Kanada lokar á flóttamenn

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, segir flóttamenn í leit að betri lífskjörum ekki velkomna til landsins. Aðeins þeir sem flýja pyntingar, hafi ástæðu til að óttast um líf sitt eða eru án ríkisfangs eiga erindi sem flóttamenn til Kanada, segir forsætisráðherrann samkvæmt Guardian.

Þetta er stefnubreyting af hálfu Trudeau, sem fyrir skemmstu bauð alla flóttamenn velkomna til Kanada í kjölfar þess að Bandaríkin hertu reglur um viðtöku flóttamanna. Kanadískar stofnanir kikna undan álagi vegna flóttamannastraums frá Bandaríkjunum. Allt að 250 hælisleitendur koma daglega yfir landamærin. Ólympíuþorpið í Montreal er orðið að flóttamannamiðstöð og tjaldbúðir eru settar upp við landamærin.

Í Kanada er Trudeau gagnrýndur fyrir að hafa búið til flóttamannastrauminn með því að bjóða alla flóttamenn velkomna til landsins fyrr á árinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband