Reiknuð kreppa í Kastljósi

Í gær var í Kastljósi maður sem reiknaði út að ekki borgaði sig fyrir hann að standa í skilum með íbúðarlán. Í kvöld voru tveir sérfræðingar fengir til að leggja út af reiknisdæminu. Í dæminu í gær var teflt fram nokkrum forsendum um þróun verðbólgu og íbúðarverðs. Dæmi af þessu tagi eru háð forsendum, breytist forsendur þá verður útkoman önnur. Þar fyrir utan er erfitt að reikna í dæmi af þessu tagi sjálfsvirðingu sem óneitanlega bíður hnekki standi maður ekki í skilum.

 

Fjölmiðlar hafa frá bankahruninu fyrir tveim mánuðum verið á útopnu að finna áþreifanleg dæmi um kreppuna. Þegar fátt er um áþreifanleika er sniðugt að reikna kreppu. Forsendur fyrir framtíðinni eru aðeins forsendur, spár um hvað sé líklegt að gerist. Og af því fjölmiðlar eru forritaðir fyrir hverfulleika en ekki hversdagslíf er reynt að grípa á lofti verstu mögulegu framtíð.

Fyrir okkur sem dettur ekki annað í hug en að borga lán og standa undir skuldbindingum er eins og að horfa á fyrirbærasýningu í Englandi Viktoríutímabilsins þegar einhver, sem virðist með öllum mjalla, kemur fram í Ríkissjónvarpinu og reiknar sér ábata af því að standa ekki í skilum.

Er næsta sýning um það að hjón með fimm börn komi í sjónvarpsþátt og segjast ætla að skilja vegna þess að gagnvart skattinum sé það hagkvæmt? Kemur einhver og segist ætla að saga af sér fótinn til að fá örorkubætur? Óneitanlega gott sjónvarpsefni.

Reiknuð kreppa er andhverfan af útrásinni sem var reiknaður gróði. Hvorttveggja er hugarburður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ert þú sem sagt með þitt á hreinu?

 Að lesa þennan pistil þinn er einsog að hlusta á ISG segja: "Kreppu, hvaða kreppu". Að það sé ekki kreppa, sökum þess að einhverjir blaðamenn eða stjórnmálamenn verði ekki varir við hana.

Það er líka fáheyrð dólgahagfræði að halda því fram að forsendur séu yfirleitt rangar. Að veruleikinn sé í raun bara eitt af mörgum sértilfellum.

 Auðvitað er aldrei hægt að spá með vissu, en það er ekki hægt að taka ákvörðun án þess að gefa sér forsendur.

Doddi (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 23:37

2 identicon

Ég veit ekki hvort hægt er að segja að hann hafi verið að reikna sér ábata af því að standa ekki í skilum.  Maðurinn var að reyna að finna út úr því hvernig hann og hans fjölskylda gætu komist úr fjötrum húsnæðislána með sem minnstu tapi.  Jú ábatinn var kannski sá samkvæmt honum að ef hann hætti að borga strax þá gengi hann frá með minni skuldir en hann mundi gera ef hann mundi bíða í ár.  Staðreyndin er sú að það eru margir í þeirri stöðu að sparifé sem lagt hefur verið í fasteignir er að hverfa eða horfið og skuldirnar hækka og fólk á erfitt með að standa í skilum.  Fólk er að leita allra leiða til að bjarga sér eins vel og það kann og getur. Allar forsendur sem fyrir lágu þegar lánin voru tekin eru brostnar og það er ekki þeim að kenna sem komnir eru í greiðsluefiðleika.  Ég skil ekki í hvaða aðstöðu þú ert til að dæma það fólk.

JRJ (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 01:28

3 identicon

er eitthvað að því að reyna að svindla sig út úr svindlinu? ljúga sig út úr lyginni? þeir sem veðsettu ísland, reiknuðu með öguðum þrælum til að borga reikninginn. nú verður fólk bara að spyrja sig hvort vilji vera 'rebel, or slave'. ég verð farinn af landinu í vor.

fiddi (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 02:23

4 identicon

Mesta snilldin fannst mér samt að maðurinn er markaðs og sölustjóri spara.is og kemur fram í sjónvarpi og segist vera hættur að borga. Ábyrgur forsvarsmaður fjármálafyrirtækis þar á ferð, enn eitt súper prómóið fyrir Ingólf sólbrúna sem ráðleggur öllum þessa dagana að spara í evrum gegn betri vitund. Ætli sú sjoppa fari ekki að loka fljótlega með þessu áframhaldi?

Gunnar (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 03:04

5 identicon

Ég heyrði ekkert minnst á það í fyrri kastljós þættinum að viðkomandi ætlaði ekki að greiða til baka. Einungis að losna við sem stærstan part af láninu sem fyrst til að losna undan þeirri FRAMTÍÐARSKULD sem fellst í verðtryggingunni í dag.

Vandamálið er að vikomandi getur ekki selt húsið sitt á opnum markaði á 25 milljónir því að lánið er 31 (nema staðgreiða bankanum mismuninn) þannig að sérfræðingurinn sem sagði að lausn mannsins væri að selja bara stax á 25 var út í hött. Eina leiðin er nauðungarsala, þar má söluandvirði vera minna en lán og skuldari tekur rest með sér. Bankinn vill ekki setja hús á uppboð ef þú stendur í skilum og því er eina leiðin til að losna við húsið og minnka þannig skuldina sem er ekki búin að myndast er að HÆTTA AÐ BORGA.

Guðný (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 04:24

6 identicon

Einnig skildi ég manninn þannig að hann var ekki að hlaupast undan skuldbindingum, heldur að búa um hnútana þannig að sem minnst yrði áhvílandi á honum, þó að fyrirsjáanleg sé að það er ekki spurning um hvort heldur hvenær bankinn tæki  húsnæðið.

Þoli ekki að hlusta á hvern spekinginn á eftir öðrum talandi um það að fólk verði að borga og borga, þegar að vikomandi sjálfir eru flestir í vellaunuðum störfum yfirleitt hjá ríkunu.  

Það eru bara mjög margir sem í fyrsta lagi hafa ekki nema um 200þ útborgað, og í öðru lagi búinir að missa vinnu.

Svo er alltaf ráðlagt af fólki  sem er með milljón eða meira að þessir aumingjaR VERÐI AÐ BORGA.

Magnús Jónsson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 08:13

7 identicon

Það voru allir tilbúnir að taka þátt í gróðanum, en enginn vill taka á sig tapið. Sumir, þ.e. þeir sem áttu sparifé sitt í hlutabréfum og sjóðum voru ekki spurðir hvort þeir vildu leggja það til samfélagsins. Það var einfaldlega tekið af þeim.

Það er nokkuð til í því sem Gunnar Smári sagði í síðustu Moggagrein sinni, að húsnæðisskuldara vilji bara fá að vera með í sukkinu- láta þjóðina alla borga með sköttum eða með lækkun lífeyris.

Þessi ágæti maður í Kastljósinu tekur að sér að vera forystusauðurinn.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 08:55

8 identicon

Var hann ekki bara að segja að hann og hans fjölskylda hafi reist sér hurðarásu um öxl en fór bara svona að því að koma því til skila.

Hann fékk enga samúð hjá mér.

Og "kastljósin" að hafa ekki einu sinn vit á að hafa orð á því við hann.

101 (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 08:57

9 identicon

Er þetta vandamál kannski eitthvað sem Ríkisstjórnin gæti gefið einhverjar kjarngóðar upplýsingar um ?

Er engin deild innan stjórnunar kerfisins sem ætti svarað þeim spurningum sem Kastljós viðtölin hafa komið á framfæri?

Hvar hefði "íbúðaeigandinn",sem fyrra Kastljós viðtalið var við, getað fengið óhlutlægnar upplýsinga eða ráðgjöf um hvaða ráð væru til bjargar?

Agla (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 12:12

10 identicon

Mér finnst allt í lagi að benda á að þessi maður (Vésteinn Hauksson) sem ætlar sér að hætta að borga af lánunum sínum er markaðsstjóri og að því er virðist einn eigenda spara.is - fjármál heimilanna. Þetta er ráðgjafarhús sem veitir fólki í fjárhagserfiðleikum aðstoð gegn hárri þóknun.

Stjórnarformaður þes félags er Ingólfur H. Ingólfsson, en hann er einnig stjórnarformaður sparnadur.is

 Sjá: http://spara.is/Employee/

Karl (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 12:48

11 identicon

Verðrygging lána Tryggir Gjaldþrot

Enginn teikn eru á lofti um að hún verði afnumin

Sem betur fer er fólk að vakna og sjá Verðrygginguna sem krabbamein Þjóðfélagsins

Verðtryggingin verður bara afnumin ef sem flestir hætta að Borga þá verður kannski farið að reikna og sjá að með verðtryggingu verður ekki hægt að kúga komandi kynslóðir.

Verðbólga er vinur verðtryggingar

Ef verðbólgan missir vin sinn verður hún ekki eins sterk

Kveðja og hættum að borga

PS Farið að reikna

Æsir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 12:51

12 Smámynd: tatum

Hvers vegna eiga íbúðakaupendur að taka á sig tvö- ef ekki þrefaldan skuldaskammt en þeir gerðu ráð fyrir þegar íbúðakaupin fóru fram?  Til að geta keypt íbúð þarf greiðslumat og útfrá þessu mati er íbúðin keypt, þar kemur ekkert fram að útrásavíkingar séu á leið til landsins með bankaskuldir fyrir íbúðakaupandan að auki verðbólgu 16% og gengisfall uppá ca 50%.  Þetta er allavega ekki í mínu greiðslumati!  Gott hjá honum að hætta að greiða og þora að koma fram og láta vita af sér.  En þetta blogg sýnir enn og aftur að Gróa á Leiti þrífst á Íslandi sem aldrei fyrr!  Íslendingar hafa aldrei getað staðið saman! 

tatum, 5.12.2008 kl. 13:00

13 identicon

Var þetta dulbúin auglýsing fyrir þetta fyrirtæki Ingólfs?

Karl (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband