Einangrunarhyggja aðildarsinna

Aðildarsinnar Íslands að ESB eru iðulega með á vörum varnaðarorð um að landið einangrist ef við förum ekki inn í Evrópusambandið. Í reynd er það svo að Evrópa hefur einangrað sig frá umheiminum með því að setja upp tollmúra til að verja hagsmuni sína annars vegar og hins vegar að deila og drottna gagnvart nágrönnum sínum í Afríku og Asíu.

Evrópa er útskagi á meginlandi sem hefst við Kyrrahaf. Þær þjóðir Evrópu sem ráða lögum og lofum í ESB eru gömul nýlenduveldi sem leiddu yfir heimsbyggðina ánauð, áþján og tvær heimsstyrjaldir.

Við erum svo heppni að sitja fallega eyju á miðju Atlantshafi á milli tveggja heimsálfa. Í raun eigum við margt fleira sameiginlegt með þeirri sem liggur til vesturs þótt við komum frá útnára Evrópu. Þótt kjánaprik meðal okkar telji hagsmunum okkar borgið í ESB vitum við flest að svo er ekki. Kjánarnir hafa bara svo þröngan sjóndeildarhring.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, hvað vill fólk í ríkjasamband með gömlum drottnunarveldum?  Mig hryllir við að fara þangað inn.   Og fólk þarf að muna að 92% af heiminum er fyrir utan þetta blessaða ríkjasamband, hvað sem Jóhanna Sig. endurtekur vitleysuna um "samfélag þjóðanna" oft.   Og þau muna ekki einu sinni lengur af hverju þau ætluðu þangað inn.   Fyrst var það efnahagur + Evra (hi, hi, hi - Evra).  Núna hefur Össur sagt að sé út af landvörnum!?!

Elle_, 29.7.2009 kl. 17:28

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HEYR HEYR !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.7.2009 kl. 17:30

3 Smámynd: Elle_

Núna hefur Össur sagt að það sé út af landvörnum. 

Elle_, 29.7.2009 kl. 17:30

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Evrópusambandið er í tilvistarkreppu, það hefur gert út á þá goðsögn í áratugi að hafa tryggt friðinn í Evrópu en vantar nú eitthvað nýtt til þess að réttlæta tilvist sína þar sem kynslóðir eru komnar fram sem líta fyrst og fremst á síðari heimsstyrjöldina (svo ekki sé talað um þá fyrri) sem sögulegan atburð. Það sem einkum hefur verið bryddað upp á í staðinn fyrir friðarútspilið er að Evrópusambandið sé annars vegar vörn gegn hnattvæðingunni (í gegnum háa tolla og þar með efnahagslega einangrun) og hins vegar svokölluð hlýnun jarðar.

Það gleymist annars gjarnan hjá Evrópusambandssinnum (viljandi eða ekki) þegar þeir segja að við eigum að gangast undir yfirráð Evrópusambandsins vegna þess að við séum Evrópuland, menning okkar sé evrópsk o.s.frv. að menning Bandaríkjanna, Kanada og fleiri ríkja í Vesturheimi er líka evrópsk í grunninn. Og það sem meira er þá má færa rök fyrir því að menning landa eins og Kanada og Bandaríkjanna sé um margt mun evrópskari en það sem þekkist víða í Evrópu sjálfri.

Hjörtur J. Guðmundsson, 29.7.2009 kl. 17:36

5 identicon

Ljúfi Páll !

 Það var ekki eingöngu að " landið einangrist".

 Nei-ó,nei.

 Kjarninn í málflutningi Samfylkingarinnar fyrir kosningar, voru orð Dame Jóhönnu, daginn fyrir kjördag.: " ESB., er velferð & VINNA" !

 Vinna ??

 Af 27 ríkjum ESB., er atvinnuleysi í 13 þessara landa,  - frá 9,6% - uppí 21,8%  !!

 Muna menn enn orð spánska ráðherrans frá því í fyrradag.: " Ísland -sjávarútvegs-GULLNÁMA" !!

 Menn í ESB., klæjar strax í fingurna. - 200 mílna fiskGULLNÁMAN í augsýn !

 Innganga í ESB., væri einfaldlega hástig drottinssvika gagnvart auðlindum Íslands - sjávarútvegslögsögunni.

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " Crimen laesae maiestatis" - þ.e. " Hástig drottinssvika" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 18:05

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

"Einangrunarhyggja ESB sinna" , mér er skemmt :):)

Finnur Bárðarson, 29.7.2009 kl. 20:20

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Evrópa vond. Við góð.

Gísli Ingvarsson, 29.7.2009 kl. 20:51

9 identicon

Lengi lifi alþjóðasinninn Palli! Hann vill endilega bjarga heiminum enda Evrópa bara lítill skagi. Verst að þeir kaupa af okkur fiskinn og selja okkur þrjá fjórðu af því sem við kaupum, en við erum svo svakalega miklir alþjóðasinnar að við seljum þetta allt til Afríku á niðursettum prís til að minnka hungrið í heiminum. Hvers vegna að selja þetta fyrir pening til kapítalistanna og kúgarana í Evrópu þegar við getum gefið sveltandi heimi fiskinn. Lengi lifi byltingin!

Gvendur (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 21:18

10 identicon

Mikið er þetta rétt hjá honum Hirti. ESB er sko svo að leita að nýjum vinkli á tilvist sinni, eftir að þetta friðarkjaftæði er komið í öngstræti -- hver nennir að blaðra um frið svona löngu eftir að síðasta stríði lauk. Þess vegna eru þeir svona æstir í að lokka okkur sakleysingjana inn í selskapið. Já og mikið rétt. Bandaríkjamenn og Kanadabúar eru bara útskot af Evrópu -- skítt með smá blöndun af "innfæddum", fólki af afrísku bergi brotnu eða frá rómönsku ameríku. Þetta er auðvitað allt hálfgert pakk og enginn grunnur og að hefur auðvitað ekkert til málanna að leggja og hljóta að beygja sig undir hina evrópsku siðmenningu. Það liggur auðvitað í augum uppi.

Pétur (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 21:49

11 identicon

Finnur skemmtu þér eins og þú vilt með öllum þínum röklausu athugasemdum út um allt blogg.

Gísli, Evrópa er ekkert endilega vond og við góð.  Hinsvegar kæri ég mig ekki neitt um vera í bandalagi með Bretum, Frökkum, Ítölum, Serbum, Spánverjum,  Þjóðverjum og kannski seinna Tyrkjum.  Þú getur það þó ef vilt. 

Pétur veit ekki að fólkið sem hann talar um.". . skítt með. . ." er líka út um alla Evrópu.  

Lisa (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 22:28

12 identicon

Lísa takk fyrir leiðréttinguna! Það er auðvitað alveg rétt hjá þér að "þetta fólk" -- þ.e. innfæddir ameríkubúar (les "indíánum), ameríkumenn af afrísku bergi og innflytjendur frá Suður Ameríku eru út um alla Evrópu. Þetta er litaða fólk er jú allt sama pakkið hvaðan sem það kemur! Sannar enn betur það sem Hjörturinn var að segja.

Pétur (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 22:39

13 identicon

Pétur, enginn kallaði það pakk nema þú sjálfur.  Hjörtur sagði allt aðra hluti og held þú hafir bara ekki skilið það.

Lisa (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband