Með Guðfríði Lilju er ekki öll nótt úti

Ræðumaður kvöldsins var Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Hjá henni fór saman hugsun, von og baráttuandi sem þjóðin þarf á að halda. Tilgerðalegar lausnir og tækifærismennska eiga ekki upp á pallborðið hjá þingflokksformanni Vinstri grænna. Hún dýpkaði og útskýrði tóninn sem Steingrímur J. sló fyrr um kvöldið í eldhúsdagsumræðunni að við leysum okkar vanda hér heima.

Steingrímur J. sagði ótvírætt að væntanleg þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um aðildarumsókn Íslands að ESB yrði þingmannamál. Eftir ræðu Guðfríðar Lilju þar enginn að velkjast í vafa um að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra talar ekki fyrir Vinstri græna þegar hún ræðir ESB-aðild.

Þingflokksformaðurinn spurði þjóð og þing hvaða ályktanir megi draga af þeirri staðreynd að Evrópusambandsríki eins og Írland og Eystrasaltslöndin eru læst í krumlum kreppunnar og geta sig hvergi hrært, meðal annars vegna ósveigjanleika Brusselkerfisins.

Guðfríður Lilja minnir okkur á að heildsölulausnir á flóknum vanda eru ekki til. Á næstunni mun þjóðin spyrja hvort og hvernig brýnum úrlausarefnum verði sinnt af hálfum þings og ríkisstjórnar. Fyrirfram er vitað að ekki vera allir á eitt sáttir um hvernig á að bregðast við. Í húfi eru verulegir hagsmunir. Haldbesta vörn þingmanna gegn fyrirsjáanlegum brigslum er að vera trúir sinni sannfæringu og versla ekki með trúnað almennings. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ekki skynsamlegt upplegg að þeir sem vilji fara í aðildarviðræður séu að versla með trúnað almennings. Fólk vill einmitt að þetta mál fái lýðræðislega meðferð og það verði afgreidd án nokkurra múlbindinga flokkana.

Það er einmitt trúnaður við almenning að gefa honum kost á að taka afstöðu til samnings við fyrsta tækifæri. Það hefur verið megintónn þeirrar konu sem þú mærir hér svo fagurlega, hennar Guðfríðar Lilju.

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.5.2009 kl. 00:27

2 Smámynd: Páll Blöndal

Sæll nafni
Ég held nú að þau skötuhjú Guðfríður og Steingrímur séu bara innréttuð á þann hátt að þau geta ekki setið á sér með að tjá sína skoðun. Þetta á reyndar við marga VG menn sem líta á það sem hina æðstu dyggð að blaðra hugsunarlaust út í loftið eins og hvatvísir smákrakkar.
Akkillesarhæll vinstri manna/flokka til margra áratuga.

Páll Blöndal, 19.5.2009 kl. 00:36

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég á ekki von á að þessi ríkisstjórn haldi lengur út en fram á næsta vor!

Það sem þetta land þarf á að halda er ríkisstjórn Samfylkingar og frjálslynds- hægriflokks, sem ekki virðist vera til í augnablikinu og hugsanlega þarf að stofna, ef Sjálfstæðisflokkurinn áttar sig ekki bráðum á því sem er að gerast í landinu! Þannig flokkur á hins vegar inni mikið fylgi hjá kjósendum landsins!

Af þessum sökum þurfum við ekki að hafa áhyggjur af næsta vetri, því hann mun skýra stöðuna mun betur en síðasti vetur, sem einkenndist af taugaveiklun, upphrópunum, uppreisnaranda, óskynsamlegri orðræðu og óðagoti! Var við öðru að búast eftir hrunið í haust?

Ég sagði þá og ég segi það aftur, Samfylkingin hefði átt að halda þetta út fram á haustið, en ekki fara á taugum líkt og hún gerði í vetur! Núna er þjóðin að ná áttum og hún vill breytingar, en ekki þessa afturhaldsstjórn Samfylkingar og VG og síðan þessa tækifærissinna frá Borgarahreyfingunni og Framsóknarflokknum!

Okkur hinum, massanum - sem vonuðumst til þess að hinir hefðbundnu flokkar myndu leysa úr okkar málum - er nú ljóst að svo var ekki og að hugsanlega þurfum við endurskipuleggja okkur næsta vetur!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.5.2009 kl. 00:53

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég er hjattanlega sammála þér Páll.
Ég hef sjaldan verið hrifinn af málflutningi Guðfríðar...en í gærkvöldi hefði ég getað faðmað hana....hún bar gjörsamlega af þeim sem til máls tóku.

Haraldur Baldursson, 19.5.2009 kl. 09:03

5 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Stefnuræða forsætisráðherra var gróf móðgun í garð samstarfsflokksins. Það sýndi sig í gærkvöldi (18.maí) sem menn máttu vita að Jóhanna Sig kann ekki áralagið þegar á reynir að laða menn saman til verka. Ráðherra sem veit um ólíka ESB-afstöðu þeirra flokka sem ríkisstjórn hennar hvílir á notar ekki þriðjung stefnuræðu sinnar í einræðu um ágæti ESB-aðildar.

Verði farið í þennan leiðangur til Brussel er líklegt að ríkisstjórnin springi þegar flokkarnir sem að henni standa þurfa að gera upp við sig hvort þeir mæla með aðildarsamningi eða ekki, og þá auðvitað áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi.

Hjörleifur Guttormsson, 19.5.2009 kl. 10:01

6 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

frábær ræða hjá Guðríði Lilju, tek undir hvert orð hjá henni. Fannst líka nýliðinn ungi Ásmundur Einar Daðason komast vel að orði.

Frosti Sigurjónsson, 19.5.2009 kl. 10:29

7 identicon

Upplagt væri að fá Hjörleif Guttormsson til að halda námskeið í því að laða menn saman til verka. Algjör yfirburðamaður á því sviði!

Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 14:14

8 identicon

Er ekki rétt að halda því til haga að það voru svokölluð útrásarsvín sem lögðu mesta áherslu allra að við gengjum í Evrópusambandið, svo það er ekki nema eðlilegt að Heilög Jóhanna og Samfylkingin fylgi þeim ordrum að stakri samvisku.

Samfylkingin sér um sína!

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 14:20

9 Smámynd: Einar Guðjónsson

Jú jú hún ætlar að moka flórinn  og ræðan var ágæt og hún er greinilega jákvæð.

Inntakið var hinsvegar óraunhæft bull.Hér er mesta kreppan og hér eru lífskjör almennings verst í allri Evrópu.Við þurftum ekkert Brusselvald til að koma okkur

þar sem við erum. Við þurfum traust og við náum því ekki nema Brussel taki ábyrgð á okkur og votti.Án aðildar gerist það ekki.Það er auðvitað lítill vandi að

vera bjartsýn á þingmannslaunum og þeir 18 000 íslendingar sem eru án vinnu m.a. afþví fjármagnið ræður hér ferðinni og fær bestu meðferðina.Þeir yrðu örugglega ánægðir ef þeir hefðu þingmannslaun fyrir að lýsa Esjunni.Sú lýsing var það eina sem var rétt.

Einar Guðjónsson, 19.5.2009 kl. 15:14

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég þakka kærlega fyrir slóðina á ræðu Guðríði Lilju.

.

71 % kjósenda kusu EKKI Samfylkinguna. Eina flokkinn sem hafði ESB sem stærsta málefni á dagskrá sinni. Af hverju er verið að eyða tíma í þetta mál? Er þetta ný "útrás"?. Hún gæti heitið "förum úr öskunni í eldinn - öll"

.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.5.2009 kl. 15:35

11 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Örn Úlfar:
Hlutverk þess sem gegnir embætti forsætisráðheraa hverju sinni er að vera verkstjóri viðkomandi ríkisstjórnar. Ef sú verkstjórn á að ganga vel verður viðkomandi að geta laðað menn saman til verka eins og Hjörleifur orðaði það enda hefur hingað til þurft a.m.k. tvo flokka til þess að mynda ríkisstjórnir, stundum fleiri. Mér er ekki kunnugt um að Hjörleifur hafi sózt eftir því að verða forsætisráðherra eða gegnt því embætti. Skot þitt á hann missir því algerlega marks auk þess sem það gerir ekki stöðu Jóhönnu betri.

Hjörtur J. Guðmundsson, 19.5.2009 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband