Þýskt evrukvalræði

Þjóðverjar eru lánveitendur evrulanda til þrautavara án þess að það sé nokkurs staðar skrifað á bók. Þvert á móti er klausa í Maastrict-sáttmálanum um að evruþjóðir beri ábyrgð eigin ríkisfjármálum. Írland er á leiðinni í efnahagsræsið, Grikkland er næst í röðinni og ekki langt fyrir aftan eru Spánn og Ítalía. Allt evrulönd.

Í Þýskalandi eru skiptar skoðanir. Fjármálaráðherrann, Peer Steinbrück, lætur hafa eftir sér að þýski ríkiskassinn verði að hjálpa evruþjóðum í neyð og nefnir Írland sérstaklega. Otmar Issing, fyrrum aðalhagfræðingur Evópska Seðlabankans, segir það hörmulega hugmynd að veita afslátt af Maastrict-sáttmálanum. Issing telur það grafa undan ábyrgri fjármálastjórn ef óreiðuríkjum verið bjargað, þar með sé myntbandalagið í hættu.

Í stöðunni eru tveir kostir og báðir vondir. Annað hvort að leyfa óreiðuríkjunum að sökkva dýpra og vona að botninum verði náð áður en samfélagsgerðin hrekkur í sundur eða að dæla peningum í efnahagskerfi viðkomandi ríkja og veðja á að þýskir vasar séu nógu djúpir til að fjármagna útgerðina. Ef Þjóðverjar bjarga Írum munu Grikkir krefjast hins sama.

Hvor leiðin sem verður farin er víst að hertari reglur verða innleiddar á evrusvæðið um ríkisfjármál. Það litla svigrúm sem evruþjóðir höfðu í ríkisfjármálum mun hverfa. Víðtækara og dýpra evrusamstarf eykur aðskilnað hagstjórnar og pólitísks valds í þeim þjóðríkjum sem hafa evru fyrir mynt.

Kröfur um aukinn pólitískan samruna hljóta að koma í kjölfarið. Það væri í stíl við þróun Evrópusambandsins, kreppur eru nýttar til að ná næsta samrunaáfanga. Aðferðafræðin gefur sér að þjóðríki álfunnar hafi víð kok til að gleypa æ meiri valdasamþjöppun í Brussel. Að því kemur að valdaframsalið stendur í einhverjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Einmitt. Horfurnar fyrir evrusvæðið eru vægast sagt óhuggulegar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 25.2.2009 kl. 10:11

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Því fylgja ekki neinir óteljandi kostir að taka upp evru. Ef efnahagskerfið á bak við einhvern gjaldmiðil er ónýtt þá á það við um evruna. Evrusvæðið hefur verið meingallað í grundvallaratriðum frá upphafi. Svæðið hefur t.a.m. aldrei uppfyllt hagfræðileg skilyrði þess að myntbandalag virki sem skyldi og geti talizt hagkvæmur kostur. Hagkerfin sem mynd það eiga enga samleið á heildina litið og ein miðstýrð peningamálastefna gerir fyrir vikið meiri skaða en gagn.

Hjörtur J. Guðmundsson, 25.2.2009 kl. 10:53

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þegar Evran var tekin upp þá kröfðust Þjóðverjar og Frakkar þess af öðrum þjóðum að þær héldu Maastricht-sáttmálann, en þessar tvær þjóðir fengu undanþágu frá þessum sama sáttmála.  Þær settu fordæmið og í dag getur engin ESB-þjóð framfylgt þeim sáttmála.

Lárus, samkvæmt ESB, ef þú kúkar á þig þá breytir engu hvort þú ert með bleyju eða ekki, það mun enginn koma til að þrífa þig.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.2.2009 kl. 15:46

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Evran var andvana fædd frá upphafi. Hún er mynteining sem gerð var samkvæmt einhverjum útópískum hugmyndum en sem þoldi ekki raunveruleika heimsmarkaða. Hún eykur lífskjaramun milli aðildaþjóða!  Það segir nú mesta sögu hennar, því miður. Baklandið er veikt og mun veikjast. Þessu veika myntbandalagi vilja sumir Íslendingar sameinast. Því miður!   Þetta fólk er ekki skynsamt fólk. Þetta fólk er fólk fljótfengna gróðans sem síðan hvarf jafnfljótt og hann kom.  Því miður!

EURO er óheillastig.

Baldur Gautur Baldursson, 25.2.2009 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband