæðing víkur fyrir samfélagsvæðingu, varkárni kemur í stað áhættu.

Eftirspurn verður eftir ábyrgum stjórnmálamönnum. Grilluflokkar, Samfylkingin, verða að jaðarhópi með sérmál eins og inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Ef það fyrra gengur eftir-þá fylgir hið síðarar með . Eða er það ekki ? 

Flokkar saman standa af fólki . Breytist gildismat fólksins- þá hýtur gildismat flokkanna að fylgja með...

Sævar Helgason, 31.8.2009 kl. 17:20

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Líklegt má telja að þetta samfélag sem þú lýsir, muni þykja minna "sexý" en það sem var þegar græðgin tók völdin.  Hvernig gátu menn annars séð "sexý" við allt sem tengdist business á þessum tíma.  Fæ hroll þegar ég heyri menn tala um að ákveðnar nýlenduvörubúðir, séu sexý!

Þunglamalegt en gegnsætt eftirlits og reglugerðasamfélag er það sem koma þarf ef halda á spillingunni og græðginni í skefjun. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 31.8.2009 kl. 17:39

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Jenny . .

Tímarnir breytast og oft ansi hratt. 1965-78 voru það aftanípissarar og perverts sem höfðu áhuga á "business". Þá var svoleiðis fólk það leiðinlegasta í heiminum, gékk um með 50's gleraugu, var í einlita sokkum og í alltof stuttum buxum. Þeir greiddu sér jafnvel, áttu stundum "nýlenduvöruverslun" og gengu um með málband rassvasanum til að mæla mögulega veltu á hvern fermetra hjá keppinautnum. Oj barasta. ;)

Gunnar Rögnvaldsson, 31.8.2009 kl. 18:41

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég er ekki frá því, Páll, að ,,eftirútrásarsamfélagið" verði eitthvað í líkingu við það sem þú lýsr hér að ofan. Og sannarlega vona ég að ESB-sjórnmálaflokkar í líkingu við Samfylkinguna verði máttlausir jaðarhópar, em fólk nennir ekki einusinni að hlægja að.

Jóhannes Ragnarsson, 31.8.2009 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband