Bretar og Bandaríkjamenn læra af Íslandi

Nýjasta bjargráð ríkisstjórnar Obama gagnvart kreppunni fær falleinkunn hjá mönnum eins og Paul Krugman og Josep Stigliz. Breski seðlabankastjórinn segir ríkisstjórn Gordon Brown að hún geti ekki prentað meiri peninga til að kaupa sig úr vandanum.

Bandaríkjamenn og Bretar munu læra af Íslendingum: Ríkið verður að yfirtaka ónýta banka, stroka út hlutafé þeirra og endurfjármagna. Geir H. Haarde er um það bil að fá uppreisn æru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir fær aldrei uppreisn æru. Hann fór fyrir ömurlegustu ríkisstjórn lýðveldisins. Hann verður einna helst borinn saman við Gunnar Thoroddsen og þó ekki. Gunnar missti tök á öllu en hann setti þó ekki alla þjóðina á hausinn.

Geir er dæmi um hvað lélegur stjórnmálaleiðtogi getur valdið ofboðslegum skaða.

Hitt er annað mál að ömurlegt er að fylgjast með því hvernig allri ábyrgð á hruninu er dembt á nokkra menn í Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin ætlar enga ábyrgð að axla og það sem meira er ætlar þessi flokkur að dæma þjóðina til að þola liðið sem bar ábyrgð á hruninu í eitt kjörtímabil til viðbótar.

Þetta er ótrúlegt. Hvernig getur Samfylkingin boðið þjóðinni upp á þetta? Og hvernig er komið fyrir þjóðinni að láta bjóða sér þetta?

Samfylkingin er flokkur lyga og spuna og því ógeðfelldastur íslenskra stjórnmálaflokka.

En sjálfstæðismenn þurfa að komast yfir áfallið vegna Geirs Haarde. Hann brást gjörsamlega fyrir og eftir hrunið og reyndist hörmulegur stjórnmálaleiðtogi.

Karl (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 09:16

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Karl : Ekki gleyma því að Geir H H greiddi upp ólán það sem Gunnar Thoroddsen tók á ríkisstjórnartíð sinni til að halda uppi óráðsíu sinni. Þetta lán var með eingreiðslu árið 2017 (ætlapði að láta barnabörnin sín borga sukkið sitt ). Þetta greiddi Geir og Davíð Oddsson upp í þeirri viðleitni sinni að gera Ísland að skuldlausu landi - sem þeim tókst að því marki að ríkissjóður/skattgreiðendur skulduðu svipað eða minna en þeir áttu í gjaldeyri og gullforða.

Þessi staðreynd ekki hvað síst gerir gæfumuninn fyrir okkur á þessum tíma alþjóðlegrar kreppu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.3.2009 kl. 09:27

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Mörkuð leið er sú rétta og ekki að ástæðulausu að heimurinn hefur horft hingað til reynslu okkar. Þessi kreppa er hagfræðingum mikið nýland. Það vill til að við erum fyrsta landið sem er að feta sig í myrkrinu inn á óþekktar lendur. Það má tala allt til helvítis (og hefur það verið stundað þokkalega mikið hér á landi), en staðreyndin er að það þarf samt að taka ákvarðanir og marka stefnu. Það gerði Geir H. Haarde og hversu vel eða illa fólki líkar aðdragandi kreppunnar, þá var mörkuð stefna að líkindum sú eina rétta í stöðunni.

Haraldur Baldursson, 25.3.2009 kl. 09:32

4 identicon

Geir fær ekki uppreist æru, hann er lygari, ítrekað uppvís að því að segja umbjóðendum sínum ósatt um staðreyndir og atburði. Vegna hvers skyldi lygari fá uppreist æru? Kannski fær hann einhvern tímann refsiréttarlega uppreist æru en aldrei pólitíska.

Eyjolfur (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 09:34

5 identicon

Viðurkenna ber það sem vel er gert.  Það er rétt sem hér kemur fram að Geir og Davíð greiddu niður skuldir. Staðan væri ennþá svartari hér hefðu þeir ekki gert það.

Hins vegar er það varla mikið afrek að greiða niður skuldir þegar svo hressilegur afgangur er á ríkissjóði eins og hér hefur verið á síðustu árum. En ábendingin er rétt.

Tek fram að ég hef lengst af stutt Sjálfstæðisflokkinn. Ég get hins vegar ekki tekið undir lof um Geir Haarde. Hann brást algjörlega að mínu viti fyrir og eftir hrunið og er ábyggilega lélegast stjórnmálaleiðtogi Íslandssögunnar. Slíkur samanburður er kannski ekki sanngjarn. Margir leiðtogar gerðu ekkert, breyttu engu og skildu ekkert eftir sig.

Geir fékk hins vegar rosalegt verkefni upp á sitt borð. Og klúðraði því svo gjörsamlega að þjóðin bíður þess seint bætur. Þetta verða sjálfstæðismenn að horfast í augu við.

karl (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 10:22

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Karl : "Margir leiðtogar gerðu ekkert, breyttu engu og skildu ekkert eftir sig."

Jú, dr. Gunnar og Steingrímur Hermannsson ásamt og 1971 stjórninni skildu eftir sig ótrúlegar skuldir og galtóma sjóði.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.3.2009 kl. 10:56

7 identicon

Það er satt, Karl: "Samfylkingin ætlar enga ábyrgð að axla og það sem meira er ætlar þessi flokkur að dæma þjóðina til að þola liðið sem bar ábyrgð á hruninu í eitt kjörtímabil til viðbótar.  Þetta er ótrúlegt.  Og hvernig er komið fyrir þjóðinn að láta bjóða sér þetta?"  Thumbs Down   Ekki get ég kosið flokkinn.

EE elle (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 11:11

8 identicon

Og líka ættu þeir sem voru í rikisstjórn Sjálfstæðisflokksins að VÍKJA.

EE elle (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband