Pólitískt stríðsástand

Formaður Vinstri grænna handsalaði í byrjun maí ríkisstjórnarsamning við Samfylkinguna og sveik í leiðinni kjósendur sína. Þann tíunda maí samþykkti flokksráð Vg samninginn og þar með svikin. Á heimasíðu Vg er snautleg frétt um Júdasarsamninginn.

Flokksráð VG mælir með því að mynduð verði ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkingarinnar á grundvelli þeirrar samstarfsyfirlýsingar sem fyrir liggur.

Fyrir utan þennan flokksráðsfund var engin umræða um það hvað réttlætti bein svik við yfirlýsta stefnu Vg um að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins. Kjósendur Vg fengu ekkert að vita hvaða rök stóðu til þess að flokkurinn sem hafði auglýst sig sem stefnuföst stjórnmálasamtök og orðheldin laut í gras fyrir mesta óheilindafélagsskap síðari ára, Samfylkingunni.

Svik ala á tortryggni og því meiri sem svikin eru stærri. Aðild Vg að umsókn um að Ísland gangi í Evrópusambandið eru meiri og verri svik en dæmi eru um í seinni tíma stjórnmálasögu.

Gangi svo fram sem stefnir í að formaður og þingmenn Vg verði þeir siðferðiskrypplingar að samþykkja fyrirliggjandi tillögu um aðildarviðræður við Evrópusambandið eru þeir um leið að lýsa yfir pólitísku stríðsástandi sem mun vara lengur og hafa víðtækari afleiðingar en efnahagskreppan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru fjölmargir í þessu landi sem hafa alls engan áhuga á því að ganga í Evrópusambandið.  En það eru margir hér sem vilja vita hvað er í boði.  Já menn vilja endilega vita hvað hægt er að fá fyrir draslið.  Skammtímagróði er fíkn.  Menn vilja vita með hvaða hætti rík þjóð getur orðið ríkari ef hún sameinast nokkrum fátækari, en varla nokkur þjóð er ríkari að auðlindum og mannauði en við.  Tækifæri framtíðarinnar eru hér.  

Við viljum sameinast einstaklega vinsamlegum og almennilegum þjóðum sem ætla að neyða okkur til að greiða skuldir nokkurra einkaðila og við gefum okkur ekki tíma til að kanna réttarstöðu okkar, enda slíkir vinir á ferð að það væri dónaskapur.

Hver sem vita vill getur áttað sig á því að í stóru ríkjabandalagi ganga meiri hagsmunir fram fyrir þá minni og allir sérsamningar og nammipokar sem við fáum við inngöngu tæmast og eftir það munum við éta trosið með hinum.  Skömm okkar mun lengi uppi ef við seljum okkur fyrir einnar nætur gaman.  Við komumst frá fátækt til ríkidæmis á eigin krónu og með eigin ráðum, meðal annars með því að opna gluggana í allar áttir til umheimsins.  Þetta getur vel gengið áfram en til þess þurfum við að standa með okkur sjálfum.

Ég vil því fá tækifæri til að geta sagt nei við umsókn um aðild að ESB (úr því að þingmenn þurfa endilega að vera að eyða tíma í þetta mál.) 

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 11:08

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Ekki alveg rétt hjá þér!  Vg samþykkti á sínum tíma að þjóðin ætti að kjósa um hvort við gengjum í ESB. Og Steingrímur sagði slíkt hið sama eftir landsfund Vg. í viðtali í RÚV. Ég er einn af kjósendum Vg og reyndar félagi líka og ég tel að við eigum að greiða um málið.  Eftir aðildarviðræður!  Og svo er um fjölda félaga og kjósenda Vg.  (ef hægt er að tala um fjölda í þessu samhengi).  Félagar og kjósendur Vg er ekki einsleitur hópur.

Auðun Gíslason, 11.7.2009 kl. 14:05

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvernig væri að leita leiða til lækka verð innflutnings? EU bankar eru hættir að halda upp gengi krónunnar og það nánast orðið rétt miðað við flutningskostanað frá EU. Minnst 80% innflutnings [einokun? áhætta?] mun vera frá EU. 

Það að fara eyða 1 kr. í óþarfa er áframhaldandi bruðl.

Læra menn ekki af reynslunni. Það hægt að lækka rekstarkostnað Íslands með öðru en sköttum. 

Júlíus Björnsson, 11.7.2009 kl. 16:16

4 identicon

Sæll Páll,

Ég skil ekki þessa undrun þína. Þú vissir nákvæmlega hvað VG ætlaði að gera eftir kosningar, samt kaust þú þá. Af hverju í ósköpunum kaustu flokk sem var staðráðinn í því að fara í stjórn með flokki sem ætlaði að hafa ESB-aðildarumsókn í ríkisstjórnarsáttmála sínum? Núna eftir öll svikin (sem voru augljós löngu fyrir kosningar félagi) ertu hissa á aðgerðum VG.

Veistu, ég er 25 ára strákur, nýkominn með BA gráðu í stjórnmálafræði og vissi þetta allan tímann. Þú ert fullorðinn blaðamaður. Þú áttir að vita betur og sleppa því að kjósa þetta lið á þing.

Annar hver maður sem kaus stjórnarflokkana tvo segir í dag 'þetta kaus ég ekki yfir mig'. Hvað er að fólki? Þessar upplýsingar lágu fyrir nokkrar vikur fyrir kosningar, samt kaus fólk þessa flokka, því það bjóst við og hélt að þetta fólk myndi standa við orð sín. Hvenær hefur stjórnmálamaður staðið við orð sín? Af hverju hélt fólk að það myndi breytast núna? Sérstaklega vel upplýstur blaðamaður eins og þú.

Sorry en þú hefur ekki efni á því að röfla um svik VG, því þetta var allt saman orðið augljóst löngu fyrir kosningar.

Hannes Valur (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 22:59

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir brýninguna, Hannes Valur, þú ert gleggri en ég. Fyrir kosningar var ég bæði grænn og blautur á bakvið eyrun.

Eina sem ég hef mér til afsökunar, fyrir utan að vera eldri en þú, er að ég raunverulega trúði því að Vg myndi standa við gefin fyrirheit. Við skulum athuga að umsókn og afstaða til ESB-aðildar er stórmál. Þegar samsteypustjórnir eru myndaðar selja menn ekki prinsippmálin sín, amk ekki hingað til.

En svo bregðast krosstré sem önnur.

Páll Vilhjálmsson, 11.7.2009 kl. 23:47

6 identicon

Hehe já, ég skil þig samt mjög vel, en í mínum augum var þetta augljóst fyrir kosningar (eingöngu af því þessir flokkar ætluðu í áframhaldandi samstarf), ég er mikill hægri maður en hef alltaf borið mikla virðingu fyrir VG og öllu því sem flokkurinn stendur fyrir, af því þetta er (eða var?!) flokkur sem stóð alltaf á sínu og maður vissi alveg 100% hvar maður hafði hann, í því tilliti skil ég kjósendur VG mjög vel, en á hinni hliðinni á peningnum var þetta stjórnarsamstarf með S, sem þýddi eingöngu eitt: svik á svik ofan.

en ég græt ekki, ég fagna því að núverandi ríkisstjórn hefur minna fylgi en D og B (sem mér finnst alveg stórmerkilegt:)

Hannes Valur (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband