Heimssýn, ESB-flokkar og stjórnarskráin

ESB-flokkar á alþingi, Samfylking og Píratar,  standa að frumvarpi um stjórnskipunarlög. Í umsögn Heimssýnar er vakin athygli á því að frumvarpið gerir ráð fyrir að einfalt verði fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið.  

Í öllum þeim tilvikum sem tilgreint er að aukinn meirihluta þurfi er um að ræða afturkræfar ákvarðanir eða ákvarðanir sem vart munu skipta sköpum fyrir Íslendinga.  Á hinn bóginn er ekki gert ráð fyrir auknum meirihluta í uppskrift frumvarpsins að inngöngu Íslands í Evrópusambandið í 113. grein. Þar er þó um að ræða ákvörðun sem mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, er að draga til baka.  Ósamræmið er hér himinhrópandi, en væri auðvelt að leysa með því að bæta við 113. grein ákvæði um að ¾ hluta Alþingis og þjóðarinnar þyrfti til að samþykkja valdaframsal á borð við aðild að Evrópusambandinu, eða öðrum samningum sem þar gætu fallið undir.  Óháð því frumvarpi sem hér er lagt fram væri slík málsmeðferð eðlileg. 

Hvorki er þetta lýðræðislegt né heiðarlegt, segir Heimssýn í umsögn sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Síðasta tækifæri sjóræningja til að ræna landi og lýð; þótt það verði ekki örlög Samfylkingar sem þráir ekkert frekar en ESB-aðild. Ekki er herkænskan svo merkileg að landinn sjái ekki i gegnum hana og munu þjóðvarðliðar búast af fullri hörku gegn henni; ef þekki þá rétt.

Helga Kristjánsdóttir, 19.11.2020 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband