Bretar eignast landhelgina eftir Brexit

Bretar eignast fiskveiðilandhelgina sína að nýju eftir Brexit. Þeir taka fyrstu skrefin með því að segja sig frá fiskveiðisáttmála frá 1964 sem var felldur inn í sameiginlega fiskveiðistefnu Evrópusambandsins.

Bretar urðu að búa við það, sem ESB-ríki, að fiskveiðikvótar voru ákveðnir í Brussel og öðrum þjóðríkjum veittur aðgangur að breskri lögsögu.

Enskir sjómenn fagna fullveldi yfir landhelginni og skoskir starfsbræður þeirra taka í sama streng.

Fiskveiðistjórnun Evrópusambandsins er samfelld hörmungarsaga.


mbl.is Bretar taka aftur stjórnina á miðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Að á Íslandi skuli vera til nýstofnaður stjórnmálaflokkur, sem hefur það helst að markmiði sínu að ganga í esb, er sorglegt. Megi viðreisn verða að virekstri, sem allra fyrst.

 Góðar srundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 3.7.2017 kl. 02:38

2 Smámynd: FORNLEIFUR

ESB sinnar á Íslandi eru draumórafólk á veruleikaflótta. Flestir eru stóreignafólk eða dável í álnum, sem vill græða meira, en sannast sagna finnst þeim nú betra að hafa krónuna svo erfiðara sé fyrir t.d. ferðamenn að uppgötva að það sem á evrusvæðinu kostar t.d. 10 evrur, kostar á Íslandi tvöfalt meira. ESB-innganga og evra mun engu breyta um það. Ferðamennirnir uppgötva vitanlega okrið - og koma aldrei aftur. WOW og allar aðrar bólu fara á hausinn fyrr frekar en síðar. Það sem hingað til hefur bjargað okkur var t.d. landhelgi okkar og fiskurinn. Við sáum hamaganginn hjá ESB til að reyna að blóðsjúga þá auðlind þegar viðræðurnar um ESB ferlið voru í gangi. ESB er græðgimaskína sem Ísland passar einfaldlega ekki inn í. Landið er of stórt og fólkið er of fátt.

FORNLEIFUR, 3.7.2017 kl. 04:48

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fiskveiðiþjóðir eiga ekkert erindi inní ESB.

Ragnhildur Kolka, 3.7.2017 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband