Skrítið lýðræði? Nei, breskt

Vinstrimenn sumir, t.d. Egill Helgason, agnúast út í þá bresku hefð að sitjandi stjórnarflokkur getur boðað til kosninga með skömmum fyrirvara. Bretar státa þó af lengri lýðræðishefð en nokkurt annað þjóðríki.

Lýðræði er ekki eitt sniðmát. Útfærslur á lýðræði eru ólíkar milli landa. Kjörmannakerfið í Bandaríkjunum, tvöföld umferð í forsetakosningum í Frakklandi og reglulegar minnihlutastjórnir á Norðurlöndum flokkast allt undir lýðræði.

Ef leikreglurnar eru skýrar, kosningar almennar og leynilegar og umræðan nokkurn veginn frjáls, tja, þá er lýðræði.


mbl.is Myndi styrkja mjög stöðu May
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Þetta er snjall leikur hjá Theresu May. Hún veit sem er, að Remoaner-flokkarnir Labour og LibDem munu tapa miklu fylgi og það mun styrkja Tories. Kannski tapar LibDem öllum sínum fáu þingsætum ef allt gengur að óskum. Sömuleiðis er vonandi að UKIP fái mörg þingsæti.

Aztec, 18.4.2017 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband