30 þús. útlendingar á 5 árum? Skipta um þjóð í landinu?

Atvinnulífið þarf 30 þúsund útlendinga til starfa á Íslandi á næstu fimm árum, segir í frétt á visir.is. Formaður Samtaka atvinnulífsins er borinn fyrir spánni.

Hér þarf að staldra við. Þjóðin er ekki til fyrir atvinnulífið, heldur öfugt: atvinnulífið er í þágu þjóðarinnar.

Stórfelldur innflutningur á skömmum tíma á útlendingum gerir hvorki þjóðinni gagn né þeim útlendu. 

Pólitískt verkefni næstu missera og ára er að hamla vexti atvinnulífsins til að það verði ekki krabbamein á þjóðarlíkamanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er enginn leyndardómur hversvegna fæðingum fækkar þannig að þjóðirnar deyja út hér á vesturlöndum. Allt byrjaði það með réttindum kvenna og versnar með aukinni tæknivæðingu og leti. Þetta er stærsta vandamál mannkynsins, ef umhverfismálin eru undanskilin. Sama þróun mun útrýma fólki í öðrum heimshlutum, með tíð og tíma.

Það er ekki bara eitt við kvenréttindin og jafnréttið sem stuðlar að útrýmingu þjóðanna, heldur allt. Þar kemur krafan um að fresta barneignum fyrir frama, vinnu utan heimilis. Þar kemur krafan um mannréttindi ofar skyldum, hefðum og þegnskyldu. Þar er fólki leyft að skilgreina sjálft sig burtséð frá Guðs sköpun. 

Það sem skiptir þó mestu að með kvenréttindum og jafnrétti kemur hatrið á karlkyninu, og að innræta bull í staðinn fyrir hefðir sem hafa virkað vel.

Ástin er gerð að vandamáli nema fyrir skilgreinda minnihlutahópa.

Þar fyrir utan mun fjórða iðnbyltingin breyta því að færri vinnandi hendur þarf, og hugmynd Pírata um borgaralaun ekki svo fráleit, þegar róbótar og tæknivæðing mun aukast enn meira.

Formaður Samtaka atvinnulífsins er að lýsa útrýmingu þjóðarinnar og lýsa því yfir að honum finnist hún allt í lagi. Slíkt er ekki þolandi. Fólk þarf að mótmæla.

Ingólfur Sigurðsson, 7.2.2022 kl. 15:55

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Elsku kallinn minn! Mótmæli eins og þau birtust okkur frá vinstri flokkum þessa lands, árið sem herveldin England og Holland kröfðu Ísland um greiðslu Icesave, er ekki taktur okkar sem elskum landið sem við byggjum.- Með  réttu endurheimtum við þær eignir okkar sem útlendingar eru teknir til að ráðskast með á  leið til eigin nota (með leyfi meiri hluta dauðýflanna á þingi); Einmitt afþvi að Stjórnarskráin leyfir ekki þvi lík stórgripdeild í sjálfstæðu landi,alla vega ekki okkar. 

Helga Kristjánsdóttir, 8.2.2022 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband