Haturspólitík hefnir sín

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur snýst um að koma Davíð Oddssyni úr Seðlabankanum. Jóhanna og félagar veðja á að andstyggð þjóðarinnar á fyrrum formanni Sjálfstæðisflokksins sé slík að almenningur muni verðlauna stjórnarflokkunum embættismissi Davíðs. Dómgreindarleysi Jóhönnu og meðráðherra verður þeim að fjörtjóni. Fólk vill stjórn sem leggur til atlögu við efnahagsmál og kortleggur hvernig við náum landi í gegnum brotsjó kreppunnar.

Stjórnarflokkarnir áttu að pakka Seðlabankafrumvarpinu inn í almennar aðgerðir til að rétta af þjóðarskútuna. En heiftin út í Davíð var slík að ríkisstjórnin bæði tilkynnti það sem sitt fyrsta verk væri að losna við Seðlabankastjórn og sjálf skrifaði Jóhanna bréf sem bað um afsögn bankastjórnarinnar.

Uppákoman í dag, þegar þingfundum er frestað trekk í trekk til að þjarka við framsóknarmenn um afdrif Seðlabankafrumvarps, festir í minni helsta tilgang ríkisstjórnarinnar: Flæmum Davíð úr embætti.

Heiftin sem lýsir sér í framgöngu ríkisstjórnarinnar er ótrúlega vitlaus pólitík. 

 


mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fréttaflutningur og heilaþvottur. Ég persónulega hef átt erfitt með að átta mig á stöðunni gagnvat ákvörðun Dagvíðs Oddssonar að stöðva glæpaferil Glitnis með hörmulegum afleiðingum fyrir þjóðina. Síðan komu hinir bankarnir á eftir.

Er ekki Davíð Oddsson eini maðurinn með vita á þessu fávitaskeri þegar upp er staðið?   Skuldafen og óstjórn bankanna hefði hvort sem er litið dagsins ljós fyrr eða síðar. Var þetta ekki það eina rétta?

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 19:59

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Eins og mælt úr mínum munni, Páll!! Vel skrifað!

Lilja G. Bolladóttir, 23.2.2009 kl. 20:53

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Þjóðin þarf núna stjórnmálamenn, sem vilja taka þátt í uppbygingu landsins. Það er nóg komið af niðurrifi. 

Júlíus Valsson, 23.2.2009 kl. 21:23

4 identicon

Flokkurinn og hans menn ganga fyrir öllu - þannig var það fyrir austan líka.

Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 21:25

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú klikkar ekki Páll.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.2.2009 kl. 21:46

6 identicon

AÐ SJÁLFSÖGÐU Á DAVÍÐ ODDSSON,HERMDARVERKAMAÐUR AÐ VÍKJA.ÞJÓÐIN MUN ALDREI GLEYMA VINNUBRÖGÐUM OG FRAMKOMU NÍÐINGSINS Í SEÐLABANKANUM,ÞAÐ MÁ EKKI GLEYMA ÞVÍ AÐ ÞESSI DAVÍÐ Á ÞÁTT Í ÞEIM HÖRMUNGUM SEM HAFA ÁTT OG EIGA SÉR STAÐ Í  ÍRAK,SVO EKKI SÉ MINNST HVERNIG HANN OG SKEMMDARVERKAGENGI HANS HAFA FARIÐ MEÐ ÞJÓÐ SÍNA.

PÁLL VILHJÁLMSSON, FYRIR HVAÐ VERÐUR DAVÍÐS ODDSONAR MINNST Í SÖGUBÓKUM ÞJÓÐARINNAR .?

Númi (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 23:26

7 identicon

Er ég einn um að gruna að þetta Davíðs hatur og sirkúskúnstir Samylkingarinnar í bankastjóra málinu, er farið að hafa þver öfug áhrif en ætlast var til hjá almenningi?

Því meiri tími sem líður í þennan blessaða skrípaleik sem nýtist ekki til einhverja annara verka sem skipta þjóðina einhverju máli, því vonlausari lítur stjórnin út, sem varla var á bætandi yfirleitt.

Og á sama tíma koma nýjar og nýjar upplýsingar upp á yfirborðið sem sýna og sanna að "vondi" kallinn Dabbi í Seðlabankanum er nánast sá eini sem eitthvað reyndi til að stoppa ræningjagengið, fjölmiðlana á vegum þeirra og spillingarflokk sem virðist vera enn ein fjárfesting Jóns Ásgeirs, sem að vísu umfram allar aðrar hefur gefið heldur betur vel af sér hvað hans myrkra og sóðaverk áhrærir.

Geymt en örugglega ekki gleymt af þjóðinni sem var svikin af honum, Baugsmiðlunum og Baugsflokknum hans. 

Man ekki eftir að það hafi fengið umfjöllun í Baugsmiðlunum að Paul Krugman nýaðlaður Nébelsverðlaunahafi í hagfræði hafi gefið afgreiðslu stjórnvalda á málefnum gamla Glitnisbanka hæstu einkun í New York Times.

En duglegir hafa þeir verið að birta umsagnir annara kollega hans ef þær henta eigandanum í stríðinu við Davíð.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 01:04

8 identicon

Mér hefur sýnst á skrifum þínum Páll, að enginn nái að toppa þig í hatri og þá á ég við hatur þitt á öllu sem tengist Baugi. Það sem þú kallar hatur á Davíð Oddssyni stafar af því að hann sem Seðlabankastjóri virðist hafa klúðrað öllu sem einn bankastjóri getur klúðrað á ferli sínum. Nægir þar að benda á umsagnir íslenskra og erlendra hagfræðinga sem allar benda í sömu átt ,, mistök Seðlabanka, mistök Seðlabanka, mistök Seðlabanka ". Allar kannanir hafa sýnt það að þjóðin er búin að fá upp í kok af einræði Davíðs Oddssonar og yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er ekki bara Samfylkingin Páll. Sá smái hluti þjóðarinnar sem enn fylgir Davíð í blindni er frjálshyggjuarmur Sjálfstæðisflokksins, sem er einmitt sá hluti flokksins sem skapaði aðstæður fyrir fjármálahruni Íslands.

Stefán (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 09:16

9 identicon

Hvaða vitleysa er þetta? 

Davíð og félagar í Seðlabanka gerðu mistök (hvers vegna voru þeir ekki búnir að setja bindiskyldu í t.d. 20-30% og stöðva þar með þessa útrásarvitleysu?) og eiga að víkja!

Nú segir einhver "...en á þá ekki Jóhanna að víkja líka og hver er ábyrgð Ingibjargar og Össurar, hætta þau ekki?"

Því er fljótsvarað

Kjósendur taka ákvörðun um það!

Kjósendur hafa hins vegar ekki slíkt vald yfir Davíð ...og er það miður

Daginn sem Davíð kveður hefst endurreisn Íslands ..og þá dreg ég fána að húni!

Ragnar (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 09:20

10 identicon

Ég og fjöldi annara höfum einmitt ákveðið það Ragnar, að draga fána að húni þegar Davíð yfirgefur loks Seðlabankann. Kanski sá dagur verði fánadagur á Íslandi í framtíðinni ?

Stefán (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 10:06

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"....Það að skipta um stjórn í Seðlabankanum er fagleg ákvörðun."

Ægir Magnússon skrifaði þessi orð skömmu eftir miðnætti.

Skyldi hann trúa þeim þegar hann vaknar í dag?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.2.2009 kl. 10:23

12 identicon

Ja, - frekar vildi að mér væri minnst sem Baugshatara en Davíðshatara ef málið snýst um að þurfa að taka afstöðu gegn einum og þá um leið viðurkenna ást á hinum.

Það vel ég vegna barna, barnabarna og baranbarnabarna, þjóðarinnar sem ég er fæddur í.

Páli ber fremur að þakka fyrir að hafað staðið óhræddur vaktina gegn glæpagenginu á meðan yfirvöld og þjóðin svaf.  Það hefur nákvæmlega ekkert með hatur að gera, heldur skinsemi sem augljóslega nokkrir hér sem koma í heimsókn hafa af skornum skammti.

Davíð bjó ekki til glæpamenn, né barðist fyrir að þeir fengju að athafna sig að vild í að tæma peningasjóði þjóðarinnar.

Það fékk þjóðin í Bónus frá Baugi og Jóni Ásgeiri.

Án þess að vera fylgismaður Davíðs, og hvað þá að hann settist í stóla Seðlabankastjóra, þá myndi ég frekar kjósa að fjölskylda mín yrði umkringd hundruðum Davíðum, en einu pari af  Baugsglæpamafíufeðgum.

Fánadagurinn minn verður þegar þeim verður úthýst af þjóðinni fyrir fullt og fast.

Að verja slíkar hýenur er landráð að mínu mati.  Takk fyrir.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 12:59

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Hilmar Þór Hafsteinsson

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.2.2009 kl. 14:44

14 identicon

Hilmar. 

Hvað veist þú um hvort að Jón Ásgeir er flokksbundinn einhverjum flokki, og þá hvort að hann hafi yfirleitt kosið hann?

Hvað gæti hindrað það að hann væri floksbundinn öllum flokkum og hvort hann er það ekki?

Hvað fær þig til að halda að hann er svo heimskur að kjósa flokk sem hann segir að hafi lagt sig og sína í áratugar ástæðilaust einelti?

Jú annars, - sagan hefur sýnt að hann hefur nógu lítið af andlegum burðum til að hafað gert það.  Svona einkenni vælandi kellingar sem er lamin af fullum kallinum og fer ekkert.  (Þarft ekki að svara þessari) (o:

Hver er punkturinn með þessa þráhyggju um að hann sé floksbundinn einhverjum flokki um leið og hann á Samfylkinguna nánast skuldlaust og hefur væntalega mokað illa fengnum fjármunum þjóðarinnar í þá alla til að tryggja sér ákveðið athafnafrelsi sem hann nýtti sér og sínum ágætlega?

Er Sjálfstæðisflokkurinn eða einhver annar með lögbrot, svindl og siðleysi sérstaklega á stefnuskrá?

Ef svo er, gjörðu svo vel að leggja fram gögn sem sýna það?

Ef Jón Ásgeir fyllir ekki aljóðlega skala hvað landráðamaður er, þá er vandséð hvernig er hægt að koma fram við sína þjóð til að teljast sem slíkur?

Hvað náhirð hans áhrærir þá get ég víst ekki viðrað skoðun mína á henni nema með orðum sem ekki er forsvaranlegt að birta opinberlega. 

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 15:19

15 identicon

PS.  Það er óskandi að báðum verði refsað harðlega og þá eðlilega ef að sannast á þá lögbrot.  Skárra væri það nú. 

Undirritaður er ekki liðsmaður Flokksins og hefur aldrei verið og kýs hann ekki og örugglega ekki á meðan að dæmdir brotamenn eru þar þingmenn. 

Var og er á móti ráðningu og veru Davíðs í Seðlabankannum sem hefur ekkert með hans persónu að gera.  Pólitíkusar eiga ekki að gegn opinberum embættisstöðum sem fylgja ekki stjórnarsetu á hverjum tíma.

 Held að það hafi komið betur og betur í ljós og eigi eftir að gera enn meir að hann er sá eini sem getur sýnt og sannað að hann lagði ýmislegt á sig að reyna að bjarga því sem bjargað varð.

 Heimir.  Hver er maðurinn, þas. hvað kemur hans persóna málinu við?

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 15:31

16 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Afskaplega athyglisverður og góður pistill, sem á fullan rétt á sér í umræðunni þessa dagana.  Ástandið í dag minnir á frönsku byltinguna í lok átjándu aldarinnar, þar sem fók skemmti sér á torgum við að sjá þegar verið var að afhausa aðalinn með fallöxinni.  Blóðþorstinn og hefnigirnin hér er orðin slíkur hjá þröngum hóp nútíma kommúnista sem kalla sig allskonar nýjum nöfnum.

Af þessum óaldarlýð, - sem var fremstur í flokki á Austurvelli og við húsnaæði Fjármálaeftirlitsins, við Stjórnarráðið og við Selðlabankann að brjóta rúður og skemma eitt og annað, - hve margir ætli að hafi nokkurntímann unnið fyrir málungi matar, unnið fyrir sjálfum sér eða safnað einhverju sparifé eða öðru sem þeir hafi svo tapað í bankahruninu?  Ég efast um að nokkur úr þeim hópi hafi tapað neinu í bankahruninu, en hinsvegar tapað stórfé á fíkniefnakaupum og í áfengisneyslu. 

Kær kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 24.2.2009 kl. 15:54

17 identicon

Mikinn ferð þú Björn Bóndi þegar þú talar um "óaldarlýð" á Austurvelli.

Þarna var m.a. að finna stóra hópa langskólamenntaðra einstaklinga sem alla tíð hafa skilað sínu til samfélagsins án þess endilega að njóta góðærisins.

Dæmigert fyrir Davíðsaðdáendur að vilja setja mótmælendur undir einn hatt. 

Davíð hefur gert alveg skelfileg mistök, fyrst sem forsætisráðherra (aldre nokkurn tíma hefur hann gert neitt fyrir mig, ekki minn forsætisráðherra!) og síðar sem Seðlabankastjóri

Fyrir þau mistök verður maðurinn að víkja

ÞAÐ VERÐUR ALDREI SÁTT Á ÍSLANDI Á MEÐAN DAVÍÐ ER Í RÍKIS-EMBÆTTI

Ragnar (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 16:31

18 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

____________________________________________________

Ragnar minn (IP-tala skráð);  Ég gerið ráð fyrir því að þú og þínir líkar lesi með ykkar eigin gleraugum það sem þið viljið lesa og snúa því útur. 

Ég setti engan "undir sama hatt" nema: "Af þessum óaldarlýð, - sem var fremstur í flokki á Austurvelli.........."

Þarna er ég að tala einvörðungu um þá sem voru fremstir í flokki við skemmdarverkin og margir voru grímuklæddir til að þekkjast ekki á meðan þeir frömdu sín myrkra- og skemmdarverk.  Það er óaldarlýðurinn sem ég var að tala um.  Kónar af báðum kynjum, aldir upp af fólki á borð við Evu "norn" Hauksdóttur sem elti örverpi son sinn til að hjúkra honum þegar honum hafði tekist að láta sprauta á sig piparúða og Völu "fjölmiðlamann" Helgadóttur sem að eigin sögn hafði alið dóttur sína upp við það hvernig ætti að mótmæla".  Allt til að komast í fjölmiðla, og svo ætlar þessi Helga að bjóða sig fram til Alþingis.   Og svei...!!! 

Kær kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 24.2.2009 kl. 17:08

19 identicon

Það er örugglega rétt sem bóndinn segir um óaldarlýðinn sem stundaði skemdarverkin í mótmælunum. 

Sennilega er mun erfiðra að ná fólki saman til að mótmæla fyrir utan Bessastaði, forsetabústaðinn, stjórnarráðið, skrifstofur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, Baugsmiðlana, Haga, Baug og þau fyrirtæki sem þessi rumpulýður sem tæmdi fjárhirslur þjóðarinnar er.

Ofbeldið hefur örugglega fælingamátt fyrir stærsta hluta þeirra sem vildu mótmæla ástandinu í dag, sem er það sama og fyrir stjórnarskiptin.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 17:33

20 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Guðmunbdur Gunnarsson:

"Hægan, hægan, góðir hálsar. Það er löngu ljóst að bæði DO og JÁJ eru Flokksmenn. Báðir eru glæpamenn og báðum verður refsað í samræmi við það.

Það er aum röksemdafærsla hjá náhirð DO að halda að þeir geti bætt eigið böl með því að benda á eitthvað verra.

Hilmar Hafsteinsson, 24.2.2009 kl. 14:34

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Hilmar Þór Hafsteinsson"

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.2.2009 kl. 18:09

21 identicon

Davíð Oddsson var forsætisráðherra Íslands og stjórnaði einkavinavæðingu bankanna frá upphafi til enda.
Aðal hugmyndafræðingur hans við þetta verk var Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
Davíð Oddson er 100% ábyrgur fyrir þessu ferli.

Ég vil einnig vekja athygli ykkar á þessari staðreynd.
 
Samkvæmt  91. grein almennra hegningarlaga er Davið Oddson  lögbrjótur!


Úrdr. úr X. kafla almennra hegningarlaga -

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
 Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
 Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.
 
Lýsing refsiverðs verknaðar:

Í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins þriðjudaginn þann 7. október 2008 skýrir seðlabankastjóri Davíð Oddsson frá ráðagerðum og ályktunum ríkisins um málefni, sem heill þess gagnvart öðrum ríkjum er undir komið, og hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum.

Tjón vegna þessa verknaðar fyrir íslenska þjóð nemur 6000 miljarða ISK!

Embættismanni sem brýtur af sér á þennan hátt ber umsvifalaust að víkja úr starfi.

Sjá:
http://www.icenews.is/index.php/2008/10/13/richard-portes-analyses-the-shocking-errors-of-icelands-meltdown/

"Mr Oddsson is part of the problem, not of any solution, and should resign immediately."

Jón (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 19:05

22 identicon

Jón. 

Ert þú þá ekki búinn að kæra Davíð ef þú ert svona viss um hvað hann braut landslög og nákvæmlega hver?

Er það ekki lagaleg skylda hvers borgara að gera yfirvöldum vart um og eða kæra lögbrot sem hann hefur orðið vitni að? 

Annars er ég algerlega á móti þeim kenningum að einhver stjórmálastefna er ábyrg fyrir hruninu.

Ábyrgðina ber glæpalýður sem ætlaði að mjólka þjóðina hvað sem það kostaði, og án þess að virða siðferðis-viðskiptasiðferðis-eða landslög.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband