Sjálfstæðisflokkur og sexflokkurinn

Sigurvegari síðustu þingkosninga, Sjálfstæðisflokkur, gat beðið rólegur eftir að sexflokkurinn, þ.e. flokksdvergarnir sex á alþingi, ynni sig í gegnum leðjuslag eftirkosninganna.

Sjálfstæðisflokkur mátti vita að þeir tveir flokkar sem kæmu skást út yrðu samstarfsaðilar í ríkisstjórn. Í sexflokknum var aðeins einn útilokaður, Píratar, enda börðust þeir um hæl og hnakka í leðjunni og ötuðu hina auri eins og iðnaðarmaður í akkorði.

Flokkarnir tveir, sem komu skást út, Viðreisn og Björt framtíð fengu lyklana að litlu deildum stjórnarráðsins - en Sjálfstæðisflokkurinn fer með lyklavöldin.

Ef Viðreisn og Bjartri framtíð leiðist tilveran í stjórnarráðinu er alltaf hægt að skila lyklunum. Framsókn, Vinstri grænir og Samfylking bíða eftir sínu tækifæri í húsi móðurflokksins.

Ofanritað er útlegging á grein samfylkingarmannsins Kristjáns Guy Burgess, sem Eyjan segir frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband