Heimatilbúnar hörmungar

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir forherðist eftir því sem Icesave-samningurinn fær fleiri falleinkunnir. Jú, við ætlum að keyra þennan samning í gegn, segir Steingrímur J. Sigfússon. Þessar heimatilbúnu hörmungar stafa af tvennu. Annars vegar liðónýtum samningi fjármálaráðherra og nefndar hans og hins vegar er ríkisstjórnin búin að koma sér fyrir í skotgröf og stillir þjóðinni upp við vegg. Annað hvort fer samningurinn í gegn eða stjórnin fellur, segja þau Jóhanna og Steingrímur J.

Fyrir venjulegt fólk með óbrjálaða dómgreind er niðurstaðan einboðin. Það á að fella Icesave-samninginn og ríkisstjórnin á að segja af sér. Næstu misseri skiptir fjarska litlu hvaða ríkisstjórn situr. Áætlunin sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti er stefnuskrá ríkisstjórnar Íslands, alveg sama hvernig hún er skipuð.


mbl.is Leið Buchheits ekki fær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sorglegt að fylgjast með framvindu mála. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að berja höfðinu við steininn sama hvað. Það skiptir hana engu hvað aðrir segja, hvorki stjórnarandstaðan né sérfræðingar, innlendir sem erlendir. Því fleiri sem tjá sig því harðari er þessi stjórn í að keyra á vegginn. Allt í nafni þess að halda völdum. Það er reyndar athyglisvert hversu fáir stjórnarliðar tjá sig, það er Steingrímur og Jóhanna þá sjaldan næst í hana, það er Guðbjartur og stöku þingmaður að þenja sig úr fjarlægð, sbr. Vinstri græni skipstjórinn sem kjörinn var á þing fyrir norðan en ákvað að fara á sjó til að vera á tvöföldu kaupi. Gott hjá honum í kreppunni. Sumir kunna að bjarga sér. Er þetta ekki bara framtíðin? Dómgreindin tvöföld og endilega björgum efnahag Breta sem er í molum, sbr. makalausar fréttir af atvinnuleysi þar í landi. Mikið vona ég að Ögmundur og Guðfríður Lilja nái að halda sönsum gegn siðlausum loftárásum Samfylkingar og pótintáta þeirra utan og innan fjölmiðla,

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 21:48

2 identicon

I might be wrong, but it seems all the Icelandic Depositors did not lose anything..........My account was closed in the old Landsbanki and opened in the new Landsbanki because my account was in Iceland. I did not lose a Kronur....All the accounts in the UK were closed........(Think.......If you were in Reykjavik...you were safe....If you were in an útibu(Kopavogar) you didn´t get a penny from the old Landsbanki...........The British Government paid the Icesave investors...........The Red Cross, Oxfam, West Yorkshire council and hundreds of charities and councils will  to sue Iceland individually if the Icelandic Government does not agree to pay back what was stolen. The stolen money was used to buy Yachts, private jets and other expensive items such as penthouses in London and New York. Some of it was use to buy Range rovers, luxus Jeeps, big american 3.5 ton ranch waggons, quad bikes, mobile homes, trailer tents, new homes, new summer houses, and lots of other items that the Icelandic Nation could not really afford. Some members of your Government are trying to blame the Dutch and the British for not stopping IceSave.........Can you imagine what would have happened if the UK Government had stopped Icesave....Your entire Nation would have been "Screaming ".......How dare the UK Government stop IceSave...........!!!! Your Government was warned but sat picking their noses and did nothing......NOTHING !!! Your Central Bank was warned but sat picking their noses and did nothing.......Your newspapers said, the British and the rest of the world are Jealous because of our succes.....Your President said "You ain´t seen nothing yet !!!" Well...we have seen it all now.........

The British and Dutch citizens could not care less who stole the money !!! all they want is that their money is paid back.......You really need to stop blaming everyone else for what happened in Iceland....Your Government....Your Gangsters........You really need to get the people whole stole all this money, and freeze their assets, and put them behind bars....Good Luck !!!

Fair Play (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 23:51

3 identicon

Whatever you think, Wanker!

Wherefrom did you copy this wank?

The sick British government-agency or whatever eins og þeir segja í lyftunni milli Samfó og VinstriG?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband