Veðsett æra Morgunblaðsins

Morgunblaðið birtir kryptískan leiðara í dag um að ótilgreindir menn eigi að horfast í augu við gjörðir sínar og láta af afneitun ábyrgðar á hruninu. Í niðurlagi er hótun: ..Veltum við hverjum steini - annars munu steinarnir hrópa!''

Í Morgunblaðinu sjáum við blóðskömm krosseignatengsla stjórnmála og fjölmiðlaumræðu þar sem stjórnmálamenn og ritstjórnir eru með veð í æru hvers annars. Morgunblaðið þegir um vitneskju sem það hefur um mútumál Sjálfstæðisflokksins.

Yfirlýst stefna Morgunblaðsins er að þjóna lesendum sínum. Þeim er illa þjónað þegar blaðið er skrifað eins og safnaðarrit sjálfstæðismanna. Tilburðir Staksteina í dag að gera peðsfórn Sjálfstæðisflokksins á framkvæmdastjóra sínum að pólitísku afreki gerir Morgunblaðið meðsekt í mútumálinu.

Dagblað á að birta upplýsingar, ekki liggja á þeim. Í þjóðfélagsumræðu á dagblað að taka skýra afstöðu með réttlætinu en ekki hylma yfir samfélagsglæpum.

Í næsta tölublaði birtir Morgunblaðið væntanlega afsökunarbeiðni til lesenda sinna og útskýrir hvaða ráðstafanir verða gerðar til að mistök útgáfunnar 11. apríl 2009 endurtaki sig ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pistilinn skrifar Páll: "Dagblað á að birta upplýsingar, ekki liggja á þeim. Í þjóðfélagsumræðu á dagblað að taka skýra afstöðu með réttlætinu en ekki hylma yfir samfélagsglæpum."

Réttmæt ábending hjá þér PV. Verð þó að leyfa mér að benda á smá hnökra í röksemdafærslu þinni. Ég vænt þess að við getum verið sammála um að þarna á að standa "Óháð dagblað á að birta..."

Flokksblöðin birta svo spunann og lygina kinnroðalaust.

Þessa dagana logar sjáLfstæðisFLokkurinn stafna á milli vegna 55 - 60 milljóna króna. Landsmenn fara hamförum gegn flokknum og hysterian ræður ferðinni sem aldrei fyrr.

Það fer hins vegar fáum sögum af þeim gjörningi þegar þjóðbankarnir felldu niður þriggjamilljarða skuld Árvakurs/Morgunblaðsins og seldu blaðið í hendurnar á kvótaeiganda sem náði sér í tvo milljarða á silfurfati, korteri fyrir bankahrun, með dyggri aðstoð innherja í Glitni.

Þessvegna, minn kæri Páll, er Morgunblaðið innvígt og innmúrað flokksblað í dag og þessvegna mun helvíti fyrr botnfrjósa en að blaðið birti afsökunarbeiðni til lesenda sinna vegna "kryptískra" leiðaraskrifa.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 11:05

2 identicon

Orð Hilmars eru sláandi.  Langar að vita hvaða bankar felldu niður 3ja milljarða skuld Árvakurs/Morgunblaðsins.

EE elle (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 11:33

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Fjölmiðlar eiga að láta stjórnmálamönnum það eftir að vera kryptiskir.  

Hinir síðarnefndu ættu reyndar að láta véfréttina í Delfí, eða spákonur í Hafnarfirðinum, um slíkt háttalag.   Aðrir hafa ekki efni á því núna.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 11.4.2009 kl. 18:14

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Má ekki frekar tala um veðsett æruleysi?

Auðun Gíslason, 11.4.2009 kl. 21:04

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Nokkrir aðilar hlupu greinilega á sig og létu kappið bera skynseminni ofurliði. Bjarni er búinn að taka á þessu . Hitt er annað mál að á þessum tíma voru engin lög um framlög til flokka og þá gilti bara brjóstvitið. Hver og einn verður sífellt að horfa í hjarta sitt og ákveða hvort hann sé á siðferðilega réttu svæði. Þarna hefur verið farið langt út fyrir eðlileg mörk að mati meginþorra Sjálfstæðismanna eins og sést á viðbrögðunum innan flokksins sjálfs.

Almennir flokksmenn vissu ekki um þessar greiðslur. Þessir aðilar töldu þær greinilega í lagi enda ekki bannað þegar þetta var að þiggja svona upphæðir. Almennum flokksmönnum hinsvegar þykir þær hættulega háar, vill ekki svona upphæðir þó ekki væri nema vegna tortryggni og illra hugsana aðila eins og þín. Þær gefa færi á flokknum sem annars væri ekki.

Það sem mestu skiptir hér er að einhverjir hafa setið á þessum upplýsingum til þess að nota gegn Sjálfstæðisflokknum örfáum dögum fyrir kosningar til þess að afvopna hann og koma í veg fyrir að stefnuskrá hans og aðgerðaráætlun nái eyrum og athygli almennings.

Þetta var 2006 en nú er 2009. Allt aðrir tímar, annað fólk, annað viðmið. Hvernig væri að hætta skítkasti og fara að vinna í að bjarga málum hér á landi? Eða eruð þið pólítískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins svo uppurnir  af málstað að þið teljið ykkur betur borgið með því að þrampa á Sjálfstæðisflokknum svo hann nái ekki að kynna sín málefni og stefnur til bjargar heimilum og atvinnulífi?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 12.4.2009 kl. 07:42

6 identicon

Adda,það er betra að vera vel vöknuð ,en það ertu ekki ,það sést svo vel í grein þinni hér.Er Bjarni Ben,einhver galdramaður,?Nei það er hann ekki.Páll er aftur á móti vel vaknaður,og ritar þarflegan pistil.

Númi (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 07:52

7 identicon

Páll  - er sammála því sem þú segir hér.  Nú er komið að MBL að sanna sig.  Annars verður hann bara Mattamoggi eins og hann hefur verið unanfarna áratugi.

En segðu mér hvers vegna voru settir 200 milljarðar í sjóði bankanna eftir fallið af almanna fé  ? 

Rúnar (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband