Þriggja flokka Evrópustjórn

Yfirvofandi er þriggja flokka Evrópustjórn Samfylkingar, Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar. Samkvæmt skoðanakönnunum geta þessir þrír flokkar myndað meirihlutastjórn. Miðað við áherslur Samfylkingar í kosningabaráttunni, þar sem öll vötn falla til Brussel, hlýtur fyrsti kostur flokksins vera að mynda ríkisstjórn sem sækir um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Hvað gera bændur þá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Ekki svo galin hugmynd!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 24.4.2009 kl. 11:35

2 identicon

Það er bara ein skoðanakönnun þar sem slík stjórn er möguleiki; burtséð frá ESB held ég að sú stjórn yrði afar vond.

ÁJ (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 11:43

3 identicon

Þetta er nú ansi hæpinn möguleiki, þó hann hafi verið til staðar um nokkurn tíma. Auk þess yrði alveg vonlaust að fara í 32-manna stjórn, með aðeins eins manns meirihluta. Of margir kverúlantar í bæði Framsókn og Borgarahreyfingu. Varla á vetur setjandi - ekki sumar heldur..!

VG eru að bakka út úr þrjóskunni gegn ESB, nú hafa nokkrir forystumenn þeirra sagt að það dugi þeim að leggja endanlegan samning fyrir þjóðina - enda fyllilega lýðræðisleg leið og engin ástæða til að halda þessa kjánalegu atkvæðagreiðslu fyrirfram. Skelfileg hugmynd, sem myndi ekki skila neinu nema sleggjudómum og hræðsluáróðri.

Semsagt, Samfylking og VG verða án efa áfram saman í stjórn.

Hinsvegar er það lykilatriði fyrir íslenska þjóð að tryggja Samfylkingunni betri kosningu; aðeins þannig verður hægt að tryggja umsókn um aðild að Evrópusambandinu og aðeins þannig verður hægt að tryggja íslenskri þjóð einhverja vonarglætu til framtíðar.

Kjósum aðild að ESB - kjósum Samfylkinguna!

Evreka (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband