Dramakerlingarnar Mörður og Silja Bára

Ef við samþykkjum ekki Icesave-samningana verður Ísland eins og Albanía, segir Mörður Árnason og hefur eftir Silju Báru Ómarsdóttur sem fékk það hjá nafnlausum Breta. Þegar aðildarsinnar og Icesaveistar eru komnir á kaf í valkvæða móðursýki hvernig væri að gefa okkur almennilegt trukk.

Hvað með þetta: Ef við samþykkjum ekki Icesave verður Ísland notað sem æfingasvæði fyrir kjarnorkusprengjur. 

Eða: ...við verðum öll flutt til Wales þar sem enginn vill búa.

 Annað:...íslenskar konur verða allar gerðar ófrjóar til að fyrirbyggja útungun á fjármálasnillingum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er eins og Samfylkingin hafi breyst í hóp grátkvenna. Einu sinni var Mörður brattur og kjaftfor.

Sigurður Þorsteinsson, 25.6.2009 kl. 21:11

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við mætum í hringinn hnarreist,þurfum nokkrar lotur,þá,  vinnum á stigum.

Helga Kristjánsdóttir, 26.6.2009 kl. 01:11

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Það er almennt talað um að Ísland hafi verið "Bitch slapped" meðal almennings í Hollandi eftir því sem vinur minn segir. Ég held ég vilji frekar að landið sé þekkt fyrir að standa í lappirnar.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 26.6.2009 kl. 07:43

4 identicon

Ég held að það væri hægt að ná fram meiri hagræðingu í heilbrigðiskerfinu með því að gera alla íslenska karlmenn ófrjóa, frekar en konur. Aðgerðin er í senn ódýrari og einfaldari í framkvæmd.

Gestur Páll (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 08:32

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Líklega finnst þeim betra að veifa röngu tré en öngvu.

Málstaðurinn er ekki góður og það flýgur víst hver eins og hann er fiðraður til.

Ég efa það ekki að Adda Þorbjörg stendur við allar sínar skulbindingar en það er ómakelgt og jafnvel ómerkilegt að lofa því fyrir hönd komandi kynslóða að þær borgi meir en þær geta.   

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 08:45

6 Smámynd: AK-72

Er þetta ekki sama valkævða móðursýkin og heyrist frá ESB-andstæðingum?

Manni skilst að landið verði að kjarnorku-auðn ef það sé svo sem gjóað augum í átt að ESB samkvæmt mörgum ykkur sem farið hvað mest fram í áróðri gegn aðild.

AK-72, 26.6.2009 kl. 09:49

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er stórundarlegt að það sá mögulega meirihluti á Alþingi við að skrifa upp á samning sem ekki er hægt að standa við!

Eina svar Marðar við því hvaðan peningarnir eigi að koma er að taka meira af lánum í gegnum línur til Norðurlandanna, Þýskalands, Japans, Rússlands og svo framvegis.

Það væri þá eitthvað nýtt ef að þjóðir heimsins kepptust við að fjármagna gjaldþrota dæmi.   

Sigurjón Þórðarson, 26.6.2009 kl. 09:51

8 identicon

Ef stjórnarandstaðan ætlar að bregðast þjóðinni eins og stjórnarandstaðan með Samfylkinguna í forystu brugðust henni á tímunum sem þeirra hlutverk hefði átt að vera að berjast gegn auðrónunum og glæpamennskunni sem fylgdi þeim, en þess í stað gerðust sérstakir verndarar þeirra með forsetaómyndina fremstan í flokki sem fánabera, þá er tími til kominn að pakka saman og fara.

Já máttur Mammons er mikill þegar spilltir stjórnmálamenn eru annarsvegar.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband