Júdas býr í Vg

Landráð og svikabrigsl eru meðal þeirra ummæla sem fallið hafa vegna fyrirætlana ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um að lenda Icesave-skuldum Björgólfsfeðga með skuldaviðurkenningu ríkissjóðs upp á 650 milljarða króna. Fjármálaráðuneytið er í umsjá formanns Vg Steingríms J. Sigfússonar, og það fer með umboð ríkisstjórnarinnar til að semja við Breta og Hollendinga um Icesave-reikninga gölluðu feðgana.

Vandi Vg er að þegar þeir bjuggu til ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur svöruðu þeir játandi spurningunni - Býr Júdas hér? - með því að fallast á að utanríkisráðherra í ríkisstjórn Vinstri grænna mætti sækja um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Og eins og dæmdur þjófur er tortryggður þegar hlutir hverfa eru Vinstri grænir grunaðir um græsku þegar eitthvað pólitískt misjafnt er á ferð - þeir eru jú komnir með Júdasarstimpilinn á sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað á aldrei að koma til greina að greiða vexti af þessu láni.....  Takist UK & Hollendingum að "plata vöxtum inn á okkur" þá erum við að tala um hámark 0,75% fasta vexti - svona svipað og Seðlabanki Englands er að bjóða í dag!  Þessi vita gagnlausa & stórhættulega ríkisstjórn hefur möguleika á að lýsa yfir "greiðsluþroti" eins og Argentína gerði í kringum 1980 - þannig að það væri bara BILUN að skrifa undir svona "fábjána samning."   Bretar & holllendingar bíða spenntir og munu eflaust hlægja sig mátlausa verði núverandi samningsdrög að veruleika - ÞRÆLAEYJA - skuldafangelsi býður íslenska sauðsins um aldur & æfi...!  Allt út af því að "siðblindir, spiltir & lélegir stjórnmálamenn okkar" gáfu 30-50 útrásar skúrkum (alheimsníðingum) íselnsk ríkisfyrirtæki til að leika sér með - afleiðingarnar eru SIÐROÐF - samfélag okkar í rúst og þessir glæpamenn (þar með taldir stjórnmálamenn) ganga síðan lausir eins og ekkert sé sjálfsagaðar...  Nei, nú fer maður að standa fyrir "borgaralegum handtökum", maður er búinn að fá sig nóg af lífinu í SVÍNABÆ - þar sem Óli grís er yfirsvínið....

kv. Heilbrigð skynsem

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 20:31

2 identicon

Baugsmiðlarnir komu enn og aftur upp um sig í dag. Efsta frétt á visir.is var sú að það væri búið að landa mega-díl. Engar greiðslur og engir vextir í sjö ár, svo væri farið að borga af láninu. Bestu kjör í boði var gefið í skyn.

Staðreyndin var hins vegar sú að eftir sjö ár bætast uppsafnaðir vextir áranna á undan við afborganir. Það voru engin sjö vaxtalaus ár, heldur FRESTAÐIST greiðslan, hún hvarf ekki. Trúi ekki að þessir njólar þarna á visir.is séu svona vitlausir að fatta þetta ekki. Þetta var skrifað af ráðnum hug, til að lata líta út að það hafi verið gerður góður samningur.

hanna sagði að einhverjir menn teldu að allt að 90% af skuldinni kæmi aldrei til greiðslu, það væru hugsanlega til eignir upp í allt klabbið. þarna er Jóhanna komin í sama gír og gömlu bankasérfræðingarnir. Vitnandi í eitthvað sem hún getur ekki nefnt eða bent á með beinum rökum, bara einhverjir menn úti í bæ segja þetta eða hitt. Þarna er verið að sína mikinn vanmátt hjá forsætisráðherra.

joi (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 20:49

3 Smámynd: Páll Blöndal

Réttast væri náttárulega að íhaldið og Framsókn hreinsi eftir sig skítinn.

Páll Blöndal, 5.6.2009 kl. 20:52

4 identicon

Sammála síðasta ræðumanni, þeim er einum treystandi til að leiða okkur út úr þessum ógöngum...

GHA (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 22:12

5 identicon

Heyrðu góurinn, planið hans guðs hefði aldrei gengið upp án Júdasar, Júdas var faktískt hetja :)

DoctorE (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 23:44

6 identicon

Hún Jóga okkar, gaman væri að ná henni undir sæng. Steingrímur, Icesave snillingur, Svavar Gestson, kóngur okkar og samdi um þetta rugl. ! Dásamleg öll, kjósum við þau ekki aftur ?

öddi (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 00:48

7 identicon

 Júdasar - um daginn Júdasar og Qvislingar, --  reyndu  að vera frumlegri !

Eiður (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 07:45

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er 2007 sé mórall að halda að æslendingar geti fengið góðan díl í IceSafe skuldasúpunni. Ég styð Steingrím. Hann er að læra það sem 25 ára þingseta gat ekki kennt honum: Hin íslenska sérleið er ekki til!

Gísli Ingvarsson, 6.6.2009 kl. 10:28

9 Smámynd: Einhver Ágúst

Og kallar sig blaðamann? Jæja já er þá ekki hlutverkið að vera hlutlaus?

Án Júdasar hefði nú einmitt biblían verið léleg bók, en er ekki Júdasar kossinn löngu liðinn? Gerðist hann ekki fyrr? Kannski um það leyti þegar flestir læriisveinar DO og Kjartan Gunnars hlustuðu á ráð Hannesar Hólmsteins? Er ekki Hannes Hólmsteinn betri í þessu hlutverki? Eða kannski Jón Baldvin og DO þegar þeir innleiddu EES regluverkið en lásu greinilega ekki nógu vel, því að því verki eru víst þessar leikreglur sem við fórum ekki eftir.

Eða hvernig vinir Davíðs fengu þessa banka?

Mogunblaðið eða baugmiðlar, hver er svosem munurinn? Með hvorri hendinni menn skeina sér? Afsaka dónaskapinn. En best er nú að nota pappír. Konan keypti einmit alveg helling af pappír ef þig vantar.

Hagsmunapappírar stríðandi stjórnmála og viðskiptafylkinga, fjölmiðlalögin góðu hefðu orðið að lögum ef ekki hefði verið farið séstaklega mjúklega um Moggann í þeim og þannig fór það, Davíð varð um megn að taka til í eigin garði og það og hanns eigin "Júdasar" urðu honum að falli.

Einhver Ágúst, 6.6.2009 kl. 11:37

10 Smámynd: Haraldur Baldursson

630 milljarðrar á 5,5% vöxtum í 7 ár eru 916 milljarðar

Haraldur Baldursson, 6.6.2009 kl. 17:59

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll B. Verst að þeir geta ekki hreinsað sinn skít í framsókn og sjálfstæðisfl. þess vegna erum við í þessum djúpa skít.

Gísli. Steingrímur komst að þegar hinir voru búnir að klúðra málunum í þessa stöðu. þeim vantaði hjálp vinnusamra manna.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.6.2009 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband