Sagan og sérfræðingarnir

Íslendingar bjuggu sér til fullveðja nútímasamfélag á fáum áratugum á síðustu öld. Í byrjun aldarinnar vorum við hjálenda Danmerkur, öðluðumst fullveldi 1918 og stofnuðum lýðveldi um miðbik aldarinnar. Þjóðríki hefur margvíslegu hlutverki að gegna gangvart þegnum sínum.

Allt frá dögum frönsku byltingarinnar og stofnun Bandaríkjanna tíðkast viðmið um að þjóðríki eigi að veiti þegnum sínum frelsi og öryggi til að ráðstafa sínu lífi samkvæmt eigin vali. Það felur í sér að ríkisvaldið sé í nálægð sérhvers borgara, til að hann eigi þar hlutdeild, en samtímist hæfilega fjarlægt til að hann geti um frjálst höfuð strokið.

Á almenna mælikvarða, sem lagðir eru á hagsæld og velferð þjóða, standa Íslendingar þjóða fremst, eru iðulega í einu af efstu tíu sætunum.

Það er flókið mál og margslungið að greina ástæður þess að við höfum náð öfundsverðum árangri og búum borgurum landsins lífskjör sem þykja með þeim bestu í veröldinni. Einn þáttur er þó samtvinnaður þeirri þróun og það er fullveldi okkar og sjálfstjórn.

Þeir sem nú vilja flytja forræði okkar mála til Evrópusambandsins segja að með því að fela útlendingum stærri hlut í íslenskum málarekstri verðum við betur sett. Öll saga þjóðarinnar allt frá landnámi segir annað. Eftir að við misstum forræðið til útlendinga á 13. öld hallaði undan fæti. Sjálfstæðisbarátta okkar á 19. öld snerist um að flytja heim fullveldið. Á meðan við vorum hjálenda var hlutskipti okkar eymd og volæði. 

Stétt íslenskra sérfræðinga vill telja okkur trú um að stéttarbræður þeirra í Brussel kunni betur en við að reka íslenskt þjóðfélag. Við féllum fyrir sambærilegum rökum á 13. öld þegar útlent konungsvald með tilstuðlan sérfræðiveldis þess tíma, kirkjuvaldsins, gleypti þjóðfrelsi okkar með húð og hári. Látum það ekki henda okkur aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Já, er það ekki einmitt þetta sem að misskilingurinn snýst um. Við munum að sjálfsögðu ekki tapa fullveldi okkar við að ganga til liðs við ríkjasambandið. Að halda slíku fram, kallast víst hræðsluáróður!  En þetta væri ekki samband nema að öll ríkin væru sammála um eitthvað eða einhverjastefnu. Þessu má líkja við hjónband, báðir einstaklingar tapa réttinum til að taka einhliða ákvarðanir um sameiginleg mál :)

Pétur Henry Petersen, 17.5.2009 kl. 11:28

2 identicon

Ísland er eitt spilltasta land í heimi. Rotnunin í atvinnulífi og viðskiptum er inn að beini. Ég tel að innganga í Evrópusambandið skipti minna máli en menn halda, en er samt andvígur henni.

Hættan er sú að í ástríðuhita baráttunnar gleymi breiði andstæðingar aðildar yfir óhemjuleg mistök í stjórnun landsins, frá og með stærsta glæp Íslandssögunnar, kvótaúthlutunarreglurnar og kvótaframsal.

Doddi D (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 11:38

3 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Páll her hafa glæpaklíkur stjórnað landinu síðustu ára tugina og komið þ´vi á kaldan klaka með blekkingum ,ligum og ósannindum um að allt væri her í læagi.Siðan er þjóðin gjaldþrota. Ekki er hægt að koma böndum á þessa menn nema ganga í Evropusambandið. Þar eru svona menn settir undir lás og slá.

Árni Björn Guðjónsson, 17.5.2009 kl. 13:07

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Árni:
Kynntu þér þau spillingarmál sem upp hafa komið innan Evrópusambandsins á undanförnum árum og þá ekki sízt í stjórnkerfi sambandsins sjálfs. Hversu margir hafa orðið að taka pokann sinn vegna þeirra? Nánast enginn. Hversu margir hafa t.d. verið látnir hypja sig vegna bókhaldsóreiðu sambandsins sem hefur verið til staðar ár eftir ár síðan um miðjan 10. áratug síðustu aldar? Einn, sá sem vakti athygli almennings á henni. Kynntu þér líka hverjir sitja í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í mörgum tilfellum fólk sem hefur verið sakfellt fyrir spillingu í heimalöndum sínum.

Eða bara í stuttu máli, kynntu þér málin áður en þú tjáir þig um þau.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.5.2009 kl. 13:13

5 Smámynd: Pétur Henry Petersen

.... held að Árni haft átt við glæpamenn úr viðskiptalífi, en ekki embættismönnum. En það er önnur saga, efalaust.

Pétur Henry Petersen, 17.5.2009 kl. 13:32

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

„...öðluðumst fullveldi 1918“ segir Páll en segir sífellt að við töpum fullveldinu með samstarfi við aðrar fullvalda og sjálfstæðar þjóðir Evrópu í ESB.

Þegar við urðum fullvalda 1918 var eftir sem áður hæstiréttur okkar danskur, þjóðhöfði okkar var danskur kóngur, landhelgisgæslan var áfram dönsk, Danir sáu áfram um öll utanríkismál okkar og öll okkar lög þurftu áfram að fá staðfestingu hins danska konungs sem gat samkvæmt stjórnarskrá synjað þeim endanlega gildistöku og án þess þau yrðu þá lögð fyrir þjóðina eins og er við synjun forseta nú - en við töldumst samt „fullvalda“ og fögnum því 1. desember hvert ár.

Nú væri gaman að fá skýra skilgreiningu Páls á „fullveldi“

Helgi Jóhann Hauksson, 17.5.2009 kl. 13:37

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hjörtur, það er ekki bókhaldsóreiða hjá bandalaginu sjálfu og stjórnsýslu þæess heldur hjá ríkjunum.

Ár hvert fer bókhaldið fyrir endurskoðunardómstól og ef ekki hafa allar skilagreinar fyrir allt fé sem til ríkjanna fer skilað sér er ekki hægt að staðfesta það í heild. Ríkin fá frest til að skila sínum gildu greingerðum en eru ella krafin um endurgreiðslu þess fjár sem ekki er gerð fullnægjandi grein fyrir.

Nær engar athugasemdir hafa verið gerðar við bókhald og reikninga stjórnsýslu ESB sjálfs síðustu ár.

Þau ríki sem ekki standa sig nægilega vel njóta mikils aðhalds frá þessu kerfi með þessum hættiog verða árlega að aendurgeriða mikla peninga ef þau standa sig ekki.

Helgi Jóhann Hauksson, 17.5.2009 kl. 13:43

8 identicon

Það er alveg rétt sem Helgi bendir á að Ísland varð tæpast fullvalda í reynd 1918, fullveldisréttur Íslendingar var hinsvegar viðurkenndur.

Fullveldi í raun kom til landsins með því að við tókum við þeim þáttum ríkisvaldsins sem Danir sinntu þegar þjóðin hafði burði til þess.

Það var hægt af því að menn höfðu náð fram formlegri viðurkenningu á fullveldisréttinum. Í framtíðinni verður það ekki hægt ef við framseljum réttinn.

Vald kónga á pappírum er svo kapítuli út af fyrir sig. Að forminu til er Elísabet II Bretadrottning u.þ.b jafn valdamikil og Elísabet I.

Frá 1901 hefur ríkt um það samkomulag að danskir konungar og drottningar beiti ekki valdi sínu.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 14:14

9 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Helgi:
Greiðslur Evrópusambandsins til ríkja sinna eru stærsti hluti bókhalds sambandsins. Raunar langstærsti. Hvernig er heimilisbókhaldið þitt, eru útgjöldin þín ekki hluti af því??

Bókhaldsrugl Evrópusambandsins hefur gengið fyrir sig þannig að lítið sem ekkert er vitað um það í hvað stærstur hluti útgjalda sambandsins hafa farið í 14 ár samfellt. Allt að rúmlega 90% þeirra. Og ekkert hefur verið gert til þess að laga þetta. Þegar þáverandi yfirmaður endurskoðendasviðs Evrópusambandsins reyndi að hvetja yfirmenn sína til þess að aðhafast eitthvað og koma þessum málum í lag árið 2002 var henni sagt að láta sem ekkert væri og sópa þeim undir teppið. Hún gat það ekki og var að lokum rekin fyrir vikið.

Það er alveg rétt að ríki Evrópusambandsins hafa ekki staðið sig sem skyldi við að greina frá því í hvað fjármagnið frá sambandinu (sem upphaflega kemur úr vösum skattgreiðenda í ríkjum þess) fer en það breytir því ekki að þannig hefur það verið í 14 ár og Evrópusambandið hefur ekkert gert í því annað en halda áfram að greiða út þessa peninga sem eru gríðarlega upphæðir.

Mér er ekki kunnugt um að ríkin þurfi að greiða til baka það sem þau geta ekki gert grein fyrir en ef svo er þá er það eitthvað alveg nýtt. Það væri gaman að sjá einhverjar haldbærar heimildir fyrir því.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.5.2009 kl. 14:59

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Pétur:
Varla er spillingin betri ef hún er framin af opinberum embættismönnum? Í flestum ríkjum, a.m.k. vestrænum, skilst mér að það þyki einmitt miklu verra!

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.5.2009 kl. 15:02

11 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Kynntu þér þetta betur Hjörtur. Ef löndin gera ekki grein fyrir öllu sínu verða þau að lokum að endurgreiða allt sem ekki skýrist.

Helgi Jóhann Hauksson, 17.5.2009 kl. 17:12

12 Smámynd: Haraldur Baldursson

Stundum langar manni að segja..."þegiði og haldið áfram að moka !".
Við verðum að bjarga okkur sjálf og ekkert ESB bull mun skila okkur nokkru, raunar þvert á móti.
Formúlan er ekkert voðalega ný, né er tilfinnanlegur skortur á hugmyndum og ráðum. Það er þetta fjárans framkvæmdavald sem lengur dvelur með hugan við vald umfram framkvæmd.
Haldið því áfram að moka !

Haraldur Baldursson, 17.5.2009 kl. 17:55

13 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Helgi:
Heimildir.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.5.2009 kl. 18:03

14 identicon

ESB er ekkert annað en villuljós sem Samfylkingin er að reyna að blinda almenning með svo hann átti sig síður á óhæfi þeirra og Vinstri grænna við stjórnvöldin.

 Sennilega hefði gert sig betur að gefa almenningi allt grasið sem yfirvöld hafað haldlagt seinustu misserin til að auðvelda þeim gjörninginn.

Á meðan eru fullkomlega óhæf flugfreyjan og álíka vondur steinastúdentinn að í landráðsaðgerðum með að selja þjóðina og afkomendur hennar undir djöfulinn sjálfan, glæpa og  hryðjuverkasamtökin AGS (IMF), sem eru með samþykki stjórnvalda að skilja eftir handa hverju mannsbarni 9 miljónir til að greið fyrir útrásarglæpagengið og vitorðsmenn þeirra í Samfylkingunni, Framsókn og Sjálfstæðisflokknum.

Fyrir þá upphæð væri td. hægt að byggja 60 þúsund einbýlishús?  Eða 30 Kárahnjúkavirkjanir?  Eða 30 álver sömu gerðar og það í Reyðafirði?

Hvað með að vera flott á því og kaupa 300 þúsund Range Rovera eins og auðsvínin Jón Ásgeir og Có aka um í kreppunni á götum borgarinnar? 

Einn á hvert einasta mannsbarn þjóðarinnar...!!!!

Og á meðan eru stjórnvöld upptekin með að velta fyrir sér að sykurmagni í ropvatni er ekki holt og hvernig er hægt að skattleggja það.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 18:56

15 identicon

Vinstri Grænir og Samfylkingin eru samtök fólks sem öll eru sammála um það eitt að fara illa með þjóðina - það er þeirri eini tilgangur.  Þess vegnar vilja þau að Ísland gangi í ESB.

 Einsog Guðmundur segir þá er almenningur svo vitlaus að það væri betra að hafa hann "stoned" í kosningunum - þá hefði hann haft "vita á því" að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Það að hafa konu sem forsætisráðherra sem einhvern tíma á sínum unglingsárum vann sem flugfreyja er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Hefði hún verið dýralæknir - þá fyrst værum við að tala um forsendur til að stýra málum heillar þjóðar!  Þetta er auðsjánlega allt lið með fyrirhugaðar  "landráðsaðgerðir með að selja þjóðina og afkomendur hennar undir djöfulinn sjálfan, glæpa og  hryðjuverkasamtökin AGS (IMF), ......"

Æ Jesús - þetta er svo vitlaust... ég get ekki bullað meira við þig Gummi...

MEIRI SYKUR, MEIRI SYKUR, MEIRI SYKUR...

Georg Jónsson (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 20:00

16 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Jamm... eins og oft áður fer þetta fljótt úr málefnalegri umræðu úti karp. En til að ljúka því sem að ég var að blanda mér í,  það sem ég held að Árni hafi átt við:

Í eðlilegu samfélagi komast þegnar ekki upp með að svína á meðborgurum sínum, til þess eru sett lög og þeim framfylgt. Hér hafa menn komist upp með að setja heila þjóð á hausinn og afleiðingarnar fyrir þá eru engar.  Ef að við gefum okkur að Árni hafi rétt fyrir sér, það eru allaveganna hans skilaboð, þá myndi þetta ekki hafa gerst í Evrópu. Ég tel að það sé mikið til í því.

 Það er svo önnur umræða hvort embættismenn séu spilltir og þá hvort að þeir séu eitthvað spilltari í sambandinu en það sem að við ölum upp hér á landi. Eflaust skiptar skoðanir á því og enginn ástæða til þess að samþykkja spillingu, hvar sem að hún á sér stað.

Pétur Henry Petersen, 17.5.2009 kl. 21:37

17 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Pétur:
Ég veit ekki betur en að það gildi sömu reglur um fjármálastarfsemi hér á landi og í Evrópusambandinu vegna EES-samningsins þannig að varla vantaði reglurnar ef það er það sem haldið hefur evrópskum fjárfestum á mottunni að þínu mati. Regluverk sambandsins um fjármálastarfsemi virðist því ekki henta okkur Íslendingum frekar en svo margt annað sem rennur af reglugerðafæribandinu í Brussel.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.5.2009 kl. 22:52

18 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það var einmitt ekki sízt regluverk Evrópusambandsins sem gerði hinum svokölluðu útrásarvíkingum mögulegt að gera það sem þeir gerðu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.5.2009 kl. 22:54

19 Smámynd: Einar Guðjónsson

Spillingin í Evrópusambandinu kemst ekki í hálfkvisti við hana eins og hún er hér.

Lífskjör hér eru langt fyrir neðan næstu lönd og sú niðurstaða hefur bara fengist með tölfræðisvindli og sjálfsblekkingum. 

Einar Guðjónsson, 18.5.2009 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband