Rósa Trump og heiðarlegur Gandri

Ég er ekki þingmaður. Það er skammarlegt og einhverjum öðrum að kenna en mér, eru efnisleg skilaboð Rósu Bjarkar frambjóðanda Samfylkingar í Reykjavík. Rósa telur víst að það sé ,,alþjóðleg auðmýk­ing " fyrir Ísland að hún taki ekki sæti á alþingi. Rósa íhugar að kæra skort á atkvæðum.

Guðmundur Andri, oft kallaður Gandri, er annar þingmaður sem ekki hlaut kosningu og samflokksmaður Rósu. Hann segir svo frá úrslitum kosninganna:

Og ástæða þess að það voru ekki nógu margir kjósendur sem kusu mig er einfaldlega sú að það voru ekki nógu margir kjósendur sem vildu mig sem þingmann. Svo einfalt er það.

Hvor er ærlegri, kvenskýring eða hrútskýring á úrslitum kosninganna?


mbl.is Íhugar kæru til kjörbréfanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rósa talar aldrei undir rós.... heiðareg hvað það varðar eins uppáhald mitt Trump.

Helga Kristjánsdóttir, 2.10.2021 kl. 15:05

2 Smámynd: Hrossabrestur

Gandri og Rósa Björk og annað Samfylkingarfólk þurfa að átta sig á því að Samfylkingin er svo víðs fjarri því að vera einhver samnefnari vinnandi fólks eins þau halda að hún sé og að Gandri reyni að kenna einhverri elítu um sínar ófarir er svo innilega Samfylkingarlegt, Samfylkingarfólk reynir allaf að skella skuldinni á aðra þegar eitthvað bjátar á.

kv. hrossabrestur

Hrossabrestur, 2.10.2021 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband