Kaupþing og forysta Sjálfstæðisflokksins

Formaður Sjálfstæðisflokksins gekk fyrir björg í morgun í blaðaviðtali þar sem hann harmaði að upplýsingar úr lánabók Kaupþings bærust til almennings. Kaupþing er sérstakt áhugamál forystu Sjálfstæðisflokksins, varaformanninum fannst sniðugt að kaupa fyrir 900 milljónir króna í bankanum útá kúlulán sem ekki stendur til að gjaldfella.

Með viðhlæjendur eins og Illuga Gunnars úr Glitnissjóð 9 og Guðlaug Þór kenndan við REI er kannski ekki von að Bjarni formaður hafi kveikt á fattaranum þegar kemur að almennum viðhorfum í þjóðfélaginu til útrásarbankanna. Til að kóróna dómgreindarhrunið er fjölskyldufyrirtæki formanns Sjálfstæðisflokksins í téðri lánabók Kaupþings.

Eftir kosningaósigur í vor flutti formaðurinn snotra ræðu um að hann ætlaði að breyta Sjálfstæðisflokknum þannig að almenningur kysi hann á ný. Það var og.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef að formaður Sjálfstæðisflokksins gekk fyrir björg í blaðaviðtali, þá sökk hann algjörlega til botns í viðtali í ríkisútvarpinu í hádegisfréttunum. Reyndar sýna skoðanakannanir það að Bjarni Ben er mjög svo umdeildur í Sjálfstæðisflokknum og nýtur þar síminnkandi stuðnings sem formaður. Hann virðist bara vera málsvari siðspilltra bankamanna. Svo er hann líka alltof nátengdur N 1 til að geta tjáð sig á trúverðugan hátt um viðskiptalífið. Nei. Bjarni Ben er að einagrast í flokknum og er honum langt í frá til framdráttar.

Stefán (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 12:37

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Verðum við ekki að fá Davíð til baka - bara svona til að redda okkur út úr þessu Icesave og ESB rugli.  Þó ekki væri nema í ca 2 ár ??

Sigurður Sigurðsson, 5.8.2009 kl. 13:41

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fjallaði fréttin ekki um að Bjarni harmaði það að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands væru að mæla lögbrotum bót. Það má alveg taka undir það, er það ekki Páll?

Við vitum nú þegar að flugfreyjan kann ekki skil á réttu og röngu, en hvers vegna spyrja fréttamenn ekki dómsmálaráðherra um hans álit á lánabókalekanum.

Falla lögbrot ekki undir dómsmálaráðherrann.

Ragnhildur Kolka, 5.8.2009 kl. 14:47

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bjarni var að fordæma, að ráðherrar ríkisstjórnarinnar og ýmsir Alþingismenn væru að réttlæta lögbrot og jafnvel hvetja til þeirra.  Þetta er fólkið, sem setur landinu lög og leyfir sér síðan að koma fram opinberlega og fagna því, að þau séu brotin. 

Hvaða forsætisráðherra í veröldinni, annar en sá íslenski, væri svo dómgreindarlaus, að hvetja landsmenn sína til lögbrota.

Hvaða banki í heiminum hefur áhuga á að skipta við þjóð, sem birtir bankaupplýsingar á netinu?

Bjarni á heiður skilinn fyrir að reyna að berjast gegn algerri upplausn í landinu.

Axel Jóhann Axelsson, 5.8.2009 kl. 14:52

5 identicon

Snýst málið ekki um að það er lágmark að ráðherrar virði landslög, og ábyrgðarhluti að stunda lýðskrum að þessu tagi?

 Nú hefur Ögmundur getað lagt fram frumvarp sem leyfði öllum að skoða bankatrúnaðarmál, sem og sennilega er fjármála og forsætisráðherra í lófa lagt að skoða þau án nokkura eftirmála. 

Bankinn hrundi fyrir tæpu ári og á öllum þeim tíma hefðu stjórnvöld gegngið í málið að opna bækurnar og flett ofanaf svínaríinu.  Hvers vegna þau hafa ekki gert það getur hver og einn  getið sér til um.  Lekinn var löngu tímabær og sýnir að eitthvað meira en undarlegt er á ferðinni hvað rannsókn mála varðar.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 16:29

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Góður penni ertu Páll þó ég sé ekki endilega sammála, en bestur ertu þegar þú kemur með dembur eins og þessa

Finnur Bárðarson, 5.8.2009 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband