Öfgar, ekki í veðri heldur mönnum

RÚV slær upp veðuröfgum, talar við hópstjóra Veðurstofu sem segir hnattræna hlýnun ástæðu öfganna. Í beinu framhaldi ber RÚV fram þá kröfu að lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum.

John Christy, virtur loftslagsvísindamaður, hefur fylgst með veðri í hálfa öld. Hann segir hæga hlýnun standa yfir, um 1,5 gráða Celcisus á öld. Það eru ekki hamfarir heldur hæg þróun. Richard Lindzen, annar virtur á sviðinu, segir engar manngerðar loftslagshamfarir í augsýn. Annar fræðimaður í sama flokki, Lennart Bengtsson, segir i nýlegri bók að loftslagsvá sé hindurvitni. Hópstjóri Veðurstofu og formaður loftslagsráðs tka meira mark á Al Gore og Grétu Thunberg en vísindamönnum eins og Christy, Bengtsson og Lindzen.

Vísindaleg staðreynd er að 95 prósent, jafnvel 97 prósent, koltvísýrings, CO2, í andrúmslofti er náttúrulegur. Uppsprettan er m.a. uppgufun úthafanna, rotnun lífmassa - koltvísýringur hækkar á norðurhveli jarðar á haustin þegar lauf falla - og útgufun eldvirkra svæða. Maðurinn ber aðeins ábyrgð á 3-5 prósent koltvísýrings.

Öfgafólkið vill telja okkur trú um að maðurinn með sín 3-5 prósent stjórni ferðinni í loftslagsmálum en ekki náttúran sem býr til 95-97 prósent af koltvísýringi andrúmsloftsins. Efnasamband CO2, koltvísýrings, er nákvæmlega sama hvort heldur loftegundin verður til í náttúrunni eða við bruna eldsneytis í bifreið eða verksmiðju. Öfgafólkið fullyrðir að manngert CO2 breytir loftslaginu en náttúrulegt CO2 hafi engin áhrif. Fullyrðingin er trúarkredda, ekki vísindi. (Innan sviga er þess að geta að líkur eru á að hækkun koltvísýrings í andrúmslofti sé afleiðing af hlýnun. Orsakasamhengið sé að hlýnun valdi hækkun CO2, en ekki að CO2 valdi hlýnun).

Koltvísýringur í andrúmslofti mælist núna um 400 ppm (einingin ppm stendur fyrir milljónustu hluta, yfirfært í prósentur er hlutfallið 0,04%). Í jarðsögunni eru mörg dæmi um margfalt hærra magn koltvísýrings í andrúmsloftinu. Kjörvöxtur plantna er t.d. við 1200-1500 ppm CO2. Koltvísýringi er dælt inn í gróðurhús til að fá betri uppskeru. Náttúran vill meira CO2, ekki minna. 

Öfgafólkið fer með vísindalegt fleipur. Reynt er að blekkja almenning til fylgis við trúarkreddu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Jakobsson

Vatnsmelónu kommúnismi - grænt að utan og rautt að innan.

Eiga ekkert gott skilið.

Skúli Jakobsson, 22.6.2023 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband